Fjölflokka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjarna Benediktssonar og xD Kristrún Frostadóttir skrifar 15. september 2022 13:01 Við erum með einn stjórnmálaflokk á Íslandi sem stýrir landinu, tvo sem láta eins og þeir séu í stjórnarandstöðu miðað við málflutninginn í stóru málaflokkunum. Ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknar tala um fjármagnstekjuskatt, álag á stórútgerð og hvalrekaskatta. En í lok dags er það fjármálaráðherra sem ræður. Aðspurður um hvort fjármálaráðherra hafi sannfært forsætisráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra um ágæti stefnu Sjálfstæðisflokksins sagði hann engan ágreining vera um að horfa fram hjá áherslum þeirra sem hafa birst í umræðunni að undanförnu. Hann hefur sannfært VG og Framsókn. Á nýjum fjárlögum ber hins vegar öll ríkisstjórnin ábyrgð. Samfélagið klofið í stað þess að þjappa því saman Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ber ábyrgð á því að nú þegar við siglum í gegnum verðbólguskot, methækkanir á húsnæðismarkaði og sögulegan hraðan viðsnúning í hagstjórn, sem birtist í miklum vaxtahækkunum á örfáum mánuðum, er almenningur látinn taka skellinn. Berjast á við verðbólguna með því að hækka flata skatta í landinu, krónutöluhækkanir skila nú 3 milljörðum króna til viðbótar. Slík gjöld eru flötustu skattar sem til eru. Af því leiðir að tekjuhátt fólk sem á miklar eignir finnur minnst fyrir þeim og þau sem hafa lítið á milli handanna hlutfallslega mest. Datt engum í ríkisstjórninni í hug að svigrúm væri til staðar innan annarra tekjustofna, meðal fólks og fyrirtækja sem hafa beinlínis hagnast á ástandi efnahagsmála í kringum COVID og í kjölfar stríðsins í Úkraínu – á meðan talsverður fjöldi heimila stendur nú í ströngu vegna sömu aðstæðna? Ríkisstjórnina virðist skorta jarðtengingu við íslenskt samfélag. Kannski þarf því að minna á hver staðan er: Í könnun sem framkvæmd var síðsumars kom fram að 77% heimila með tekjur undir 400 þúsund krónum eiga engan afgang um hver mánaðamót, og 43% heimila með tekjur á bilinu 400-800 þúsund krónur. Ungt fólk, barnafjölskyldur, er margt hvert að lenda í þreföldu höggi: afborganir af húsnæði rjúka upp, nú hleðst á greiðslubyrði eða höfuðstól námslána, og nauðsynjavörur hækka í verði. Á þetta er ekkert minnst í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Við komum út úr heimsfaraldri með gríðarlegar miklar eignaverðshækkanir, aukinn eigna- og tekjuójöfnuð vegna aðgerða stjórnvalda. Fjármagnstekjur jukust um 52% í fyrra, sem er mesta aukning frá árinu 2007. Fyrir vikið hækkuðu ráðstöfunartekjur mun meira hjá tekjuhæstu tíu prósentum Íslendinga í fyrra en hjá öðrum tekjutíundum. Þá hefur verðmæti sjávarafurða hækkað vegna stríðsins í Úkraínu – verð á ferskum fiski rokið upp. Þarna má sjá mótvægi við neikvæðu hliðar stríðsins og erlendrar verðbólgu á hagkerfið, en það mótvægi dreifist ekki jafnt um hagkerfið óáreitt. Á tímum sem þessi á að hvetja til samstöðu. Hvernig væri staðan hér á landi ef forystan í stjórnmálunum endurspeglaði slíka samstöðu, ekki innan ríkisstjórnarflokkanna um að halda í embættin, heldur samstöðu þjóðar? Hvernig væri ef forystan leiddi aðgerðir sem hvöttu til þess að hvalrekar vegna stríðs og verðbólgu rynnu með sanngjörnum hætti um samfélagið? Það eru skýr og djúp skilaboð sem ríkisstjórnin sendir út þessa dagana – hér er verið að kljúfa samfélagið í stað þess að þjappa því saman. Litið fram hjá lærdómi síðustu kreppu Við sjáum tvöföldun á aðhaldi í rekstri stofnana ríkisins í fjárlagafrumvarpinu, 5 milljarða niðurskurður í grunnþjónustu. Og enn og aftur beitir ríkisstjórnin fjárfestingu sem afgangslið í ríkisrekstri – þau virðast ekkert hafa lært. Þrátt fyrir ítrekuð varnarorð frá alþjóðastofnunum og fjármálaráði um að beita ekki fjárfestingu í innviðum sem afgangsstærð – það var lærdómur síðustu kreppu sem við erum enn að vinna okkur út úr – nýtir ríkisstjórnin fyrsta tækifæri til að skera niður í fjárfestingu á milli ára. Um 10 milljarða króna. Fjármálaráðherra hefur borið fyrir sig að illa gangi að koma fjárheimildum vegna fjárfestinga út á undanförnum árum, og þess vegna hafi innviðaátakið skilað minni árangri en vonast var til. Augljós ástæða þar á bak við er að þú getur ekki ræst vélarnar á nokkrum dögum, kallað út mannskapinn til að reisa innviðina á einum degi. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fyrirtæki í innviðauppbyggingu og fólk sem hjá þeim starfar bíði bara, setji áform sín á ís og fari ekkert annað, á meðan fjármálaráðherra hreyfir til milljarðana innan dýrmæts afkomuramma Sjálfstæðisflokksins. Það tekur mörg ár að byggja upp þekkingu í uppbyggingu innviða, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Við stöndum á tímamótum í uppbyggingu húsnæðis og fjárfrekra en arðbærra samfélagslegra innviða – hundruð manna komast ekki að í Tækniskólanum í iðnnám – og fjármálaráðherra ber fyrir sig skynsamlega hagstjórn þegar ákveðið er að skera niður í opinberri fjárfestingu. Þetta lýsir annað hvort djúpu þekkingarleysi á hvað þarf til til að standa undir innviðum samfélagsins eða dogmatískri nálgun á hvert hlutverk ríkissjóðs sé og markmið þeirra sem hér stjórna. Umfram allt snýst þetta um að minnka ríkisumsvif í stað þess að standa undir uppbyggingu sem styrkir samfélagið til langs tíma. Við þetta bætist að samgönguáætlun er ekki verðbætt. Sem þýðir á mannamáli að þær upphæðir sem hafa verið samþykktar í samgönguáætlun breytast ekki vegna launa, verðbólgu eða almennrar kostnaðarþróunar. Allir hafa þessir liðir rokið upp á undanförnum mánuðum en í fjárlögunum er ekki brugðist við þessu. Þetta þýðir einfaldlega að skera þarf niður í samgönguáætlun. Til hvers erum við eiginlega að þessu? Við erum að reyna að reka hér samfélag en fjármálaráðherra er á annarri vegferð – og undir þá vegferð kvitta fylgiflokkarnir í ríkisstjórninni. Þeir hinir sömu og senda ítrekað út misvísandi skilaboð til íslensks almennings um að hér sé verið að verja velferðina. Þetta er hættulegur málflutningur. Skilaboðin um að verið sé að vinna í hlutum, talnaleikfimi beitt um auknar fjárveitingar án þess að leiðrétta fyrir aukinni þjónustuþyngd, launakostnaði eða fólksfjölgun. Án þess að leiðrétta fyrir þróun samfélagsins. Þegar ekkert breytist veltir almenningur í auknum mæli fyrir sér hvort við getum staðið í þessu saman – er raunverulega hægt að reka hér opinbert heilbrigðiskerfi, öldrunarþjónustu, menntakerfi og tryggja grunnþarfir fólks í tengslum við húsaskjól? Í hvað fara eiginlega skattarnir mínir? Nær væri að segja fólki hreint út hver stefnan er: að velferðarmálin hér eru í stýringu fjármálaráðuneytinu, að landinu er stýrt af stjórnmálastefnu með fimmtungsfylgi. Að skýrar pólitískar línur hafa áhrif á forgangsröðun og þær línur hafa lítið með velferð að gera. Þessi blekkingarleikur er stórhættulegur því hann elur á vantrú fólks um að við getum tekist á við samfélagslegar áskoranir í sameiningu. Þetta viðhorf, þessi sundrung, verður arfleifð þessarar ríkisstjórnar. Heilbrigðisþjónustan er vanfjármögnuð enn eitt árið í röð. Lítið mark er tekið á forsvarsmönnum stærstu sjúkrastofnana landsins sem í vor sögðu áætlaðar fjárhæðir til málaflokksins ekki svara undirliggjandi kostnaði. Hér er ekki einu sinni verið að biðja um fjármagn til að horfa til framtíðar, prófa eitthvað nýtt. Bara fjármagn til að halda í horfinu. Enn hefur engu verið bætt við fjármagn til Sjúkratrygginga Íslands til að semja við sérfræðilækna í landinu, þrátt fyrir að við umfjöllun fjárlaganefndar um fjármálaáætlun í vor hafi komið fram að þáverandi upphæðir fyrir 2023 gæfu ekki svigrúm til slíkra samninga. Nú er svo komið að almenningur þarf að greiða allan útlagðan kostnað beint til sérfræðilækna og sækja svo um endurgreiðslu. Og vitað er að nokkrir milljarðar hafa nú þegar farið úr vasa almennings, oftar en ekki fólks í viðkvæmustu stöðunni, vegna kostnaðarhækkana hjá sérfræðilæknum sem ríkið hefur ekki bætt upp. Uppsagnir á bráðamótttöku hreyfa ekki við stjórnendum landsins. Og húsnæðissáttmáli innviðaráðherra sem kynntur var með pompi og prakt í vor og er nú þegar nýttur í fleiri blaðamannafundi – síðast í byrjun viku – stendur enn ófjármagnaður. Ráðherrarnir benda hvor á annan. Innviðaráðherra segist hafa skilað tillögum um auknar fjárveitingar inn í fjármálaáætlun í vor – hann fékk nei. Fjármálaráðherra segist nú ekkert hafa fengið frá umræddum ráðherra. Rót verðbólgunnar, óstöðugleiki í uppbyggingu húsnæðis, er mætt með niðurskurði í framlögum til uppbyggingar óhagnaðardrifins húsnæðis. Að standa sína vakt Tökin eru svo hert í fjármálaráðuneytinu á hinum ráðherrunum með því að stækka almennan varasjóð, sem fjármálaráðherra ætlar að ausa úr eftir eigin hentugleika í aðdraganda annarrar umræðu fjárlaga. Það er rík ástæða til að óska fjármálaráðherra til hamingju með þetta frumvarp, hann stendur sína vakt, fyrir sitt fólk. Spurningin er, hvað hinir flokkarnir eru eiginlega að gera í þessari ríkisstjórn, annað en að ala á vantrú fólks á velferðarríkinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Samfylkingin Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við erum með einn stjórnmálaflokk á Íslandi sem stýrir landinu, tvo sem láta eins og þeir séu í stjórnarandstöðu miðað við málflutninginn í stóru málaflokkunum. Ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknar tala um fjármagnstekjuskatt, álag á stórútgerð og hvalrekaskatta. En í lok dags er það fjármálaráðherra sem ræður. Aðspurður um hvort fjármálaráðherra hafi sannfært forsætisráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra um ágæti stefnu Sjálfstæðisflokksins sagði hann engan ágreining vera um að horfa fram hjá áherslum þeirra sem hafa birst í umræðunni að undanförnu. Hann hefur sannfært VG og Framsókn. Á nýjum fjárlögum ber hins vegar öll ríkisstjórnin ábyrgð. Samfélagið klofið í stað þess að þjappa því saman Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ber ábyrgð á því að nú þegar við siglum í gegnum verðbólguskot, methækkanir á húsnæðismarkaði og sögulegan hraðan viðsnúning í hagstjórn, sem birtist í miklum vaxtahækkunum á örfáum mánuðum, er almenningur látinn taka skellinn. Berjast á við verðbólguna með því að hækka flata skatta í landinu, krónutöluhækkanir skila nú 3 milljörðum króna til viðbótar. Slík gjöld eru flötustu skattar sem til eru. Af því leiðir að tekjuhátt fólk sem á miklar eignir finnur minnst fyrir þeim og þau sem hafa lítið á milli handanna hlutfallslega mest. Datt engum í ríkisstjórninni í hug að svigrúm væri til staðar innan annarra tekjustofna, meðal fólks og fyrirtækja sem hafa beinlínis hagnast á ástandi efnahagsmála í kringum COVID og í kjölfar stríðsins í Úkraínu – á meðan talsverður fjöldi heimila stendur nú í ströngu vegna sömu aðstæðna? Ríkisstjórnina virðist skorta jarðtengingu við íslenskt samfélag. Kannski þarf því að minna á hver staðan er: Í könnun sem framkvæmd var síðsumars kom fram að 77% heimila með tekjur undir 400 þúsund krónum eiga engan afgang um hver mánaðamót, og 43% heimila með tekjur á bilinu 400-800 þúsund krónur. Ungt fólk, barnafjölskyldur, er margt hvert að lenda í þreföldu höggi: afborganir af húsnæði rjúka upp, nú hleðst á greiðslubyrði eða höfuðstól námslána, og nauðsynjavörur hækka í verði. Á þetta er ekkert minnst í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Við komum út úr heimsfaraldri með gríðarlegar miklar eignaverðshækkanir, aukinn eigna- og tekjuójöfnuð vegna aðgerða stjórnvalda. Fjármagnstekjur jukust um 52% í fyrra, sem er mesta aukning frá árinu 2007. Fyrir vikið hækkuðu ráðstöfunartekjur mun meira hjá tekjuhæstu tíu prósentum Íslendinga í fyrra en hjá öðrum tekjutíundum. Þá hefur verðmæti sjávarafurða hækkað vegna stríðsins í Úkraínu – verð á ferskum fiski rokið upp. Þarna má sjá mótvægi við neikvæðu hliðar stríðsins og erlendrar verðbólgu á hagkerfið, en það mótvægi dreifist ekki jafnt um hagkerfið óáreitt. Á tímum sem þessi á að hvetja til samstöðu. Hvernig væri staðan hér á landi ef forystan í stjórnmálunum endurspeglaði slíka samstöðu, ekki innan ríkisstjórnarflokkanna um að halda í embættin, heldur samstöðu þjóðar? Hvernig væri ef forystan leiddi aðgerðir sem hvöttu til þess að hvalrekar vegna stríðs og verðbólgu rynnu með sanngjörnum hætti um samfélagið? Það eru skýr og djúp skilaboð sem ríkisstjórnin sendir út þessa dagana – hér er verið að kljúfa samfélagið í stað þess að þjappa því saman. Litið fram hjá lærdómi síðustu kreppu Við sjáum tvöföldun á aðhaldi í rekstri stofnana ríkisins í fjárlagafrumvarpinu, 5 milljarða niðurskurður í grunnþjónustu. Og enn og aftur beitir ríkisstjórnin fjárfestingu sem afgangslið í ríkisrekstri – þau virðast ekkert hafa lært. Þrátt fyrir ítrekuð varnarorð frá alþjóðastofnunum og fjármálaráði um að beita ekki fjárfestingu í innviðum sem afgangsstærð – það var lærdómur síðustu kreppu sem við erum enn að vinna okkur út úr – nýtir ríkisstjórnin fyrsta tækifæri til að skera niður í fjárfestingu á milli ára. Um 10 milljarða króna. Fjármálaráðherra hefur borið fyrir sig að illa gangi að koma fjárheimildum vegna fjárfestinga út á undanförnum árum, og þess vegna hafi innviðaátakið skilað minni árangri en vonast var til. Augljós ástæða þar á bak við er að þú getur ekki ræst vélarnar á nokkrum dögum, kallað út mannskapinn til að reisa innviðina á einum degi. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fyrirtæki í innviðauppbyggingu og fólk sem hjá þeim starfar bíði bara, setji áform sín á ís og fari ekkert annað, á meðan fjármálaráðherra hreyfir til milljarðana innan dýrmæts afkomuramma Sjálfstæðisflokksins. Það tekur mörg ár að byggja upp þekkingu í uppbyggingu innviða, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Við stöndum á tímamótum í uppbyggingu húsnæðis og fjárfrekra en arðbærra samfélagslegra innviða – hundruð manna komast ekki að í Tækniskólanum í iðnnám – og fjármálaráðherra ber fyrir sig skynsamlega hagstjórn þegar ákveðið er að skera niður í opinberri fjárfestingu. Þetta lýsir annað hvort djúpu þekkingarleysi á hvað þarf til til að standa undir innviðum samfélagsins eða dogmatískri nálgun á hvert hlutverk ríkissjóðs sé og markmið þeirra sem hér stjórna. Umfram allt snýst þetta um að minnka ríkisumsvif í stað þess að standa undir uppbyggingu sem styrkir samfélagið til langs tíma. Við þetta bætist að samgönguáætlun er ekki verðbætt. Sem þýðir á mannamáli að þær upphæðir sem hafa verið samþykktar í samgönguáætlun breytast ekki vegna launa, verðbólgu eða almennrar kostnaðarþróunar. Allir hafa þessir liðir rokið upp á undanförnum mánuðum en í fjárlögunum er ekki brugðist við þessu. Þetta þýðir einfaldlega að skera þarf niður í samgönguáætlun. Til hvers erum við eiginlega að þessu? Við erum að reyna að reka hér samfélag en fjármálaráðherra er á annarri vegferð – og undir þá vegferð kvitta fylgiflokkarnir í ríkisstjórninni. Þeir hinir sömu og senda ítrekað út misvísandi skilaboð til íslensks almennings um að hér sé verið að verja velferðina. Þetta er hættulegur málflutningur. Skilaboðin um að verið sé að vinna í hlutum, talnaleikfimi beitt um auknar fjárveitingar án þess að leiðrétta fyrir aukinni þjónustuþyngd, launakostnaði eða fólksfjölgun. Án þess að leiðrétta fyrir þróun samfélagsins. Þegar ekkert breytist veltir almenningur í auknum mæli fyrir sér hvort við getum staðið í þessu saman – er raunverulega hægt að reka hér opinbert heilbrigðiskerfi, öldrunarþjónustu, menntakerfi og tryggja grunnþarfir fólks í tengslum við húsaskjól? Í hvað fara eiginlega skattarnir mínir? Nær væri að segja fólki hreint út hver stefnan er: að velferðarmálin hér eru í stýringu fjármálaráðuneytinu, að landinu er stýrt af stjórnmálastefnu með fimmtungsfylgi. Að skýrar pólitískar línur hafa áhrif á forgangsröðun og þær línur hafa lítið með velferð að gera. Þessi blekkingarleikur er stórhættulegur því hann elur á vantrú fólks um að við getum tekist á við samfélagslegar áskoranir í sameiningu. Þetta viðhorf, þessi sundrung, verður arfleifð þessarar ríkisstjórnar. Heilbrigðisþjónustan er vanfjármögnuð enn eitt árið í röð. Lítið mark er tekið á forsvarsmönnum stærstu sjúkrastofnana landsins sem í vor sögðu áætlaðar fjárhæðir til málaflokksins ekki svara undirliggjandi kostnaði. Hér er ekki einu sinni verið að biðja um fjármagn til að horfa til framtíðar, prófa eitthvað nýtt. Bara fjármagn til að halda í horfinu. Enn hefur engu verið bætt við fjármagn til Sjúkratrygginga Íslands til að semja við sérfræðilækna í landinu, þrátt fyrir að við umfjöllun fjárlaganefndar um fjármálaáætlun í vor hafi komið fram að þáverandi upphæðir fyrir 2023 gæfu ekki svigrúm til slíkra samninga. Nú er svo komið að almenningur þarf að greiða allan útlagðan kostnað beint til sérfræðilækna og sækja svo um endurgreiðslu. Og vitað er að nokkrir milljarðar hafa nú þegar farið úr vasa almennings, oftar en ekki fólks í viðkvæmustu stöðunni, vegna kostnaðarhækkana hjá sérfræðilæknum sem ríkið hefur ekki bætt upp. Uppsagnir á bráðamótttöku hreyfa ekki við stjórnendum landsins. Og húsnæðissáttmáli innviðaráðherra sem kynntur var með pompi og prakt í vor og er nú þegar nýttur í fleiri blaðamannafundi – síðast í byrjun viku – stendur enn ófjármagnaður. Ráðherrarnir benda hvor á annan. Innviðaráðherra segist hafa skilað tillögum um auknar fjárveitingar inn í fjármálaáætlun í vor – hann fékk nei. Fjármálaráðherra segist nú ekkert hafa fengið frá umræddum ráðherra. Rót verðbólgunnar, óstöðugleiki í uppbyggingu húsnæðis, er mætt með niðurskurði í framlögum til uppbyggingar óhagnaðardrifins húsnæðis. Að standa sína vakt Tökin eru svo hert í fjármálaráðuneytinu á hinum ráðherrunum með því að stækka almennan varasjóð, sem fjármálaráðherra ætlar að ausa úr eftir eigin hentugleika í aðdraganda annarrar umræðu fjárlaga. Það er rík ástæða til að óska fjármálaráðherra til hamingju með þetta frumvarp, hann stendur sína vakt, fyrir sitt fólk. Spurningin er, hvað hinir flokkarnir eru eiginlega að gera í þessari ríkisstjórn, annað en að ala á vantrú fólks á velferðarríkinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun