Yfirheyrslum yfir feðgunum ekki lokið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. september 2022 11:50 Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi Eystra segir enn verið að yfirheyra fólk vegna árásar á Blönduósi þar sem tvö létust í síðasta mánuði. Rannsóknin sé viðamikil og allir fletir málsins þar á meðal aðdragandinn. Vísir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki lokið skýrslutöku yfir feðgum sem hafa stöðu sakbornings eftir árás á Blönduósi í síðasta mánuði þar sem tvennt lést. Lögreglustjórinn segir málið ekki fullrannsakað og enn sé verið að yfirheyra aðila sem tengjast því. Réttarkrufningu hinna látnu sé lokið. Faðirinn, Kári Kárason sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur tekið fyrstu skýrslu af báðum mönnunum. Feðgarnir hafa báðir fengið tilnefnda verjendur en það gerist sjálfkrafa þegar fólk fær fær réttarstöðu sakbornings. Fram hefur komið að það styrki stöðu föðurins að fá stöðu sakbornings í málinu. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra segir rannsókn málsins miða vel en eftir eigi að taka fleiri skýrslur af feðgunum og fleirum sem tengjast málinu. „Það er verið að vinna að því að taka frekari skýrslu í málinu af fleiri aðilum líka en þeim að sjálfsögðu líka,“ segir Páley. Páley segir alla fleti málsins rannsakað. „Eins og alltaf er í alvarlegum sakamálum þá rannsökum við aðdraganda þeirra og stöðu og hagi aðila einnig og það er að sjálfsögðu gert í þessu máli,“ segir hún. Aðspurð um hvort rannsakað sé hvers vegna árásarmaðurinn var ekki sviptur byssuleyfi en það var í ferli svarar Páley. „Við rannsökum aðdragandann í heild . Það er ekkert undanskilið þar,“ segir Páley. Hún segir erfitt að segja til um hvenær rannsókn ljúki. „Það er ekki hægt að segja til um það núna hvenær rannsókn lýkur en þessi rannsókn er yfirgripsmikil. Það er margt sem við erum enn að bíða eftir og liggur ekki fyrir“ segir hún. Réttarkrufningu lokið Páley segir réttarkrufningu fólksins sem lést í árásinni lokið en lögregla eigi eftir að fá niðurstöðurnar til sín. Aðspurð um hvort lögreglan muni blása til blaðamannafundar þegar málið liggur fyrir, í ljósi þess hversu stórt það var á íslenskan mælikvarða, svarar Páley: „Það er í raun allt opið með það og kemur til skoðunar þegar það er tímabært.“ Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Tengdar fréttir Efna til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs á Blönduósi Efnt hefur verið til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs Guðmundssonar sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Blönduósi og sært eiginmann hennar alvarlega. Brynjar Þór lést í kjölfarið og er atburðarásin til rannsóknar hjá lögreglu. 3. september 2022 00:21 Ástæðulaust að fara með augljósa neyðarvörn fyrir dómstóla Ástæðulaust er að fara með mál fyrir dómstóla ef augljóst þykir að neyðarvörn hafi verið beitt, segir fyrrverandi hæstaréttardómari. Maðurinn sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi og sonur hans eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu. 31. ágúst 2022 13:14 Feðgarnir með stöðu sakbornings Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. 31. ágúst 2022 08:59 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Faðirinn, Kári Kárason sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur tekið fyrstu skýrslu af báðum mönnunum. Feðgarnir hafa báðir fengið tilnefnda verjendur en það gerist sjálfkrafa þegar fólk fær fær réttarstöðu sakbornings. Fram hefur komið að það styrki stöðu föðurins að fá stöðu sakbornings í málinu. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra segir rannsókn málsins miða vel en eftir eigi að taka fleiri skýrslur af feðgunum og fleirum sem tengjast málinu. „Það er verið að vinna að því að taka frekari skýrslu í málinu af fleiri aðilum líka en þeim að sjálfsögðu líka,“ segir Páley. Páley segir alla fleti málsins rannsakað. „Eins og alltaf er í alvarlegum sakamálum þá rannsökum við aðdraganda þeirra og stöðu og hagi aðila einnig og það er að sjálfsögðu gert í þessu máli,“ segir hún. Aðspurð um hvort rannsakað sé hvers vegna árásarmaðurinn var ekki sviptur byssuleyfi en það var í ferli svarar Páley. „Við rannsökum aðdragandann í heild . Það er ekkert undanskilið þar,“ segir Páley. Hún segir erfitt að segja til um hvenær rannsókn ljúki. „Það er ekki hægt að segja til um það núna hvenær rannsókn lýkur en þessi rannsókn er yfirgripsmikil. Það er margt sem við erum enn að bíða eftir og liggur ekki fyrir“ segir hún. Réttarkrufningu lokið Páley segir réttarkrufningu fólksins sem lést í árásinni lokið en lögregla eigi eftir að fá niðurstöðurnar til sín. Aðspurð um hvort lögreglan muni blása til blaðamannafundar þegar málið liggur fyrir, í ljósi þess hversu stórt það var á íslenskan mælikvarða, svarar Páley: „Það er í raun allt opið með það og kemur til skoðunar þegar það er tímabært.“
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Tengdar fréttir Efna til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs á Blönduósi Efnt hefur verið til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs Guðmundssonar sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Blönduósi og sært eiginmann hennar alvarlega. Brynjar Þór lést í kjölfarið og er atburðarásin til rannsóknar hjá lögreglu. 3. september 2022 00:21 Ástæðulaust að fara með augljósa neyðarvörn fyrir dómstóla Ástæðulaust er að fara með mál fyrir dómstóla ef augljóst þykir að neyðarvörn hafi verið beitt, segir fyrrverandi hæstaréttardómari. Maðurinn sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi og sonur hans eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu. 31. ágúst 2022 13:14 Feðgarnir með stöðu sakbornings Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. 31. ágúst 2022 08:59 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Efna til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs á Blönduósi Efnt hefur verið til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs Guðmundssonar sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Blönduósi og sært eiginmann hennar alvarlega. Brynjar Þór lést í kjölfarið og er atburðarásin til rannsóknar hjá lögreglu. 3. september 2022 00:21
Ástæðulaust að fara með augljósa neyðarvörn fyrir dómstóla Ástæðulaust er að fara með mál fyrir dómstóla ef augljóst þykir að neyðarvörn hafi verið beitt, segir fyrrverandi hæstaréttardómari. Maðurinn sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi og sonur hans eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu. 31. ágúst 2022 13:14
Feðgarnir með stöðu sakbornings Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. 31. ágúst 2022 08:59