Konur af erlendum uppruna gagnrýna ummæli Sólveigar Önnu harðlega Árni Sæberg skrifar 11. september 2022 21:13 Ummæli Sólveigar Önnu í dag hafa vakið hörð viðbrögð. Vísir/Vilhelm Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þau gagnrýni harðlega þau ummæli sem formaður Eflingar lét falla í viðtali við Ríkisútvarpið í dag. Samtökin segja ummælin skaðleg áratugalangri baráttu þeirra sem hafa flutt hingað til Íslands um að fá aukinn aðgang að vönduðum íslenskunámskeiðum af hendi atvinnurekenda. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði við RÚV fyrr í dag að það væri „afskaplega undarlegt að þau sem tilheyra einhverri menntaelítu skuli ætla að setja ábyrgðina á verkalýðsfélög verka- og láglaunafólks sem augljóslega hafa um stærri og veigameiri hluti að hugsa um akkúrat núna heldur en það að vernda íslensku þjóðtunguna.“ Sú krafa væri ekki ofarlega á lista verkalýðshreyfingarinnar. Það voru viðbrögð við grein Eiríks Rögnvaldssonar, sem hann birti hér á Vísi á dögunum, þar sem hann sagði að upplagt væri að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum kjarasamningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á íslenskukennslu á vinnutíma. „Við mótmælum því harðlega að eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum fyrir starfsfólk af erlendum uppruna komi frá menntaelítu. Raunveruleikinn er sá að hann kemur í flestum tilfellum beint frá okkur. Við vonum svo sannarlega að þau stéttarfélög sem berjast fyrir jöfnum launum og jafnrétti á vinnumarkaði, skilji gildi þess að veita okkur jafnan aðgang að íslenskri tungu auk sveigjanleika og stuðningi vinnuveitenda við að læra hana,“ segir í yfirlýsingu Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Bætt aðgengi að íslenskunámskeiðum mikilvægasta aðgerðin Samtökin benda á niðurstöður könnunar sem þau gerðu árið 2021. „Mikilvægasta aðgerð sem hægt væri að ráðist í myndi tengjast stuðningi við aðgang að vönduðum íslenskunámskeiðum. Yfirgnæfandi fjöldi svarenda óskaði eftir stuðningi við íslenskukennslu þar sem þeir töldu að það myndi hafa beinar afleiðingar fyrir efnahags- og samfélagsvöxt ef ekkert væri gert í því. Ef ekki er brugðist við myndi það áfram hafa áhrif á konur af erlendum uppruna sem upplifa ójöfnuð í samfélaginu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá hafi samtökin hvatt yfirvöld, vinnuveitendur, og sveitarfélög til að taka mark á og bregðast við þessum niðurstöðum. Stéttarfélögum eigi að vera skylt að styðja við jafnrétti Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi mæla eindregið með því að forysta stéttarfélaga með félagsmenn af erlendum uppruna geri rannsóknir meðal félagsmanna, af erlendum uppruna, til að ákvarða hversu mikilvægur stuðningur atvinnurekenda á íslensku sé. „Stéttarfélögum sem þiggja háar fjárhæðir félagsgjalda frá félagsmönnum af erlendum uppruna, á að vera skylt að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni í að styðja við jafnrétti á vinnumarkaði og raunveruleg tækifæri til árangurs á íslenskum vinnumarkaði fyrir starfsmenn af fjölbreyttum uppruna,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að lokum að það sé samtökunum mikil ánægja að sjá fræðimenn úr íslenska menntakerfinu loksins standa með þeim í að viðurkenna þá skyldu vinnumarkaðarins að styðja við víðtækari aðgang að tækifærum til að læra íslenska tungu. „Auk þess vonum við innilega að yfirlýsing okkar verði tekin til greina af forystu beggja megin samningaborðsins í kjarasamningaviðræðum,“ segir í yfirlýsingunni. Stéttarfélög Innflytjendamál Kjaramál Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir orð Sólveigar Önnu sýna hroka Formaður Bandalags háskólamanna segir fráleitt að afskrifa þá kröfu í kjarasamningum að erlendu starfsfólki verði gefinn kostur á að læra íslensku á vinnutíma. Hann segir að orð Sólveigar Önnu sýna hroka, enda sé íslenskukennsla öllum í hag. Honum detti ekki til hugar að afskrifa slíkar hugmyndir þá þegar. 11. september 2022 17:24 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði við RÚV fyrr í dag að það væri „afskaplega undarlegt að þau sem tilheyra einhverri menntaelítu skuli ætla að setja ábyrgðina á verkalýðsfélög verka- og láglaunafólks sem augljóslega hafa um stærri og veigameiri hluti að hugsa um akkúrat núna heldur en það að vernda íslensku þjóðtunguna.“ Sú krafa væri ekki ofarlega á lista verkalýðshreyfingarinnar. Það voru viðbrögð við grein Eiríks Rögnvaldssonar, sem hann birti hér á Vísi á dögunum, þar sem hann sagði að upplagt væri að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum kjarasamningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á íslenskukennslu á vinnutíma. „Við mótmælum því harðlega að eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum fyrir starfsfólk af erlendum uppruna komi frá menntaelítu. Raunveruleikinn er sá að hann kemur í flestum tilfellum beint frá okkur. Við vonum svo sannarlega að þau stéttarfélög sem berjast fyrir jöfnum launum og jafnrétti á vinnumarkaði, skilji gildi þess að veita okkur jafnan aðgang að íslenskri tungu auk sveigjanleika og stuðningi vinnuveitenda við að læra hana,“ segir í yfirlýsingu Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Bætt aðgengi að íslenskunámskeiðum mikilvægasta aðgerðin Samtökin benda á niðurstöður könnunar sem þau gerðu árið 2021. „Mikilvægasta aðgerð sem hægt væri að ráðist í myndi tengjast stuðningi við aðgang að vönduðum íslenskunámskeiðum. Yfirgnæfandi fjöldi svarenda óskaði eftir stuðningi við íslenskukennslu þar sem þeir töldu að það myndi hafa beinar afleiðingar fyrir efnahags- og samfélagsvöxt ef ekkert væri gert í því. Ef ekki er brugðist við myndi það áfram hafa áhrif á konur af erlendum uppruna sem upplifa ójöfnuð í samfélaginu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá hafi samtökin hvatt yfirvöld, vinnuveitendur, og sveitarfélög til að taka mark á og bregðast við þessum niðurstöðum. Stéttarfélögum eigi að vera skylt að styðja við jafnrétti Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi mæla eindregið með því að forysta stéttarfélaga með félagsmenn af erlendum uppruna geri rannsóknir meðal félagsmanna, af erlendum uppruna, til að ákvarða hversu mikilvægur stuðningur atvinnurekenda á íslensku sé. „Stéttarfélögum sem þiggja háar fjárhæðir félagsgjalda frá félagsmönnum af erlendum uppruna, á að vera skylt að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni í að styðja við jafnrétti á vinnumarkaði og raunveruleg tækifæri til árangurs á íslenskum vinnumarkaði fyrir starfsmenn af fjölbreyttum uppruna,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að lokum að það sé samtökunum mikil ánægja að sjá fræðimenn úr íslenska menntakerfinu loksins standa með þeim í að viðurkenna þá skyldu vinnumarkaðarins að styðja við víðtækari aðgang að tækifærum til að læra íslenska tungu. „Auk þess vonum við innilega að yfirlýsing okkar verði tekin til greina af forystu beggja megin samningaborðsins í kjarasamningaviðræðum,“ segir í yfirlýsingunni.
Stéttarfélög Innflytjendamál Kjaramál Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir orð Sólveigar Önnu sýna hroka Formaður Bandalags háskólamanna segir fráleitt að afskrifa þá kröfu í kjarasamningum að erlendu starfsfólki verði gefinn kostur á að læra íslensku á vinnutíma. Hann segir að orð Sólveigar Önnu sýna hroka, enda sé íslenskukennsla öllum í hag. Honum detti ekki til hugar að afskrifa slíkar hugmyndir þá þegar. 11. september 2022 17:24 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Segir orð Sólveigar Önnu sýna hroka Formaður Bandalags háskólamanna segir fráleitt að afskrifa þá kröfu í kjarasamningum að erlendu starfsfólki verði gefinn kostur á að læra íslensku á vinnutíma. Hann segir að orð Sólveigar Önnu sýna hroka, enda sé íslenskukennsla öllum í hag. Honum detti ekki til hugar að afskrifa slíkar hugmyndir þá þegar. 11. september 2022 17:24
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?