Spánverjar komu til baka og fara í undanúrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 17:08 Willy Hernángomez var stigahæstur Spánverja. Soeren Stache/picture alliance via Getty Images Spánverjar eru komnir í undanúrslit á Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket, eftir 100-90 sigur á Finnum í 8-liða úrslitum í Berlín í dag. Þeir mæta annað hvort Þýskalandi eða Grikklandi í undanúrslitunum. 8-liða úrslitin fóru af stað með leik Finnlands og Spánar í dag. Finnar höfðu lagt Króata 94-86 í 16-liða úrslitum í fyrradag en degi fyrr hafði Spánn betur 102-94 gegn Litáen eftir framlengdan leik. Þeir finnsku fóru töluvert betur af stað og náði snemma undirhöndinni. Magnaður flautuþristur Mikaels Jantunen frá eigin vallarhelmingi gaf Finnlandi ellefu stiga forskot, 30-19, að fyrsta leikhluta loknum. SHOW ME THE MONEEEEEEY! @mikaeljantunen with the half-court #TissotBuzzerBeater! #EuroBasket x #BringTheNoise pic.twitter.com/eAF32Vayyh— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 13, 2022 Spánverjum gekk illa að brúa bilið í öðrum leikhluta og þegar hálfleiksflautið gall var munurinn níu stig, 52-43 fyrir Finnland. Útlitið alls ekki gott fyrir Spánverja sem voru alls ekki sannfærandi í fyrri hálfleik. Eftir hálfleikshléið tóku Spánverjar við sér. Þeir skoruðu átta af fyrstu níu stigum leikhlutans til að minnka muninn í 53-51 og tókst svo að jafna 57-57. Þeir léu kné fylgja kviði og leiddu með 73-67. Year 18 of clutch Rudy Fernandez threes#EuroBasket x #BringTheNoise https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/fz1x7JbbDg— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 13, 2022 Þeir spænsku létu kné fylgja kviði og þrátt fyrir að þeir hafi lítið bætt við forystuna virtist aldrei líklegt að Finnar myndu minnka muninn eða jafna leikinn. Ef vonin var einhver þá slökkti Rudy Fernández í þeim vonarneista með tveimur flottum þriggja stiga körfum á lokakafla leiks sem Spánn vann 100-90. Willly Hernángomez stóð upp úr hjá Spánverjum með 27 stig, en Lorenzo Brown skoraði tíu stig og gaf ellefu stoðsendingar. Lauri Markkanen skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst fyrir Finna. Spánverjar mæta annað hvort Þýskalandi eða Grikklandi í undanúrslitum en þau eigast við í 8-liða úrslitunum í kvöld. EuroBasket 2022 Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira
8-liða úrslitin fóru af stað með leik Finnlands og Spánar í dag. Finnar höfðu lagt Króata 94-86 í 16-liða úrslitum í fyrradag en degi fyrr hafði Spánn betur 102-94 gegn Litáen eftir framlengdan leik. Þeir finnsku fóru töluvert betur af stað og náði snemma undirhöndinni. Magnaður flautuþristur Mikaels Jantunen frá eigin vallarhelmingi gaf Finnlandi ellefu stiga forskot, 30-19, að fyrsta leikhluta loknum. SHOW ME THE MONEEEEEEY! @mikaeljantunen with the half-court #TissotBuzzerBeater! #EuroBasket x #BringTheNoise pic.twitter.com/eAF32Vayyh— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 13, 2022 Spánverjum gekk illa að brúa bilið í öðrum leikhluta og þegar hálfleiksflautið gall var munurinn níu stig, 52-43 fyrir Finnland. Útlitið alls ekki gott fyrir Spánverja sem voru alls ekki sannfærandi í fyrri hálfleik. Eftir hálfleikshléið tóku Spánverjar við sér. Þeir skoruðu átta af fyrstu níu stigum leikhlutans til að minnka muninn í 53-51 og tókst svo að jafna 57-57. Þeir léu kné fylgja kviði og leiddu með 73-67. Year 18 of clutch Rudy Fernandez threes#EuroBasket x #BringTheNoise https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/fz1x7JbbDg— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 13, 2022 Þeir spænsku létu kné fylgja kviði og þrátt fyrir að þeir hafi lítið bætt við forystuna virtist aldrei líklegt að Finnar myndu minnka muninn eða jafna leikinn. Ef vonin var einhver þá slökkti Rudy Fernández í þeim vonarneista með tveimur flottum þriggja stiga körfum á lokakafla leiks sem Spánn vann 100-90. Willly Hernángomez stóð upp úr hjá Spánverjum með 27 stig, en Lorenzo Brown skoraði tíu stig og gaf ellefu stoðsendingar. Lauri Markkanen skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst fyrir Finna. Spánverjar mæta annað hvort Þýskalandi eða Grikklandi í undanúrslitum en þau eigast við í 8-liða úrslitunum í kvöld.
EuroBasket 2022 Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira