Jón Steinar opnar sig um vinslit sín og Davíðs Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2022 16:05 Jón Steinar og Davíð Oddsson hafa ekki talast við í ár. Jón Steinar segir Davíð líklega í fýlu við sig en hann viti ekki hvað hafi styggt sinn forna vin. vísir/vilhelm/getty Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, segist ekki vita hvers vegna Davíð Oddsson, nú ritstjóra Morgunblaðsins áður forsætisráðherra með meiru, hafi farið í fýlu við sig. Sennilega vegna einhverra skoðana sinna en honum sé sama, hann er bundinn sannfæringu sinni og öðru ekki. Jón Steinar var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Meðal þess sem komið er inn á í samtali þeirra er ein af ráðgátunum sem tengist arfleifð Davíðs Oddssonar og áhrifum. Davíð og Jón Steinar voru á árum áður samherjar og miklir mátar, spiluðu bridge saman og fóru í veiðiferðir. Jón Steinar var löngum talinn helsti ráðgjafi Davíðs þegar hann var á hátindi síns valdaferils. En svo varð vík milli vina. Sölvi spyr Jón Steinar út í þetta, sem er nokkuð sem Jón Steinar hefur ekki tjáð sig um áður svo neinu nemi. „Davíð Oddsson hefur aldrei verið neinn áhrifaþáttur í minni lögfræði eða mínum störfum. Í seinni tíð þá hafa komið frá honum hlutir sem ég hef örgustu skömm á,“ segir Jón Steinar. Hinn goðsagnakenndi Eimreiðarhópur en áhrif hópsins, í gegnum Sjálfstæðisflokksins, á íslenskt samfélag eru ómæld. Frá vinstri: Baldur Guðlaugsson, Magnús Gunnarsson, Þór Whitehead, Geir H. Haarde, Kjartan Gunnarsson, Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Gunnlaugur Claessen og Hannes Hólmsteinn hvítklæddur. Í aftari röð: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Brynjólfur Bjarnason. Hann segist til dæmis hafa látið í ljós andúð sína á meðferð hæstaréttar á broti þar sem bankamenn voru dæmdir umvörpum í fangelsi fyrir umboðssvikabrot. „Það eru skilyrði fyrir slíkum brotum að menn hafi haft tilgang til auðgunar. Ég skrifaði um þetta og einn af þeim sem voru tengdir Arionbanka, Ólafur Ólafsson, leitaði til mín og ég skrifaði álitsgerð um þann dóm, þar sem ekki stóð steinn yfir steini og brotinn réttur á sakborningi. Ég held, þó að ég viti það ekki fyrir víst að Davíð, gamli vinur minn, hafi alls ekki verið hrifinn af þessu.” Þeir Davíð talast ekki lengur við Jón Steinar segir að þeir Davíð séu ekki lengur vinir. „Nei, við tölum ekki saman. Við höfum ekki talað saman í meira en ár. Hann hætti bara að tala við mig og hefur líklega farið í fýlu út í mig. Ég held að það sé út af þessu eða einhverjum öðrum skoðunum sem ég hef haft opinberlega, en hann hefur ekki fengist til að segja mér hvað veldur þessum vinslitum. En mér er alveg sama, af því að ég lifi fyrir lögfræðina mína og mína eigin sannfæringu.“ Jón Steinar segir að fyrir sína parta komi ekki til greina að gefa afslátt á sinni betri vitund, sinni sannfæringu. „Ég hef alltaf tekið það hlutverk alvarlega að vera lögfræðingur og dómari og að starfa við að verja réttindi borgaranna. Það hefur þýtt það að ég hef oft gagnrýnt Davíð í gegnum tíðina, bæði á pólitískum forsendum og öðrum, þó að það hafi nú aldrei valdið vinslitum fyrr en núna,“ segir Jón Steinar. Og rekur að hann hafi til dæmis aldrei hafa verið hrifinn af því þegar Davíð lét Reykjavíkurborg reisa veitingastað uppi á Öskjuhlíðinni á sínum tíma, þegar Perlan var byggð. Hvaða rugl er þetta? „Hvaða bull er það að Reykjavíkurborg sé að reka veitingastað í Öskjuhlíð? Eða þegar hann ætlaði að láta íslenska ríkið gangast í ríkisábyrgðir fyrir skuldbindingar Íslenskrar Erfðagreiningar. Þetta er einkafyrirtæki! Hvaða rugl er það? Eða þegar hann var að banna einkafyrirtækjum að eiga hlut í fjölmiðlum!“ Jón Steinar rifjar upp að við það tækifæri hafi hann skrifað grein í Morgunblaðið: „Ég styð frelsið”. Hann segir að lífshugsjón sín sé að við byggjum samfélag sem frjálsir einstaklingar. Sem svo beri ábyrgð á því sem við gerum. „Þetta eru mínar grundvallarskoðanir og það að halda mig við þessar hugsjónir hefur oft kostað mig vandræði. Það er oft verið að reyna að gera eitthvað annað úr mér en ég er. Ég er hugsjónamaður, bæði í pólitík og lögfræði. Og ef að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að breyta rétt, þá fær hann engan stuðning hjá mér. Ég neita að láta flokka mig í eitthvað lið,” segir Jón Steinar. Samfélagsmiðlar Dómstólar Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Jón Steinar var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Meðal þess sem komið er inn á í samtali þeirra er ein af ráðgátunum sem tengist arfleifð Davíðs Oddssonar og áhrifum. Davíð og Jón Steinar voru á árum áður samherjar og miklir mátar, spiluðu bridge saman og fóru í veiðiferðir. Jón Steinar var löngum talinn helsti ráðgjafi Davíðs þegar hann var á hátindi síns valdaferils. En svo varð vík milli vina. Sölvi spyr Jón Steinar út í þetta, sem er nokkuð sem Jón Steinar hefur ekki tjáð sig um áður svo neinu nemi. „Davíð Oddsson hefur aldrei verið neinn áhrifaþáttur í minni lögfræði eða mínum störfum. Í seinni tíð þá hafa komið frá honum hlutir sem ég hef örgustu skömm á,“ segir Jón Steinar. Hinn goðsagnakenndi Eimreiðarhópur en áhrif hópsins, í gegnum Sjálfstæðisflokksins, á íslenskt samfélag eru ómæld. Frá vinstri: Baldur Guðlaugsson, Magnús Gunnarsson, Þór Whitehead, Geir H. Haarde, Kjartan Gunnarsson, Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Gunnlaugur Claessen og Hannes Hólmsteinn hvítklæddur. Í aftari röð: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Brynjólfur Bjarnason. Hann segist til dæmis hafa látið í ljós andúð sína á meðferð hæstaréttar á broti þar sem bankamenn voru dæmdir umvörpum í fangelsi fyrir umboðssvikabrot. „Það eru skilyrði fyrir slíkum brotum að menn hafi haft tilgang til auðgunar. Ég skrifaði um þetta og einn af þeim sem voru tengdir Arionbanka, Ólafur Ólafsson, leitaði til mín og ég skrifaði álitsgerð um þann dóm, þar sem ekki stóð steinn yfir steini og brotinn réttur á sakborningi. Ég held, þó að ég viti það ekki fyrir víst að Davíð, gamli vinur minn, hafi alls ekki verið hrifinn af þessu.” Þeir Davíð talast ekki lengur við Jón Steinar segir að þeir Davíð séu ekki lengur vinir. „Nei, við tölum ekki saman. Við höfum ekki talað saman í meira en ár. Hann hætti bara að tala við mig og hefur líklega farið í fýlu út í mig. Ég held að það sé út af þessu eða einhverjum öðrum skoðunum sem ég hef haft opinberlega, en hann hefur ekki fengist til að segja mér hvað veldur þessum vinslitum. En mér er alveg sama, af því að ég lifi fyrir lögfræðina mína og mína eigin sannfæringu.“ Jón Steinar segir að fyrir sína parta komi ekki til greina að gefa afslátt á sinni betri vitund, sinni sannfæringu. „Ég hef alltaf tekið það hlutverk alvarlega að vera lögfræðingur og dómari og að starfa við að verja réttindi borgaranna. Það hefur þýtt það að ég hef oft gagnrýnt Davíð í gegnum tíðina, bæði á pólitískum forsendum og öðrum, þó að það hafi nú aldrei valdið vinslitum fyrr en núna,“ segir Jón Steinar. Og rekur að hann hafi til dæmis aldrei hafa verið hrifinn af því þegar Davíð lét Reykjavíkurborg reisa veitingastað uppi á Öskjuhlíðinni á sínum tíma, þegar Perlan var byggð. Hvaða rugl er þetta? „Hvaða bull er það að Reykjavíkurborg sé að reka veitingastað í Öskjuhlíð? Eða þegar hann ætlaði að láta íslenska ríkið gangast í ríkisábyrgðir fyrir skuldbindingar Íslenskrar Erfðagreiningar. Þetta er einkafyrirtæki! Hvaða rugl er það? Eða þegar hann var að banna einkafyrirtækjum að eiga hlut í fjölmiðlum!“ Jón Steinar rifjar upp að við það tækifæri hafi hann skrifað grein í Morgunblaðið: „Ég styð frelsið”. Hann segir að lífshugsjón sín sé að við byggjum samfélag sem frjálsir einstaklingar. Sem svo beri ábyrgð á því sem við gerum. „Þetta eru mínar grundvallarskoðanir og það að halda mig við þessar hugsjónir hefur oft kostað mig vandræði. Það er oft verið að reyna að gera eitthvað annað úr mér en ég er. Ég er hugsjónamaður, bæði í pólitík og lögfræði. Og ef að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að breyta rétt, þá fær hann engan stuðning hjá mér. Ég neita að láta flokka mig í eitthvað lið,” segir Jón Steinar.
Samfélagsmiðlar Dómstólar Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira