Karl III sór þegnum sínum hollustueið Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2022 19:20 Karl III nýr konungur Bretlands og þjóðhöfðingi 14 annarra ríkja ávarpaði þegna sína í fyrsta sinn seinnipartinn í dag. AP/Yui Mok Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar. Karl III vaknaði í morgun í Balmoral kastala til fyrsta heila dagsins í konungsembætti. Hann og Kamilla eiginkona hans flugu um hádegisbil frá Aberdeen til Lundúna meðal annars til skrafs og ráðagerða við forsætisráðherra Bretlands og fleiri um undirbúning útfarar Elíabetar II drottningar sem lést síðdegis í gær. Nokkur fjöldi fólks safnðist saman fyrir fram Buckinghamhöll í dag og margir lögðu blóm og kort við girðingu hallarinnar. Karl heilsaði upp á fólkið við komuna til hallarinnar og ræddi við marga. Breskir þingmenn minntust drottningar með einnrar mínútna þögn á þingfundi í dag. Liz Truss forsætisráðherra rifjaði upp þegar Elísabet sór þess í afmælisávarpi þegar hún varð 21 árs að hvort sem líf hennar yrði stutt eða langt að tileinka lif sitt þjónustu við þegna konungsríkisins. „Allt þingið mun vera sammála því að aldrei hefur loforð verið svo fullkomlega efnt," sagði forsætisráðherrann við góðar undirtektir þingheims. Karl III hitti nýjan forsætisráðherra sem móðir hans setti í embætti á þriðjudag í fyrsta sinn sem konungur í dag.AP/Yui Mok/ Karl verður 74 ára í nóvember og á erfitt verk fyrir hönum að sameina bresku þjóðina og þjóðir 14 annarra ríkja þar sem hann er nú orðinn þjóðhöfðingi að baki sér sem og við að halda samveldi 54 ríkja saman. Ekki er hægt að saka Karl um óþolinmæði til konungdóms því hann stóð alla tíð fast við bak drottningarinnar. Hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta skipti sem Karl III konungur seinnipartinn í dag. Hann sagði fjölskyldu drottningar fulla þakklætis fyrir gjöfult líf hennar og deildi sorginni yfir dauða hennar með svo mörgum þegnum hennar. Konungurinn tilkynnt að Vilhjálmur sonur hans, nú krónprins, erfi alla hans fyrri titla og verði nú prinsinn af Wales. Líf hans sjálfs muni taka miklum breytingum við að setjast á konungsstól. Konungurinn kom til Buckingham hallar í Lundúnum frá Balmoral kastala um hádegisbil þar sem fjöldi fólks beið hans.AP/Yui Mok „Eins og drottningin sjálf gerði af svo óbifanlegri tryggð heiti ég því nú hátíðlega að allan þann tíma sem guð gefur mér muni ég halda í heiðri grundvallarreglur stjórnarskrárinnar sem er þungamiðja þjóðríkis okkar. Og hvar sem þið kunnið að búa í Bretlandi, eða öðrum ríkjum konungdæmisins og svæðum, og hver sem bakgrunnur ykkar og trú kann að vera mun ég kappkosta að þjóna ykkur af trúmennsku, virðingu og ást," sagði Karl III. Hann þakkaði fjölmargar samúðarkveðjur og sagði þær snerta hann meira en hann gæti komið í orð. Að lokum þakkaði hann móður sinni fyrir ást hennar og trúnað til fjölskyldu sinnar og fjölskyldu þjóðanna sem hún þjónaði. Konungurinn endaði ávarp sitt á þessum orðum til móður sinnar: „Megi englaskarar syngja þig í svefn.“ Ávarp Karls í heild sinni má sjá hér að neðan. Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Bresk framamenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00 Karl og Kamilla heilsuðu upp á fólkið fyrir utan Buckingham-höll Karl Bretakonungur og Kamilla, eiginkona hans, heilsuðu upp á fólk sem hafði safnast saman fyrir utan Buckingham-höll í Lundúnum um klukkan 13. 9. september 2022 13:49 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Karl III vaknaði í morgun í Balmoral kastala til fyrsta heila dagsins í konungsembætti. Hann og Kamilla eiginkona hans flugu um hádegisbil frá Aberdeen til Lundúna meðal annars til skrafs og ráðagerða við forsætisráðherra Bretlands og fleiri um undirbúning útfarar Elíabetar II drottningar sem lést síðdegis í gær. Nokkur fjöldi fólks safnðist saman fyrir fram Buckinghamhöll í dag og margir lögðu blóm og kort við girðingu hallarinnar. Karl heilsaði upp á fólkið við komuna til hallarinnar og ræddi við marga. Breskir þingmenn minntust drottningar með einnrar mínútna þögn á þingfundi í dag. Liz Truss forsætisráðherra rifjaði upp þegar Elísabet sór þess í afmælisávarpi þegar hún varð 21 árs að hvort sem líf hennar yrði stutt eða langt að tileinka lif sitt þjónustu við þegna konungsríkisins. „Allt þingið mun vera sammála því að aldrei hefur loforð verið svo fullkomlega efnt," sagði forsætisráðherrann við góðar undirtektir þingheims. Karl III hitti nýjan forsætisráðherra sem móðir hans setti í embætti á þriðjudag í fyrsta sinn sem konungur í dag.AP/Yui Mok/ Karl verður 74 ára í nóvember og á erfitt verk fyrir hönum að sameina bresku þjóðina og þjóðir 14 annarra ríkja þar sem hann er nú orðinn þjóðhöfðingi að baki sér sem og við að halda samveldi 54 ríkja saman. Ekki er hægt að saka Karl um óþolinmæði til konungdóms því hann stóð alla tíð fast við bak drottningarinnar. Hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta skipti sem Karl III konungur seinnipartinn í dag. Hann sagði fjölskyldu drottningar fulla þakklætis fyrir gjöfult líf hennar og deildi sorginni yfir dauða hennar með svo mörgum þegnum hennar. Konungurinn tilkynnt að Vilhjálmur sonur hans, nú krónprins, erfi alla hans fyrri titla og verði nú prinsinn af Wales. Líf hans sjálfs muni taka miklum breytingum við að setjast á konungsstól. Konungurinn kom til Buckingham hallar í Lundúnum frá Balmoral kastala um hádegisbil þar sem fjöldi fólks beið hans.AP/Yui Mok „Eins og drottningin sjálf gerði af svo óbifanlegri tryggð heiti ég því nú hátíðlega að allan þann tíma sem guð gefur mér muni ég halda í heiðri grundvallarreglur stjórnarskrárinnar sem er þungamiðja þjóðríkis okkar. Og hvar sem þið kunnið að búa í Bretlandi, eða öðrum ríkjum konungdæmisins og svæðum, og hver sem bakgrunnur ykkar og trú kann að vera mun ég kappkosta að þjóna ykkur af trúmennsku, virðingu og ást," sagði Karl III. Hann þakkaði fjölmargar samúðarkveðjur og sagði þær snerta hann meira en hann gæti komið í orð. Að lokum þakkaði hann móður sinni fyrir ást hennar og trúnað til fjölskyldu sinnar og fjölskyldu þjóðanna sem hún þjónaði. Konungurinn endaði ávarp sitt á þessum orðum til móður sinnar: „Megi englaskarar syngja þig í svefn.“ Ávarp Karls í heild sinni má sjá hér að neðan.
Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Bresk framamenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00 Karl og Kamilla heilsuðu upp á fólkið fyrir utan Buckingham-höll Karl Bretakonungur og Kamilla, eiginkona hans, heilsuðu upp á fólk sem hafði safnast saman fyrir utan Buckingham-höll í Lundúnum um klukkan 13. 9. september 2022 13:49 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Bresk framamenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00
Karl og Kamilla heilsuðu upp á fólkið fyrir utan Buckingham-höll Karl Bretakonungur og Kamilla, eiginkona hans, heilsuðu upp á fólk sem hafði safnast saman fyrir utan Buckingham-höll í Lundúnum um klukkan 13. 9. september 2022 13:49
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent