Hópfimleikaveislan hefst í annað sinn á níu mánuðum Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 07:30 Íslenski hópurinn í Leifsstöð áður en lagt var af stað til Lúxemborgar þar sem EM fer fram næstu daga. FSÍ Um hundrað Íslendingar eru nú mættir til Lúxemborgar þar sem í dag hefst Evrópumótið í hópfimleikum. Kvennalandslið Íslands á titil að verja. Aðeins rúmir níu mánuðir eru frá því að Evrópumótið fór síðast fram, í Portúgal undir lok síðasta árs en því móti, sem fara átti fram árið 2020, hafði verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Alls sendir Ísland fimm lið til keppni á mótinu í ár, eða í öllum flokkum nema blönduðum liðum fullorðinna. Mótið hefst í dag á keppni unglinga, þar sem keppt er í drengja-, stúlkna- og blönduðum flokki, í undanúrslitum. Undanúrslitin hjá fullorðnum eru svo á morgun. Dagskráin á EM í hópfimleikum. Kvennalandslið Íslands á eins og fyrr segir titil að verja eftir að hafa unnið til gullverðlauna í fyrra í þriðja sinn, eftir harða baráttu við Svía líkt og svo oft áður. Karlalandsliðið náði sömuleiðis sínum besta árangri þegar liðið vann til verðlauna í fyrsta sinn með því að hafna í 2. sæti. Ásta Kristinsdóttir og Helgi Laxdal Aðalgeirsson, sem valin voru í úrvalslið EM í fyrra, eru á sínum stað í íslenska hópnum en íslenski hópurinn varð aftur á móti fyrir miklu áfalli rétt fyrir mót, þegar Kolbrún Þöll Þorradóttir, sem varð í 2. sæti í kjöri íþróttamanns ársins í fyrra, sleit hásin á æfingu. Huggun er þó harmi gegn að Andrea Sif Pétursdóttir snýr aftur eftir að hafa slasast illa á EM í fyrra. Alls eiga sautján lönd lið á EM í ár og þau skipa 598 keppendur, þar af 318 fullorðnir en 280 unglingar. Mótinu lýkur á laugardag með úrslitum í flokki fullorðinna. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Aðeins rúmir níu mánuðir eru frá því að Evrópumótið fór síðast fram, í Portúgal undir lok síðasta árs en því móti, sem fara átti fram árið 2020, hafði verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Alls sendir Ísland fimm lið til keppni á mótinu í ár, eða í öllum flokkum nema blönduðum liðum fullorðinna. Mótið hefst í dag á keppni unglinga, þar sem keppt er í drengja-, stúlkna- og blönduðum flokki, í undanúrslitum. Undanúrslitin hjá fullorðnum eru svo á morgun. Dagskráin á EM í hópfimleikum. Kvennalandslið Íslands á eins og fyrr segir titil að verja eftir að hafa unnið til gullverðlauna í fyrra í þriðja sinn, eftir harða baráttu við Svía líkt og svo oft áður. Karlalandsliðið náði sömuleiðis sínum besta árangri þegar liðið vann til verðlauna í fyrsta sinn með því að hafna í 2. sæti. Ásta Kristinsdóttir og Helgi Laxdal Aðalgeirsson, sem valin voru í úrvalslið EM í fyrra, eru á sínum stað í íslenska hópnum en íslenski hópurinn varð aftur á móti fyrir miklu áfalli rétt fyrir mót, þegar Kolbrún Þöll Þorradóttir, sem varð í 2. sæti í kjöri íþróttamanns ársins í fyrra, sleit hásin á æfingu. Huggun er þó harmi gegn að Andrea Sif Pétursdóttir snýr aftur eftir að hafa slasast illa á EM í fyrra. Alls eiga sautján lönd lið á EM í ár og þau skipa 598 keppendur, þar af 318 fullorðnir en 280 unglingar. Mótinu lýkur á laugardag með úrslitum í flokki fullorðinna.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira