Bjarni ekki stressaður fyrir skýrslunni um Íslandsbanka Snorri Másson skrifar 11. september 2022 16:01 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill halda áfram að selja Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra kveðst enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þann 100 milljarða króna hlut sem það á eftir í Íslandsbanka. Hann segir að færð hafi verið ágæt rök fyrir því að rannsókn Ríkisendurskoðunar hafi tekið sinn tíma og vonast eftir uppbyggilegum ábendingum úr væntanlegri skýrslu. 22,5 prósenta hlutur úr Íslandsbanka var seldur í lokuðu útboði í lok mars, mikil umræða skapaðist í apríl með tilheyrandi mótmælum á Austurvelli, skýrsla var þá boðuð í júní, en hefur svo dregist fram í júlí, svo ágúst, svo september og nú segir Ríkisendurskoðun að gera megi ráð fyrir henni fyrir lok mánaðar. Skýringin sem veitt er á töfinni eru annir Ríkisendurskoðunar við önnur verkefni, og svo að úttektin sjálf sé umfangsmeiri en menn gerðu sér grein fyrir í upphafi. Hvað finnst þér um þá töf sem hefur orðið? „Mér finnst nú hafa verið færð ágæt rök fyrir því að rannsóknin taki að jafnaði þennan tíma. Kannski vorum við með óraunhæfar væntingar í upphafi. Þetta bara kemur þegar þetta kemur,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Hefurðu haft ávæning um efni skýrslunnar? „Nei, ég hef ekki innsýn í það en ég held að svona margra mánaða vinna hljóti að skila góðri yfirsýn yfir það sem máli skiptir.“ Er eitthvað stress fyrir henni? „Neinei, ég tel að það sem við gerðum í ráðuneytinu hljóti að standast ágætlega skoðun. Við höfum auðvitað haft tilefni til að fara aftur yfir það í sumar og verið í samskiptum við ríkisendurskoðun vegna þess, en það eru margir aðrir þátttakendur í þessu ferli sem ég hef ekki jafngóða yfirsýn yfir.“ Bjarni vonast til þess að ráðuneytið fái uppbyggilegar ábendingar í skýrslunni. Grundvallaratriðið sé hvort lögum hafi verið fylgt og góðum stjórnsýsluvenjum. Fjármálaráðherrann segir að það hafi skipt miklu máli fyrir ríkissjóð að fá inn þá fimmtíu milljarða sem fengust við söluna, enda hafi með þeim verið hægt að fjármagna ýmis verkefni án lántöku. „Og ég er enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þennan rúmlega 100 milljarða hlut sem við eigum enn þá í Íslandsbanka. Við eigum að taka þá peninga og við eigum að setja þá í vegi, í innviðafjárfestingar, í flutningskerfi raforku og aðra innviði sem gera Ísland að samkeppnishæfara landi,“ segir Bjarni. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“ Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. 6. september 2022 15:37 Arion banki og Íslandsbanki hækka vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánavaxta bankans sem taka gildi í dag, en vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka munu taka gildi á föstudaginn. Tilkynnt er um hækkunina í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans 24. ágúst síðastliðinn. 5. september 2022 10:53 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
22,5 prósenta hlutur úr Íslandsbanka var seldur í lokuðu útboði í lok mars, mikil umræða skapaðist í apríl með tilheyrandi mótmælum á Austurvelli, skýrsla var þá boðuð í júní, en hefur svo dregist fram í júlí, svo ágúst, svo september og nú segir Ríkisendurskoðun að gera megi ráð fyrir henni fyrir lok mánaðar. Skýringin sem veitt er á töfinni eru annir Ríkisendurskoðunar við önnur verkefni, og svo að úttektin sjálf sé umfangsmeiri en menn gerðu sér grein fyrir í upphafi. Hvað finnst þér um þá töf sem hefur orðið? „Mér finnst nú hafa verið færð ágæt rök fyrir því að rannsóknin taki að jafnaði þennan tíma. Kannski vorum við með óraunhæfar væntingar í upphafi. Þetta bara kemur þegar þetta kemur,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Hefurðu haft ávæning um efni skýrslunnar? „Nei, ég hef ekki innsýn í það en ég held að svona margra mánaða vinna hljóti að skila góðri yfirsýn yfir það sem máli skiptir.“ Er eitthvað stress fyrir henni? „Neinei, ég tel að það sem við gerðum í ráðuneytinu hljóti að standast ágætlega skoðun. Við höfum auðvitað haft tilefni til að fara aftur yfir það í sumar og verið í samskiptum við ríkisendurskoðun vegna þess, en það eru margir aðrir þátttakendur í þessu ferli sem ég hef ekki jafngóða yfirsýn yfir.“ Bjarni vonast til þess að ráðuneytið fái uppbyggilegar ábendingar í skýrslunni. Grundvallaratriðið sé hvort lögum hafi verið fylgt og góðum stjórnsýsluvenjum. Fjármálaráðherrann segir að það hafi skipt miklu máli fyrir ríkissjóð að fá inn þá fimmtíu milljarða sem fengust við söluna, enda hafi með þeim verið hægt að fjármagna ýmis verkefni án lántöku. „Og ég er enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þennan rúmlega 100 milljarða hlut sem við eigum enn þá í Íslandsbanka. Við eigum að taka þá peninga og við eigum að setja þá í vegi, í innviðafjárfestingar, í flutningskerfi raforku og aðra innviði sem gera Ísland að samkeppnishæfara landi,“ segir Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“ Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. 6. september 2022 15:37 Arion banki og Íslandsbanki hækka vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánavaxta bankans sem taka gildi í dag, en vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka munu taka gildi á föstudaginn. Tilkynnt er um hækkunina í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans 24. ágúst síðastliðinn. 5. september 2022 10:53 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“ Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. 6. september 2022 15:37
Arion banki og Íslandsbanki hækka vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánavaxta bankans sem taka gildi í dag, en vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka munu taka gildi á föstudaginn. Tilkynnt er um hækkunina í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans 24. ágúst síðastliðinn. 5. september 2022 10:53