„Þurfum að brýna stálið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2022 17:27 Jón Þór Hauksson og Skagamenn hafa fimm leiki til að bjarga sér frá falli. vísir/diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var þungur á brún eftir tapið fyrir Leikni, 1-2, í fallslag í Bestu deild karla í dag. Skagamenn skoruðu öll þrjú mörk leiksins. „Þetta er gríðarlegt áfall og líka í ljósi þess hvernig leikurinn var. Þetta var slagur og við töpuðum á tveimur sjálfsmörkum eftir föst leikatriði. Við sofnuðum á verðinum og það er það sem réði úrslitum og er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi í leikslok. ÍA var yfir í hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir. Jón Þór vildi samt ekki meina að sínir menn hefðu farið of aftarlega í byrjun seinni hálfleiks. „Nei, við gerðum það svo sem líka á köflum í fyrri hálfleik og gerðum það nokkuð vel. Þeir spiluðu sig aldrei í gegnum okkur eða sköpuðu sér mörg færi. Það er ekki stóra atriðið í þessu. Það eru þessi tvö föstu leikatriði þar sem við sofnuðum á verðinum á einhvern óskiljanlegan hátt. Það réði úrslitum,“ sagði Jón Þór. Leiknir féll fjölmargar hornspyrnur í leiknum en ÍA varðist þeim vel, allt fram að þeirri síðustu á 88. mínútu sem sigurmarkið kom eftir. „Eins og ég sagði menn gleymdu sér og voru ekki rétt staðsettir á þeim stöðum sem þeir áttu að vera á og þá fer þetta svona. Það er ekki flóknara en það. Við skildum nærsvæðið eftir mannlaust í öðru marki Leiknis. Við eigum að manna það svæði en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum láta menn sig hverfa og okkur var refsað fyrir það,“ sagði Jón Þór. Skagamenn voru súrir og svekktir í leikslok.vísir/diego Ef gamla fyrirkomulagið væri enn við lýði væri ÍA fallið. En góðu fréttirnar fyrir Skagamenn eru að það eru fimm leikir eftir svo þeir geta enn bjargað sér. „Við þurfum að brýna stálið og mæta af krafti til leiks eftir þessar tvær vikur. Við þurfum að byrja úrslitakeppnina af krafti. Það eru fimm leikir eftir og mörg stig í pottinum. Þetta er ekki búið en við getum ekki gefið þetta frá sér eins og við gerðum í dag. Það er alveg ljóst,“ sagði Jón Þór að endingu. Besta deild karla ÍA Leiknir Reykjavík Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
„Þetta er gríðarlegt áfall og líka í ljósi þess hvernig leikurinn var. Þetta var slagur og við töpuðum á tveimur sjálfsmörkum eftir föst leikatriði. Við sofnuðum á verðinum og það er það sem réði úrslitum og er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi í leikslok. ÍA var yfir í hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir. Jón Þór vildi samt ekki meina að sínir menn hefðu farið of aftarlega í byrjun seinni hálfleiks. „Nei, við gerðum það svo sem líka á köflum í fyrri hálfleik og gerðum það nokkuð vel. Þeir spiluðu sig aldrei í gegnum okkur eða sköpuðu sér mörg færi. Það er ekki stóra atriðið í þessu. Það eru þessi tvö föstu leikatriði þar sem við sofnuðum á verðinum á einhvern óskiljanlegan hátt. Það réði úrslitum,“ sagði Jón Þór. Leiknir féll fjölmargar hornspyrnur í leiknum en ÍA varðist þeim vel, allt fram að þeirri síðustu á 88. mínútu sem sigurmarkið kom eftir. „Eins og ég sagði menn gleymdu sér og voru ekki rétt staðsettir á þeim stöðum sem þeir áttu að vera á og þá fer þetta svona. Það er ekki flóknara en það. Við skildum nærsvæðið eftir mannlaust í öðru marki Leiknis. Við eigum að manna það svæði en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum láta menn sig hverfa og okkur var refsað fyrir það,“ sagði Jón Þór. Skagamenn voru súrir og svekktir í leikslok.vísir/diego Ef gamla fyrirkomulagið væri enn við lýði væri ÍA fallið. En góðu fréttirnar fyrir Skagamenn eru að það eru fimm leikir eftir svo þeir geta enn bjargað sér. „Við þurfum að brýna stálið og mæta af krafti til leiks eftir þessar tvær vikur. Við þurfum að byrja úrslitakeppnina af krafti. Það eru fimm leikir eftir og mörg stig í pottinum. Þetta er ekki búið en við getum ekki gefið þetta frá sér eins og við gerðum í dag. Það er alveg ljóst,“ sagði Jón Þór að endingu.
Besta deild karla ÍA Leiknir Reykjavík Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira