Nafna Liz Truss hrekkir Íhaldsmenn og þjóðarleiðtoga Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2022 14:26 Liz Truss (t.v.) og næstum því nafna hennar, Liz Trussel. Tolga Akmen/Twitter Eigandi notendanafnsins @LizTruss á Twitter er ekki nýr forsætisráðherra Bretlands, heldur bresk kona að nafni Liz Trussel. Fjöldi fólks hefur merkt Trussel í færslur á Twitter og hefur hún gripið gæsina og orðið heimsfræg í leiðinni. Nýr forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss, er með notendanafnið @TrussLiz þar sem @LizTruss var nú þegar upptekið þegar hún stofnaði aðgang sinn. Það var kona að nafni Liz Trussel sem tók notendanafnið þremur mánuðum á undan. Í gegnum árin hefur Liz Trussel lent í því að fólk merki hana í færslur, bæði neikvæðar og uppbyggjandi, um Liz Truss. Hún hefur reglulega svarað fólki og grínast en þegar Truss valin sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi og þar með orðin forsætisráðherra urðu kveðjurnar sem rötuðu á vitlausan notanda mun fleiri. Can t hurt after Vegas — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Meðal þeirra sem hafa sent hamingjuóskir á vitlausa Liz er forsætisráðherra Svíþjóðar, Magdalena Anderson. Hún óskaði Liz Trussel til hamingju með að vera orðin forsætisráðherra og ákvað hún að svara. „Hlakka til að heimsækja þig bráðum! Gerðu kjötbollurnar tilbúnar,“ skrifaði Trussel en studdu eftir að hún svaraði var upprunalegu færslunni eytt. Hér má sjá samskipti Trussel og Anderson. Stuðningsmenn Íhaldsflokksins hafa margir ætlað að óska Liz Truss til hamingju en rambað á vitlausa Liz. Trussel er þó kurteis og hefur svarað þeim öllum. Fæstir þeirra bjuggust við að fá svar frá forsætisráðherranum en fá að minnsta kosti svar frá notandanum sem þeir héldu að væri forsætisráðherrann. Thanks doll — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Liz Trussel hafði ekki verið virk á Twitter síðan árið 2018 þegar kveðjunum fór að rigna yfir hana. Hún svaraði flestum þeim sem mekrtu hana í færslur og voru þeir ansi margir. Hún var skiljanlega þreytt eftir daginn. Einhverjir hafa kallað eftir því að Trussel verði gerð að forsætisráðherra Bretlands í staðinn fyrir Truss. Trussel hefur tekið vel í þá hugmynd og segir að hún og drottningin yrðu pottþétt góðar vinkonur. Phew, what a day — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Yes!!!!!! Me & Queen Liz would deffo be besties https://t.co/AF0C0owA1t— Liz Trussell (@Liztruss) September 5, 2022 Caroline Lucas, þingmaður á breska þinginu, hefur einnig fallið í gildruna. Kosningar í Bretlandi Bretland Samfélagsmiðlar Grín og gaman Tengdar fréttir Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. 5. september 2022 14:01 Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5. september 2022 11:39 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Nýr forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss, er með notendanafnið @TrussLiz þar sem @LizTruss var nú þegar upptekið þegar hún stofnaði aðgang sinn. Það var kona að nafni Liz Trussel sem tók notendanafnið þremur mánuðum á undan. Í gegnum árin hefur Liz Trussel lent í því að fólk merki hana í færslur, bæði neikvæðar og uppbyggjandi, um Liz Truss. Hún hefur reglulega svarað fólki og grínast en þegar Truss valin sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi og þar með orðin forsætisráðherra urðu kveðjurnar sem rötuðu á vitlausan notanda mun fleiri. Can t hurt after Vegas — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Meðal þeirra sem hafa sent hamingjuóskir á vitlausa Liz er forsætisráðherra Svíþjóðar, Magdalena Anderson. Hún óskaði Liz Trussel til hamingju með að vera orðin forsætisráðherra og ákvað hún að svara. „Hlakka til að heimsækja þig bráðum! Gerðu kjötbollurnar tilbúnar,“ skrifaði Trussel en studdu eftir að hún svaraði var upprunalegu færslunni eytt. Hér má sjá samskipti Trussel og Anderson. Stuðningsmenn Íhaldsflokksins hafa margir ætlað að óska Liz Truss til hamingju en rambað á vitlausa Liz. Trussel er þó kurteis og hefur svarað þeim öllum. Fæstir þeirra bjuggust við að fá svar frá forsætisráðherranum en fá að minnsta kosti svar frá notandanum sem þeir héldu að væri forsætisráðherrann. Thanks doll — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Liz Trussel hafði ekki verið virk á Twitter síðan árið 2018 þegar kveðjunum fór að rigna yfir hana. Hún svaraði flestum þeim sem mekrtu hana í færslur og voru þeir ansi margir. Hún var skiljanlega þreytt eftir daginn. Einhverjir hafa kallað eftir því að Trussel verði gerð að forsætisráðherra Bretlands í staðinn fyrir Truss. Trussel hefur tekið vel í þá hugmynd og segir að hún og drottningin yrðu pottþétt góðar vinkonur. Phew, what a day — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Yes!!!!!! Me & Queen Liz would deffo be besties https://t.co/AF0C0owA1t— Liz Trussell (@Liztruss) September 5, 2022 Caroline Lucas, þingmaður á breska þinginu, hefur einnig fallið í gildruna.
Kosningar í Bretlandi Bretland Samfélagsmiðlar Grín og gaman Tengdar fréttir Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. 5. september 2022 14:01 Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5. september 2022 11:39 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. 5. september 2022 14:01
Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5. september 2022 11:39
Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54