Veiddi lax nokkur sumur á Íslandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 10. september 2022 14:58 Hér má sjá Karl III Bretakonung við veiðar í Ballater nærri Balmoral-höll í Skotlandi. Hann lagði leið sína til Íslands nokkrum sinnum á árum áður til að veiða hér lax. Getty/Julian Parker Karl þriðji Bretakonungur lagði leið sína til Íslands nokkur sumur á áttunda og níunda áratugi síðustu aldar til þess að veiða hér lax. Konungurinn er mikill laxveiðimaður og í grunninn Íslandsvinur. Morgunblaðið rifjar veiðiferðir konungsins upp í dag. Hann veiddi hér árlega lax í Hofsá á árunum 1975-80 og kom í sína seinustu laxveiðiferð árið 1988, þá fór hann í Kjarrá meðal annars í félagsskap forstjóra Boeing. Þar var leiðsögumaður þeirra Andrés Eyjólfsson, sem vinnur enn sem leiðsögumaður í ánni 34 árum síðar. Andrés segir Karl hafa verið prýðisveiðimann, eins og árangurinn sýndi. „Þeir fengu þarna sjö fyrsta daginn, svo þrjá, svo einn og svo engan. Hann var fjóra daga,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Hann segir konunginn, sem á þessum árum var titlaður prins af Wales, hafa verið rólegan yfir því að hafa ekkert veitt síðasta daginn enda hafi hann verið vanur veiðimaður. Konungurinn stundaði laxveiði í Skotlandi í fjölda ára. Andrés segir Karl hafa verið mjög viðkunnalegan, eins og Bretar séu nú flestir og ekki sett sig á háan hest þrátt fyrir titilinn. „Nei, fjarri því. Hann þurfti margs að spyrja,“ segir Andrés. „Þetta er bara eins og hver annar kúnni. Ég er ekkert að monta mig á þvi og alveg hissa, þú ert ekki sá fyrsti sem hringir.“ Eins og segir í Morgunblaðinu vissi Andrés ekki hvað varð um afla prinsins. Ekki sé loku fyrir það skotið að hann hafi tekið eitthvað með sér heim og gefið móður sinni í soðið. Veiðiferðir konungsins voru þá rifjaðar upp í sjónvarpsþáttunum The Crown sem vakti athygli landsmanna þegar þær voru sýndar í þáttunum. Karl III Bretakonungur Bretland Íslandsvinir Stangveiði Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Morgunblaðið rifjar veiðiferðir konungsins upp í dag. Hann veiddi hér árlega lax í Hofsá á árunum 1975-80 og kom í sína seinustu laxveiðiferð árið 1988, þá fór hann í Kjarrá meðal annars í félagsskap forstjóra Boeing. Þar var leiðsögumaður þeirra Andrés Eyjólfsson, sem vinnur enn sem leiðsögumaður í ánni 34 árum síðar. Andrés segir Karl hafa verið prýðisveiðimann, eins og árangurinn sýndi. „Þeir fengu þarna sjö fyrsta daginn, svo þrjá, svo einn og svo engan. Hann var fjóra daga,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Hann segir konunginn, sem á þessum árum var titlaður prins af Wales, hafa verið rólegan yfir því að hafa ekkert veitt síðasta daginn enda hafi hann verið vanur veiðimaður. Konungurinn stundaði laxveiði í Skotlandi í fjölda ára. Andrés segir Karl hafa verið mjög viðkunnalegan, eins og Bretar séu nú flestir og ekki sett sig á háan hest þrátt fyrir titilinn. „Nei, fjarri því. Hann þurfti margs að spyrja,“ segir Andrés. „Þetta er bara eins og hver annar kúnni. Ég er ekkert að monta mig á þvi og alveg hissa, þú ert ekki sá fyrsti sem hringir.“ Eins og segir í Morgunblaðinu vissi Andrés ekki hvað varð um afla prinsins. Ekki sé loku fyrir það skotið að hann hafi tekið eitthvað með sér heim og gefið móður sinni í soðið. Veiðiferðir konungsins voru þá rifjaðar upp í sjónvarpsþáttunum The Crown sem vakti athygli landsmanna þegar þær voru sýndar í þáttunum.
Karl III Bretakonungur Bretland Íslandsvinir Stangveiði Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira