Segir að það þurfi aðeins einn kvenkyns þjálfara til að breyta landslaginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 08:31 Phi Neville vonast til að geta gefið fleiri kvenkyns þjálfurum tækifæri. EPA-EFE/SEBASTIEN NOGIER Phil Neville, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Englands, þjálfar Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í dag. Hann segir að það þurfi aðeins einn kvenkyns þjálfara í deildina til að opna dyrnar fyrir enn fleiri. Frá 2018 til 2021 þjálfaði Neville enska landsliðið og fór til að mynda með það í undanúrslit á HM 2019. Á meðan hann starfaði þar tók Neville eftir hversu mikil aukning hefur orðið á kvenkyns þjálfurum í íþróttinni. Hann fór yfir stöðu í hlaðvarpsþætti nýverið. „Þegar ég þjálfaði kvennalandsliðið var ég með kvenkyns þjálfara í kringum mig. Það sem ég myndi segja að væri stærsti munurinn á milli karl- og kvenkyns þjálfara er sjálfstraust og trú á eigin getu. Mér leið alltaf eins og þær töldu sig ekki vera nægilega góðar. Ég held að eftir tvö til þrjú ár verði meira sjálfstraust og meiri trú þar sem það verða fleiri tækifæri.“ „Þegar þú sérð tækifæri þá eykst sjálfstraustið og ég held að það sé það sem við erum að sjá í öllum krókum og kimum fótboltans í dag. Innan vallar sem utan.“ Neville hrósaði líkamlegu ástandi leikmanna Inter Miami en hann segir það allt Dawn Scott að þakka. Hún hafði unnið sama starf fyrir bandaríska kvennalandsliðið og vinnur með landsliðum Englands samhliða því að vinna með Neville hjá Inter. Þá nefndi hann Casey Stoney sem þjálfar í dag San Diego Wave í NWSL deildinni en Neville telur hana meira en færa um að þjálfa í MLS deildinni. „Ég myndi segja að það taki bara eina til að það verði snjóboltaáhrif. Ég vonast til að geta gefi slík tækifæri og að ég hafi þor og dug til að gera það,“ sagði Neville að endingu. Inter Miami er sem stendur í 9. sæti Austurhluta MLS deildarinnar með 36 stig að loknum 28 leikjum. Liðið er þremur stigum á eftir FC Cincinnati sem situr í 7. sætinu en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppni deildarinnar. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Frá 2018 til 2021 þjálfaði Neville enska landsliðið og fór til að mynda með það í undanúrslit á HM 2019. Á meðan hann starfaði þar tók Neville eftir hversu mikil aukning hefur orðið á kvenkyns þjálfurum í íþróttinni. Hann fór yfir stöðu í hlaðvarpsþætti nýverið. „Þegar ég þjálfaði kvennalandsliðið var ég með kvenkyns þjálfara í kringum mig. Það sem ég myndi segja að væri stærsti munurinn á milli karl- og kvenkyns þjálfara er sjálfstraust og trú á eigin getu. Mér leið alltaf eins og þær töldu sig ekki vera nægilega góðar. Ég held að eftir tvö til þrjú ár verði meira sjálfstraust og meiri trú þar sem það verða fleiri tækifæri.“ „Þegar þú sérð tækifæri þá eykst sjálfstraustið og ég held að það sé það sem við erum að sjá í öllum krókum og kimum fótboltans í dag. Innan vallar sem utan.“ Neville hrósaði líkamlegu ástandi leikmanna Inter Miami en hann segir það allt Dawn Scott að þakka. Hún hafði unnið sama starf fyrir bandaríska kvennalandsliðið og vinnur með landsliðum Englands samhliða því að vinna með Neville hjá Inter. Þá nefndi hann Casey Stoney sem þjálfar í dag San Diego Wave í NWSL deildinni en Neville telur hana meira en færa um að þjálfa í MLS deildinni. „Ég myndi segja að það taki bara eina til að það verði snjóboltaáhrif. Ég vonast til að geta gefi slík tækifæri og að ég hafi þor og dug til að gera það,“ sagði Neville að endingu. Inter Miami er sem stendur í 9. sæti Austurhluta MLS deildarinnar með 36 stig að loknum 28 leikjum. Liðið er þremur stigum á eftir FC Cincinnati sem situr í 7. sætinu en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppni deildarinnar.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira