Pútín og Xi ávarpa leiðtogafund í Úsbekistan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. september 2022 08:31 Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Xi Jinping leiðtogi Kína funduðu í gær í fyrsta sinn í persónu frá innrás Rússa í Úkraínu. Getty/Kreml Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Xi Jinping leiðtogi Kína munu ávarpa leiðtogafund, sem fer fram í Úsbekistan í dag. Pútín og Xi munu sækja fund á vegum Sjanghæ samstarfssamtakanna (SCO), evrasískra samtaka sem ríkin tvö hafa leitt frá því þau voru stofnuð. Samtökin skipa fjöldi stórra ríkja, sem ekki teljast til Vesturvelda, þar á meðal Indland, Íran og Pakistan. Pútín sagði á fundi með Xi í gær að hann skildi vel að kínverski leiðtoginn hefði áhyggjur af stöðunni í Úkraínu en hrósaði í leiðinni Xi fyrir afstöðu hans gagnvart átökunum. Að sögn Pútíns einkennist afstaða Xi af „jafnvægi.“ Pútín og Xi funduðu í gær í fyrsta sinn í persónu eftir að stríðið í Úkraínu hófst. Í tilkynningu frá rússneskum stjórnvöldum að loknum fundi sagði að afstaða ríkjanna tveggja til alþjóðamála væri sú nákvæmlega sama, ríkin deildu ekki um einn einasta hlut. Þá muni ríkin halda áfram að stíga í takt, þar á meðal á komandi fundi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Í tilkynningu frá kínverskum stjórnvöldum að loknum fundi var ekkert minnst á stöðuna í Úkraínu en kínversk stjórnvöld hafa lítið viljað tjá sig um hana. Í þau skipti sem kínversk stjórnvöld hafa minnst á stríðið hafa þau kallað það innrás, en aldrei stríð. Auk leiðtogafundarins mun Pútín funda með leiðtogum Aserbaídsjan, Indlands og Tyrklands í dag. Rússland Kína Úsbekistan Tengdar fréttir Xi og Pútín funda um innrásina í Úkraínu Xi Jinping, forseti Kína, hóf í dag fyrsta ferðalag sitt frá því Covid-faraldurinn hófst, með því að fara til Kasakstan. Hann mun svo funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og öðrum leiðtogum Mið-Asíu á komandi dögum í Úsbekistan. 14. september 2022 10:59 Segir heiminum stafa ógn af viðskiptaþvingunum Vesturlanda Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að viðskiptaþvinganir Vesturlanda gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu séu skammsýnar og að heiminum öllum stafi ógn af þeim – heimi sem í síauknum mæli beini sjónum sínum að Asíu. 7. september 2022 08:36 Evrópusambandið ætlar að hefta aukin áhrif Kína og Rússlands í S-Ameríku Evrópusambandið ætlar að ráðast í herferð til að bæta stöðu sína á meðal ríkja Suður-Ameríku. Sambandið þykir hafa vanrækt ríki álfunnar á sama tíma og Rússland og Kína hafa styrkt stöðu sína. 22. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Sjá meira
Pútín og Xi munu sækja fund á vegum Sjanghæ samstarfssamtakanna (SCO), evrasískra samtaka sem ríkin tvö hafa leitt frá því þau voru stofnuð. Samtökin skipa fjöldi stórra ríkja, sem ekki teljast til Vesturvelda, þar á meðal Indland, Íran og Pakistan. Pútín sagði á fundi með Xi í gær að hann skildi vel að kínverski leiðtoginn hefði áhyggjur af stöðunni í Úkraínu en hrósaði í leiðinni Xi fyrir afstöðu hans gagnvart átökunum. Að sögn Pútíns einkennist afstaða Xi af „jafnvægi.“ Pútín og Xi funduðu í gær í fyrsta sinn í persónu eftir að stríðið í Úkraínu hófst. Í tilkynningu frá rússneskum stjórnvöldum að loknum fundi sagði að afstaða ríkjanna tveggja til alþjóðamála væri sú nákvæmlega sama, ríkin deildu ekki um einn einasta hlut. Þá muni ríkin halda áfram að stíga í takt, þar á meðal á komandi fundi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Í tilkynningu frá kínverskum stjórnvöldum að loknum fundi var ekkert minnst á stöðuna í Úkraínu en kínversk stjórnvöld hafa lítið viljað tjá sig um hana. Í þau skipti sem kínversk stjórnvöld hafa minnst á stríðið hafa þau kallað það innrás, en aldrei stríð. Auk leiðtogafundarins mun Pútín funda með leiðtogum Aserbaídsjan, Indlands og Tyrklands í dag.
Rússland Kína Úsbekistan Tengdar fréttir Xi og Pútín funda um innrásina í Úkraínu Xi Jinping, forseti Kína, hóf í dag fyrsta ferðalag sitt frá því Covid-faraldurinn hófst, með því að fara til Kasakstan. Hann mun svo funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og öðrum leiðtogum Mið-Asíu á komandi dögum í Úsbekistan. 14. september 2022 10:59 Segir heiminum stafa ógn af viðskiptaþvingunum Vesturlanda Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að viðskiptaþvinganir Vesturlanda gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu séu skammsýnar og að heiminum öllum stafi ógn af þeim – heimi sem í síauknum mæli beini sjónum sínum að Asíu. 7. september 2022 08:36 Evrópusambandið ætlar að hefta aukin áhrif Kína og Rússlands í S-Ameríku Evrópusambandið ætlar að ráðast í herferð til að bæta stöðu sína á meðal ríkja Suður-Ameríku. Sambandið þykir hafa vanrækt ríki álfunnar á sama tíma og Rússland og Kína hafa styrkt stöðu sína. 22. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Sjá meira
Xi og Pútín funda um innrásina í Úkraínu Xi Jinping, forseti Kína, hóf í dag fyrsta ferðalag sitt frá því Covid-faraldurinn hófst, með því að fara til Kasakstan. Hann mun svo funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og öðrum leiðtogum Mið-Asíu á komandi dögum í Úsbekistan. 14. september 2022 10:59
Segir heiminum stafa ógn af viðskiptaþvingunum Vesturlanda Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að viðskiptaþvinganir Vesturlanda gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu séu skammsýnar og að heiminum öllum stafi ógn af þeim – heimi sem í síauknum mæli beini sjónum sínum að Asíu. 7. september 2022 08:36
Evrópusambandið ætlar að hefta aukin áhrif Kína og Rússlands í S-Ameríku Evrópusambandið ætlar að ráðast í herferð til að bæta stöðu sína á meðal ríkja Suður-Ameríku. Sambandið þykir hafa vanrækt ríki álfunnar á sama tíma og Rússland og Kína hafa styrkt stöðu sína. 22. ágúst 2022 07:00