Óli Stef ætlaði að verða eins og Sócrates Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2022 09:00 Vart finnast áhugaverðari íþróttamenn en Ólafur Stefánsson og Sócrates. vísir/getty Ólafur Stefánsson ætlaði að feta í fótspor hetjunnar sinnar, allt þar til símtal frá þýsku félagsliði kom. Ólafur, sem er jafnan talinn einn besti handboltamaður allra tíma, segir sögu sína á heimasíðu Evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Þar segir hann meðal annars frá því þegar hann breytti um kúrs um miðjan 10. áratug síðustu aldar og ákvað að leggja atvinnumennsku í handbolta fyrir sig. Faðir Ólafs, Stefán Eggertsson, lærði læknisfræði í Svíþjóð og hann ætlaði að feta í fótspor hans. Ólafur átti sér líka aðra fyrirmynd sem var læknismenntaður íþróttamaður. „Ein af fyrirmyndunum mínum á þessum tíma var brasilískur fótboltamaður, Sócrates, sem starfaði sem barnalæknir og það ætlaði ég líka að gera,“ skrifaði Ólafur. „En þá fengum við Dagur [Sigurðsson] símtal frá þýska félaginu Wuppertal og okkur var boðinn atvinnumannasamningur. Við samþykktum tilboð þeirra, aðallega því Wuppertal var með íslenskan þjálfara, Viggó Sigurðsson.“ : The most inspirational story you'll read A tale of life, where curiosity and humanity are the heroes. From #ehfcl champion to school storyteller, from Reykjavik to the Andes mountains Read: https://t.co/ACwoEcXLJp pic.twitter.com/9xajrPlKsI— EHF Champions League (@ehfcl) September 15, 2022 Hjá Wuppertal spiluðu þeir Ólafur og Dagur einnig með Geir Sveinssyni og Valdimar Grímssyni. Ólafur var tvö ár í herbúðum Wuppertal. Á því fyrsta komst liðið upp úr B-deildinni í úrvalsdeildina. Eftir eitt tímabil þar gekk hann svo til liðs við Magdeburg þar sem hann naut mikillar velgengni. Sócrates, sá sem Ólafur leit svo mikið upp til, lék sextíu leiki fyrir brasilíska landsliðið og skoraði 22 mörk. Hann lék með Botafogo, Corinthians, Flamengo og Santos í heimalandinu og Fiorentina á Ítalíu. Auk þess að vera fótboltamaður og læknir var Sócrates mikill hugsuður og strangtrúaður kommúnisti. Hann lést 1. desember 2011, 57 ára að aldri. Hann lét eftir sig eiginkonu og sex börn. Ólafur er í dag aðstoðarþjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Erlangen. Hann tók við starfinu í mars síðastliðnum. Hann hafði þá verið í fríi frá þjálfun í nokkur ár. Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Ólafur, sem er jafnan talinn einn besti handboltamaður allra tíma, segir sögu sína á heimasíðu Evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Þar segir hann meðal annars frá því þegar hann breytti um kúrs um miðjan 10. áratug síðustu aldar og ákvað að leggja atvinnumennsku í handbolta fyrir sig. Faðir Ólafs, Stefán Eggertsson, lærði læknisfræði í Svíþjóð og hann ætlaði að feta í fótspor hans. Ólafur átti sér líka aðra fyrirmynd sem var læknismenntaður íþróttamaður. „Ein af fyrirmyndunum mínum á þessum tíma var brasilískur fótboltamaður, Sócrates, sem starfaði sem barnalæknir og það ætlaði ég líka að gera,“ skrifaði Ólafur. „En þá fengum við Dagur [Sigurðsson] símtal frá þýska félaginu Wuppertal og okkur var boðinn atvinnumannasamningur. Við samþykktum tilboð þeirra, aðallega því Wuppertal var með íslenskan þjálfara, Viggó Sigurðsson.“ : The most inspirational story you'll read A tale of life, where curiosity and humanity are the heroes. From #ehfcl champion to school storyteller, from Reykjavik to the Andes mountains Read: https://t.co/ACwoEcXLJp pic.twitter.com/9xajrPlKsI— EHF Champions League (@ehfcl) September 15, 2022 Hjá Wuppertal spiluðu þeir Ólafur og Dagur einnig með Geir Sveinssyni og Valdimar Grímssyni. Ólafur var tvö ár í herbúðum Wuppertal. Á því fyrsta komst liðið upp úr B-deildinni í úrvalsdeildina. Eftir eitt tímabil þar gekk hann svo til liðs við Magdeburg þar sem hann naut mikillar velgengni. Sócrates, sá sem Ólafur leit svo mikið upp til, lék sextíu leiki fyrir brasilíska landsliðið og skoraði 22 mörk. Hann lék með Botafogo, Corinthians, Flamengo og Santos í heimalandinu og Fiorentina á Ítalíu. Auk þess að vera fótboltamaður og læknir var Sócrates mikill hugsuður og strangtrúaður kommúnisti. Hann lést 1. desember 2011, 57 ára að aldri. Hann lét eftir sig eiginkonu og sex börn. Ólafur er í dag aðstoðarþjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Erlangen. Hann tók við starfinu í mars síðastliðnum. Hann hafði þá verið í fríi frá þjálfun í nokkur ár.
Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita