Þeir úkraínsku „bálreiðir“ yfir sölu UEFA til Rússlands Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 09:01 Fáir standa eftir úr leikmannahópi Shakhtar síðan í fyrra vegna ástandsins í Úkraínu. Milos Bicanski/Getty Images Forráðamenn úkraínska fótboltaliðsins Shakhtar Donetsk eru æfir út í stjórnarfólk hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir að selja sjónvarpsrétt á leik liðsins til rússneskrar sjónvarpsstöðvar. Shakhtar er staðsett í Donetsk í austurhluta Úkraínu og hefur ekki spilað leiki á heimavelli sínum frá því árið 2014, þegar innrás Rússa á Krímskaga hófst. Töluverðar skemmdir urðu á heimavelli þeirra, Donbass-vellinum, í sprengjuárásum Rússa þá. Shakhtar hefur síðan leikið alla heimaleiki sína í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Eftir að Rússar réðust aftur inn í landið af fullu afli í febrúar síðastliðnum hafa Evrópuleikir félagsins ekki getað farið fram í Úkraínu. Shakhtar mun því leika fyrsta heimaleik sinn í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld, sem og aðra heimaleiki sína í keppninni, í Varsjá í Póllandi. Shakhtar vann frækinn 4-1 útisigur á RB Leipzig í fyrsta leik, en leikmannahópur félagsins er nánast óþekkjanlegur vegna ástandsins. Fjölmargir leikmenn yfirgáfu félagið vegna innrásar Rússa. Fimm Brasilíumenn voru seldir í sumar og fimm landar þeirra í viðbót yfirgáfu félagið á láni, auk Ísraelans Manor Solomon sem fór á láni til Fulham á Englandi. Fáir sem engir byrjunarliðsmenn félagsins standa eftir frá því í fyrra og er liðið nánast einvörðungu skipað heimamönnum - enda fengu erlendir leikmenn sérstaka undanþágu frá knattspyrnuyfirvöldum til að yfirgefa úkraínsk félagslið vegna innrásarinnar. Það gerir sigur Shakhtar á Leipzig þeim mun merkilegri en næsta verkefni þeirra er að mæta Celtic frá Skotlandi í Varsjá annað kvöld. Forráðamenn félagsins komust hins vegar að því í vikunni að UEFA hefði selt sýningarrétt á leiknum til rússneskrar sjónvarpsstöðvar, Match TV, sem er í eigu orkurisans Gazprom. Gazprom var einn af aðalstyrktaraðilum Meistaradeildarinnar áður en innrás Rússa hófst en UEFA rifti þeim samningi einhliða eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Vegna þessa er Shakhtar-mönnum fyrirmunað að skilja hvers vegna UEFA ákveður að semja við aðila á þess vegum nú. „Við erum bálreiðir yfir þessari ákvörðun. Árásarþjóðina þarf að einangra eins mikið og mögulegt er,“ segir háttsettur stjórnandi hjá Shakhtar. „Við erum andsnúnir ekki aðeins þátttöku rússneskra félagsliða í evrópskum keppnum, en við köllum einnig eftir því að Rússar verði útilokaðir frá öllum alþjóðlegum keppnum, þar á meðal þeim á snærum UEFA og FIFA.“ Leikur Shakhtar og Celtic er klukkan 16:45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Alla Meistaradeildarleiki á dagskrá hjá Stöð 2 Sport má sjá að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu UEFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Shakhtar er staðsett í Donetsk í austurhluta Úkraínu og hefur ekki spilað leiki á heimavelli sínum frá því árið 2014, þegar innrás Rússa á Krímskaga hófst. Töluverðar skemmdir urðu á heimavelli þeirra, Donbass-vellinum, í sprengjuárásum Rússa þá. Shakhtar hefur síðan leikið alla heimaleiki sína í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Eftir að Rússar réðust aftur inn í landið af fullu afli í febrúar síðastliðnum hafa Evrópuleikir félagsins ekki getað farið fram í Úkraínu. Shakhtar mun því leika fyrsta heimaleik sinn í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld, sem og aðra heimaleiki sína í keppninni, í Varsjá í Póllandi. Shakhtar vann frækinn 4-1 útisigur á RB Leipzig í fyrsta leik, en leikmannahópur félagsins er nánast óþekkjanlegur vegna ástandsins. Fjölmargir leikmenn yfirgáfu félagið vegna innrásar Rússa. Fimm Brasilíumenn voru seldir í sumar og fimm landar þeirra í viðbót yfirgáfu félagið á láni, auk Ísraelans Manor Solomon sem fór á láni til Fulham á Englandi. Fáir sem engir byrjunarliðsmenn félagsins standa eftir frá því í fyrra og er liðið nánast einvörðungu skipað heimamönnum - enda fengu erlendir leikmenn sérstaka undanþágu frá knattspyrnuyfirvöldum til að yfirgefa úkraínsk félagslið vegna innrásarinnar. Það gerir sigur Shakhtar á Leipzig þeim mun merkilegri en næsta verkefni þeirra er að mæta Celtic frá Skotlandi í Varsjá annað kvöld. Forráðamenn félagsins komust hins vegar að því í vikunni að UEFA hefði selt sýningarrétt á leiknum til rússneskrar sjónvarpsstöðvar, Match TV, sem er í eigu orkurisans Gazprom. Gazprom var einn af aðalstyrktaraðilum Meistaradeildarinnar áður en innrás Rússa hófst en UEFA rifti þeim samningi einhliða eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Vegna þessa er Shakhtar-mönnum fyrirmunað að skilja hvers vegna UEFA ákveður að semja við aðila á þess vegum nú. „Við erum bálreiðir yfir þessari ákvörðun. Árásarþjóðina þarf að einangra eins mikið og mögulegt er,“ segir háttsettur stjórnandi hjá Shakhtar. „Við erum andsnúnir ekki aðeins þátttöku rússneskra félagsliða í evrópskum keppnum, en við köllum einnig eftir því að Rússar verði útilokaðir frá öllum alþjóðlegum keppnum, þar á meðal þeim á snærum UEFA og FIFA.“ Leikur Shakhtar og Celtic er klukkan 16:45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Alla Meistaradeildarleiki á dagskrá hjá Stöð 2 Sport má sjá að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu UEFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira