Lá við hávaðakvörtun á hótelinu: „Ég öskraði svo mikið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 13:01 Nökkvi Þeyr Þórisson er að koma sér hægt og rólega fyrir í Belgíu. Vísir/Hulda Margrét „Það er liðin vika síðan ég kom út. Ég er ástfanginn af borginni, hún er eins flott og allir tala um,“ segir Nökkvi Þeyr Þórisson um Antwerpen, hvar hann mun spila fótbolta með Beerschot næstu misserin. Nökkvi samdi við liðið í síðustu viku og er spenntur fyrir verkefninu. Nökkvi Þeyr var nýbúinn að skoða íbúð þegar Vísi sló á þráðinn til hans. Hann hefur búið á hóteli frá því að hann kom til félagsins en vonast til að koma sér fyrir sem fyrst. „Ég var einmitt að klára að skoða íbúð. Þannig að það gengur vel að koma sér fyrir. Það er mikilvægt að klára það sem fyrst svo maður geti einbeitt sér alfarið að fótboltanum. Eins og er þá erum við kærastan mín á hóteli á meðan þau mál leysast,“ „Ég er nokkuð viss um að við fáum þessa íbúð. Hún [María Lillý Ragnarsdóttir, kærasta Nökkva] var ástfangin af íbúðinni og hún ræður öllu þegar kemur að þessum málum. Svo lengi sem hún er glöð þá er ég glaður,“ sagði Nökkvi og hló við. View this post on Instagram A post shared by Mari a Lilly Ragnarsdo ttir (@marialillyy) Gríðarlegt stress Nökkvi segir ákvörðunina að yfirgefa KA-menn á þessum tímapunkti hafa verið erfiða. Hann styður vel við sína menn og segist hafa misst sig þegar hann sá KA vinna topplið Breiðabliks 2-1 á sunnudaginn var. „Ég horfði á leikinn og María þurfti að sussa á mig því maður var búinn að gleyma því að maður væri á hótelherbergi. Ég öskraði svo mikið og það var varla hægt að tala við mig á meðan leikurinn var í gangi, ég var svo einbeittur að horfa og algjört stress. Ég er miklu stressaðri að horfa á leik heldur en að spila leikinn. Það sem það var sætt að sjá þá vinna og kannski ennþá sætara í ljósi þess að ég tók þessa ákvörðun,“ segir Nökkvi Þeyr. Klippa: Viðtal við Nökkva Þey Erfitt að yfirgefa liðið á þessum tímapunkti Nökkvi segir sigurinn hafa verið enn sætari í ljósi þess að hann hafi verið með örlítið samviskubit yfir því að yfirgefa KA-menn í miðri baráttu um Evrópusæti, sérstaklega þar sem félagsskiptaglugginn var lokaður. Hann er þess þó fullviss um að KA-menn geri vel í þeirri baráttu. „Það spilaði mikið inn í af því að ég vissi að þeir væru ekki taka mann inn,“ segir Nökkvi. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig að taka þessa ákvörðun en svo þegar maður er kannski smá eigingjarn og horfir á sinn feril þá auðveldaði það manni að taka þessa ákvörðun. Það sem hjálpaði mér líka er að ég veit gæðin í strákunum og ég veit hversu góður hópur þetta er. Ég vissi strax að ef ég myndi fara þá myndi maður stíga upp og það kæmi maður í manns stað,“ „Þetta er það góður hópur að ég hafði í raun engar áhyggjur af þeim þó að ég myndi fara,“ segir Nökkvi Þeyr. Ummæli Nökkva Þeys má sjá í spilaranum að ofan. Belgíski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira
Nökkvi Þeyr var nýbúinn að skoða íbúð þegar Vísi sló á þráðinn til hans. Hann hefur búið á hóteli frá því að hann kom til félagsins en vonast til að koma sér fyrir sem fyrst. „Ég var einmitt að klára að skoða íbúð. Þannig að það gengur vel að koma sér fyrir. Það er mikilvægt að klára það sem fyrst svo maður geti einbeitt sér alfarið að fótboltanum. Eins og er þá erum við kærastan mín á hóteli á meðan þau mál leysast,“ „Ég er nokkuð viss um að við fáum þessa íbúð. Hún [María Lillý Ragnarsdóttir, kærasta Nökkva] var ástfangin af íbúðinni og hún ræður öllu þegar kemur að þessum málum. Svo lengi sem hún er glöð þá er ég glaður,“ sagði Nökkvi og hló við. View this post on Instagram A post shared by Mari a Lilly Ragnarsdo ttir (@marialillyy) Gríðarlegt stress Nökkvi segir ákvörðunina að yfirgefa KA-menn á þessum tímapunkti hafa verið erfiða. Hann styður vel við sína menn og segist hafa misst sig þegar hann sá KA vinna topplið Breiðabliks 2-1 á sunnudaginn var. „Ég horfði á leikinn og María þurfti að sussa á mig því maður var búinn að gleyma því að maður væri á hótelherbergi. Ég öskraði svo mikið og það var varla hægt að tala við mig á meðan leikurinn var í gangi, ég var svo einbeittur að horfa og algjört stress. Ég er miklu stressaðri að horfa á leik heldur en að spila leikinn. Það sem það var sætt að sjá þá vinna og kannski ennþá sætara í ljósi þess að ég tók þessa ákvörðun,“ segir Nökkvi Þeyr. Klippa: Viðtal við Nökkva Þey Erfitt að yfirgefa liðið á þessum tímapunkti Nökkvi segir sigurinn hafa verið enn sætari í ljósi þess að hann hafi verið með örlítið samviskubit yfir því að yfirgefa KA-menn í miðri baráttu um Evrópusæti, sérstaklega þar sem félagsskiptaglugginn var lokaður. Hann er þess þó fullviss um að KA-menn geri vel í þeirri baráttu. „Það spilaði mikið inn í af því að ég vissi að þeir væru ekki taka mann inn,“ segir Nökkvi. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig að taka þessa ákvörðun en svo þegar maður er kannski smá eigingjarn og horfir á sinn feril þá auðveldaði það manni að taka þessa ákvörðun. Það sem hjálpaði mér líka er að ég veit gæðin í strákunum og ég veit hversu góður hópur þetta er. Ég vissi strax að ef ég myndi fara þá myndi maður stíga upp og það kæmi maður í manns stað,“ „Þetta er það góður hópur að ég hafði í raun engar áhyggjur af þeim þó að ég myndi fara,“ segir Nökkvi Þeyr. Ummæli Nökkva Þeys má sjá í spilaranum að ofan.
Belgíski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira