Síðasta nótt drottningarinnar í Buckingham-höll Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2022 23:31 Kista Elísabetar verður í Buckingham-höll í nótt. Wiktor Szymanowicz/Anadolu Agency via Getty Kista Elísabetar II Englandsdrottningar er komin í Buckingham-höll, þar sem hún verður þar til á morgun. Börn drottningarinnar og barnabörn tóku á móti henni í höllinni, sem var heimili hennar frá því hún tók við embætti og til ársins 2020. Kistan var flutt frá kirkju heilags Giles í Edinborg í dag í Buckingham-höll. Á morgun verður hún síðan færð í Westminster, þar sem almenningi mun gefast færi á að votta drottningunni virðingu sína fram að útförinni á mánudag, sem mun fara fram í Westminster. Drottningin verður hins vegar borin til grafar í Windsor, nánar tiltekið í kapellu kenndri við Georg VI, föður hennar. Þar mun hún hvíla ásamt Filippusi, eiginmanni sínum, sem lést á síðasta ári. Anna prinsessa fylgdi kistu móður sinnar frá Edinborg og þúsundir fylgdust með bílalestinni. Á flugvellinum í Edinborg var þjóðsöngurinn leikinn þegar flugvélin sem flutti drottninguna til Lundúna tók á loft. Þá var fjöldi fólks kominn saman við Buckingham-höll þegar ekið var með kistu drottningarinnar inn um hallarhliðið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Lundúnabúanum Alex Myers að andrúmsloftið við höllina þegar líkfylgd drottningarinnar kom á svæðið hafi verið magnað. „Mér finnst að þessi bylgja kærleiks hafi verið ótrúleg,“ sagði hún, áður en hún bjó sig undir að fara heim að athöfninni lokinni. Þá hafði hún beðið í nokkrar klukkustundir við höllina. Vilja tryggja þögn yfir London Á morgun verður kistan flutt úr höllinni og í Westminster. Flutningarnir munu hefjast á slaginu 14:22 aða staðartíma. Greint hefur verið frá því að flugferðir frá Heathrow gætu raskast lítillega til að tryggja að þögn verði í lofthelgi Lundúna meðan kistan verður flutt á milli staða. Í Westminster mun kistan liggja þar til á mánudag, en almenningi mun gefast kostur á að koma þangað og votta drottningunni sálugu virðingu sína. Búist er við því að yfir 400.000 manns muni leggja leið sína þangað. Bjó í Buckingham í áratugi Buckingham-höll var heimili drottningarinnar frá því hún var krýnd formlega árið 1953 og allt til upphafs kórónuveirufaraldursins í mars 2020. Eftir það varði hún tíma sínum í hinum ýmsu fasteigum krúnunnar eða sínum eigin. Heimili hennar frá þeim tíma var þó Windsor-kastali. Drottningin er þó sögð hafa haft efasemdir um ágæti þess að búa í Buckingham-höll. Breska ríkistúvarpið greinir frá því að Penny Junior, ævisöguritari konungsfjölskyldunnar, segi frá því í bók sinni, The Firm, að drottningin hafi viljað búa í Clarence House í London. Þar hafði hún búið ásamt Filippusi eiginmanni sínum frá því þau giftu sig árið 1947. Eftir að hafa verið krýnd árið 1953 hafi þáverandi forsætisráðherra Bretlands, Winston Churchill, hins vegar ráðlagt drottningunni að flytja í Buckingham-höll, sem hún og gerði. Kóngafólk Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira
Kistan var flutt frá kirkju heilags Giles í Edinborg í dag í Buckingham-höll. Á morgun verður hún síðan færð í Westminster, þar sem almenningi mun gefast færi á að votta drottningunni virðingu sína fram að útförinni á mánudag, sem mun fara fram í Westminster. Drottningin verður hins vegar borin til grafar í Windsor, nánar tiltekið í kapellu kenndri við Georg VI, föður hennar. Þar mun hún hvíla ásamt Filippusi, eiginmanni sínum, sem lést á síðasta ári. Anna prinsessa fylgdi kistu móður sinnar frá Edinborg og þúsundir fylgdust með bílalestinni. Á flugvellinum í Edinborg var þjóðsöngurinn leikinn þegar flugvélin sem flutti drottninguna til Lundúna tók á loft. Þá var fjöldi fólks kominn saman við Buckingham-höll þegar ekið var með kistu drottningarinnar inn um hallarhliðið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Lundúnabúanum Alex Myers að andrúmsloftið við höllina þegar líkfylgd drottningarinnar kom á svæðið hafi verið magnað. „Mér finnst að þessi bylgja kærleiks hafi verið ótrúleg,“ sagði hún, áður en hún bjó sig undir að fara heim að athöfninni lokinni. Þá hafði hún beðið í nokkrar klukkustundir við höllina. Vilja tryggja þögn yfir London Á morgun verður kistan flutt úr höllinni og í Westminster. Flutningarnir munu hefjast á slaginu 14:22 aða staðartíma. Greint hefur verið frá því að flugferðir frá Heathrow gætu raskast lítillega til að tryggja að þögn verði í lofthelgi Lundúna meðan kistan verður flutt á milli staða. Í Westminster mun kistan liggja þar til á mánudag, en almenningi mun gefast kostur á að koma þangað og votta drottningunni sálugu virðingu sína. Búist er við því að yfir 400.000 manns muni leggja leið sína þangað. Bjó í Buckingham í áratugi Buckingham-höll var heimili drottningarinnar frá því hún var krýnd formlega árið 1953 og allt til upphafs kórónuveirufaraldursins í mars 2020. Eftir það varði hún tíma sínum í hinum ýmsu fasteigum krúnunnar eða sínum eigin. Heimili hennar frá þeim tíma var þó Windsor-kastali. Drottningin er þó sögð hafa haft efasemdir um ágæti þess að búa í Buckingham-höll. Breska ríkistúvarpið greinir frá því að Penny Junior, ævisöguritari konungsfjölskyldunnar, segi frá því í bók sinni, The Firm, að drottningin hafi viljað búa í Clarence House í London. Þar hafði hún búið ásamt Filippusi eiginmanni sínum frá því þau giftu sig árið 1947. Eftir að hafa verið krýnd árið 1953 hafi þáverandi forsætisráðherra Bretlands, Winston Churchill, hins vegar ráðlagt drottningunni að flytja í Buckingham-höll, sem hún og gerði.
Kóngafólk Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira