„Hefði betur átt að sleppa túnfiskssamloku fyrir æfingu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. september 2022 13:01 Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir keyrði sig út á æfingu Selfoss. Stöð 2 Sport Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór í vettvangsferð á Selfoss ásamt þáttastjórnandanum Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Þær kíktu á æfingu hjá nýliðunum og tóku stöðuna fyrir komandi tímabil. Selfoss vann Grill 66-deild kvenna úí fyrra og er því nýliði í deild þeirra bestu. Því var staðan tekin á liðinu þar sem Brynhildur var vel gíruð og mætti í Selfoss-treyju á æfinguna. „Ég á vinkonu sem á bróður, Magnús Öder Einarsson,“ þar á Brynhildur við um fyrrum leikmann Selfoss sem virðist hafa lánað henni treyjuna sína. Klippa: Seinni bylgjan: Brynhildur á Selfossi Misvel gekk hjá henni að finna netmöskvana og kveðst hún óviss um hvort hún hafi heillað Eyþór Lárusson, þjálfara liðsins. „Ég held ég sé alveg sammála því. Ég verð bara að játa mig sigraða. En ég á allavega sæti í Seinni bylgjunni,“ segir Brynhildur en Svava Kristín sagðist þá þurfa að sjá til með það. „Ég er farin að finna fyrir því, ég hefði betur átt að sleppa að fá mér túnfiskssamloku fyrir æfingu,“ Brynhildur býst þá við miklu af Selfoss-liðinu sem hafi lofað góðu á æfingunni. „Mér finnst þetta betri nýliðar en hafa verið að koma upp. Þær eru drulluflottar hérna á æfingu og ég er bara mjög spennt fyrir þeim. Ég er ekki að fara að skila þessari treyju. Vínrauður fer mér mjög vel og ég býst við nokkrum stigum frá þeim,“ Einnig er rætt við Kötlu Maríu Magnúsdóttur sem skipti frá Stjörnunni yfir í Selfoss í sumar. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Selfoss hefur leik í Olís-deildinni á laugardaginn þegar liðið heimsækir HK klukkan 18:00. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og fyrsti leikur mótsins annað kvöld er Stjarnan mætir Fram. Þá verður tvíhöfði í Garðabæ þar sem bæði kvennalið Stjörnunnar og Fram mætast. Alla fyrstu umferðina í Olís-deild kvenna má sjá að neðan. Fyrsta umferð Olís-deildar kvenna Fimmtudagur 15. september 18:00 Stjarnan - Fram (Stöð 2 Sport) Föstudagur 16. september 18:00 Valur - Haukar Laugardagur 17. september 13:30 ÍBV - KA/Þór 18:00 HK - Selfoss (Stöð 2 Sport) Mánudagur 19. september 20:00 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Selfoss vann Grill 66-deild kvenna úí fyrra og er því nýliði í deild þeirra bestu. Því var staðan tekin á liðinu þar sem Brynhildur var vel gíruð og mætti í Selfoss-treyju á æfinguna. „Ég á vinkonu sem á bróður, Magnús Öder Einarsson,“ þar á Brynhildur við um fyrrum leikmann Selfoss sem virðist hafa lánað henni treyjuna sína. Klippa: Seinni bylgjan: Brynhildur á Selfossi Misvel gekk hjá henni að finna netmöskvana og kveðst hún óviss um hvort hún hafi heillað Eyþór Lárusson, þjálfara liðsins. „Ég held ég sé alveg sammála því. Ég verð bara að játa mig sigraða. En ég á allavega sæti í Seinni bylgjunni,“ segir Brynhildur en Svava Kristín sagðist þá þurfa að sjá til með það. „Ég er farin að finna fyrir því, ég hefði betur átt að sleppa að fá mér túnfiskssamloku fyrir æfingu,“ Brynhildur býst þá við miklu af Selfoss-liðinu sem hafi lofað góðu á æfingunni. „Mér finnst þetta betri nýliðar en hafa verið að koma upp. Þær eru drulluflottar hérna á æfingu og ég er bara mjög spennt fyrir þeim. Ég er ekki að fara að skila þessari treyju. Vínrauður fer mér mjög vel og ég býst við nokkrum stigum frá þeim,“ Einnig er rætt við Kötlu Maríu Magnúsdóttur sem skipti frá Stjörnunni yfir í Selfoss í sumar. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Selfoss hefur leik í Olís-deildinni á laugardaginn þegar liðið heimsækir HK klukkan 18:00. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og fyrsti leikur mótsins annað kvöld er Stjarnan mætir Fram. Þá verður tvíhöfði í Garðabæ þar sem bæði kvennalið Stjörnunnar og Fram mætast. Alla fyrstu umferðina í Olís-deild kvenna má sjá að neðan. Fyrsta umferð Olís-deildar kvenna Fimmtudagur 15. september 18:00 Stjarnan - Fram (Stöð 2 Sport) Föstudagur 16. september 18:00 Valur - Haukar Laugardagur 17. september 13:30 ÍBV - KA/Þór 18:00 HK - Selfoss (Stöð 2 Sport) Mánudagur 19. september 20:00 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fyrsta umferð Olís-deildar kvenna Fimmtudagur 15. september 18:00 Stjarnan - Fram (Stöð 2 Sport) Föstudagur 16. september 18:00 Valur - Haukar Laugardagur 17. september 13:30 ÍBV - KA/Þór 18:00 HK - Selfoss (Stöð 2 Sport) Mánudagur 19. september 20:00 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita