„Það er enginn að verja Ingvar“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 13:30 Ingvar Jónsson reyndi að teygja sig í boltann, í baráttu við tvo Keflvíkinga, en boltinn hafnaði í netinu. Stöð 2 Sport Sérfræðingarnir í Stúkunni á Stöð 2 Sport voru allir sammála um það að löglegt mark hefði verið tekið af Keflvíkingum í gær þegar liðið tapaði gegn Víkingi í Bestu deild karla í fótbolta. Keflvíkingar virtust hafa jafnað metin í 1-1 þegar hornspyrna sveif yfir Ingvar Jónsson og inn í mark Víkinga. Dómari leiksins, Jóhann Ingi Jónsson, var ekki á sama máli og dæmdi aukaspyrnu á Keflvíkinga sem á endanum töpuðu leiknum 3-0. „Mér finnst Víkingar vera að bjóða Keflvíkingum upp í þennan dans,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um „draugamark“ Keflvíkinga. „Það er enginn að verja Ingvar, sem mér finnst óskiljanlegt. Hann er skilinn eftir með 2-3 Keflvíkingum og þeir geta bara myndað blokk fyrir framan hann. Þeir mega það alveg, og hann eðlilega kemst ekkert í boltann. Ég skil ekki af hverju enginn af varnarmönnunum er þarna að aðstoða hann og verja markvörðinn sinn,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Stúkan - Mark dæmt af Keflavík Baldur Sigurðsson tók í sama streng og gagnrýndi uppstillingu Víkinga í horninu: „Þetta mætti vera löglegt bara vegna þess hvernig Víkingarnir stilla upp í þessu horni. Það er meðvindur og boltinn alltaf að fara að skrúfast að markinu. Þeir skilja Ingvar eftir einan og það er meðvituð ákvörðun. Síðan taka þeir allir skrefið út, vindurinn tekur boltann og Ingvar lendir á vegg,“ sagði Baldur og taldi Keflvíkinga ekki hafa brotið af sér: „Það eru tveir menn sem standa þarna, þeir eru smá eins og senter í körfubolta, setja rassinn aðeins út, en það er ekki meira en það og að því leitinu til finnst mér þetta bara vera löglegt mark.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Keflavík ÍF Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Sjá meira
Keflvíkingar virtust hafa jafnað metin í 1-1 þegar hornspyrna sveif yfir Ingvar Jónsson og inn í mark Víkinga. Dómari leiksins, Jóhann Ingi Jónsson, var ekki á sama máli og dæmdi aukaspyrnu á Keflvíkinga sem á endanum töpuðu leiknum 3-0. „Mér finnst Víkingar vera að bjóða Keflvíkingum upp í þennan dans,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um „draugamark“ Keflvíkinga. „Það er enginn að verja Ingvar, sem mér finnst óskiljanlegt. Hann er skilinn eftir með 2-3 Keflvíkingum og þeir geta bara myndað blokk fyrir framan hann. Þeir mega það alveg, og hann eðlilega kemst ekkert í boltann. Ég skil ekki af hverju enginn af varnarmönnunum er þarna að aðstoða hann og verja markvörðinn sinn,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Stúkan - Mark dæmt af Keflavík Baldur Sigurðsson tók í sama streng og gagnrýndi uppstillingu Víkinga í horninu: „Þetta mætti vera löglegt bara vegna þess hvernig Víkingarnir stilla upp í þessu horni. Það er meðvindur og boltinn alltaf að fara að skrúfast að markinu. Þeir skilja Ingvar eftir einan og það er meðvituð ákvörðun. Síðan taka þeir allir skrefið út, vindurinn tekur boltann og Ingvar lendir á vegg,“ sagði Baldur og taldi Keflvíkinga ekki hafa brotið af sér: „Það eru tveir menn sem standa þarna, þeir eru smá eins og senter í körfubolta, setja rassinn aðeins út, en það er ekki meira en það og að því leitinu til finnst mér þetta bara vera löglegt mark.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Keflavík ÍF Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Sjá meira