Vilja stækka Hundavinahópinn: „Þeim mun fleiri sem við náum til, því betra er það fyrir okkar skjólstæðinga“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. september 2022 17:32 Ljósmyndarinn Malen Áskelsdóttir tók myndir að sjálfboðaliðum og hundunum að störfum fyrir lokaverkefnið sitt en fjölmargir nýta sér þjónustuna. Samsett/Malen Áskelsdóttir Hundavinir Rauða krossins leita að sjálfboðaliðum sem vilja bætast í starfið en þegar eru 42 virk pör sem sinna heimsóknum til einstaklinga og stofnana. Verkefnastjóri segir alltaf þörf á fleiri sjálfboðaliðum og eru allir og hundar þeirra, stórir sem smáir, velkomnir. Um er að ræða eitt af vinaverkefnum Rauða krossins en í því felst að sjálfboðaliði heimsækir notenda einu sinni í viku með hund. Karen Björg Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Hundavina, segir það einna helst félagslega einangraðir hópar sem nýta sér þjónustuna. Þá óska stofnanir á borð við Landspítala og Hrafnistu oft eftir aðstoð. „Þá er bara safnað í lítinn hóp, kannski sex til átta einstaklingar og hundavinur mætir þá einu sinni í viku, í fjörutíu mínútur til klukkutíma, og gerir það bara af sinni eigin gæsku,“ segir Karen en eins og stendur eru 42 virk pör í hópnum og eru fleiri skráðir sem eru ekki virkir eins og er, af ýmsum ástæðum. Hundarnir sem sinna verkefnum eru stórir sem smáir. „Þeim mun fleiri sem við náum til, því betra er það fyrir okkar skjólstæðinga sem eru að óska eftir þjónustu eða aðstoð,“ segir hún enn fremur. „Svo er það bara frábær leið að komast inn í sjálfboðaliðastarf, að nota hundinn ef fólk á slíka.“ Hundavinir sem vilja komast í hópinn þurfa til að byrja með að fara með hundinn sinn í grunnhundamat sem fer fram tvisvar á ári og verður næst 28., 29. og 30. september. Þar eru hundar metnir út frá ýmsum þáttum til að sjá hvort þeir henti. „Hér eru hundar metnir í ýmiskonar aðstæðum sem koma gjarnan upp í heimsóknum og matsaðilar setja þessar aðstæður sem sagt á svið og fylgjast með því hvernig hundarnir bregðast við,“ segir Auður Sif Sigurgeirsdóttir, sjálfboðaliði úr hundavinateymi Rauða krossins. „Vinaverkefnið Hundavinir er tilvalið fyrir alla þá sem hafa áhuga á samveru með öðru fólki og hefur gaman af mannlegum samskiptum,“ segir hún enn fremur en meginmarkmiðið er sporna gegn félagslegri einangrun. Sjálfboðaliðarnir eru einnig alls konar. Fara einnig með verkefnið út á land Skilyrði fyrir þátttöku eru að sjálfboðaliðinn sé eldri en átján ára og að hundurinn sé eldri en tveggja ára og ekki eldri en tíu ára en engin takmörk eru á stærð hundsins eða gerð. Standist hundurinn grunnmatið er sjálfboðaliðanum og hundi þeirra boðið að mæta á Hundavinanámskeiðið sem fer fram í október. Þá er stefnt á að koma sjálfboðaliðum upp víðar á landinu. „Í gangi er endurvakning á hundavinaverkefninu fyrir norðan, en þar hefur verkefnið nú þegar verið starfrækt í mörg ár en farið í dvala síðan fyrir Covid. Nú er sem sagt verið að efla það á ný,“ segir Karen. Þjónustan er eftirsótt og að sögn Karenar hafa þeir sem tekið hafa þátt í verkefninu yfirleitt ekki slæma hluti um það að segja. Þá sé komið til móts við þá sem þarfnast meiri sveigjanleika. „Þannig kannski komast ekki allir vikulega og þá koma þeir bara hálfs mánaðarlega. Við viljum bara að fólk átti sig á því að það þarf ekkert endilega að gefa allan handlegginn ef svo má segja, það telur allt,“ segir Karen. Fréttin hefur verið uppfærð. Hundar Félagasamtök Gæludýr Dýr Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Um er að ræða eitt af vinaverkefnum Rauða krossins en í því felst að sjálfboðaliði heimsækir notenda einu sinni í viku með hund. Karen Björg Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Hundavina, segir það einna helst félagslega einangraðir hópar sem nýta sér þjónustuna. Þá óska stofnanir á borð við Landspítala og Hrafnistu oft eftir aðstoð. „Þá er bara safnað í lítinn hóp, kannski sex til átta einstaklingar og hundavinur mætir þá einu sinni í viku, í fjörutíu mínútur til klukkutíma, og gerir það bara af sinni eigin gæsku,“ segir Karen en eins og stendur eru 42 virk pör í hópnum og eru fleiri skráðir sem eru ekki virkir eins og er, af ýmsum ástæðum. Hundarnir sem sinna verkefnum eru stórir sem smáir. „Þeim mun fleiri sem við náum til, því betra er það fyrir okkar skjólstæðinga sem eru að óska eftir þjónustu eða aðstoð,“ segir hún enn fremur. „Svo er það bara frábær leið að komast inn í sjálfboðaliðastarf, að nota hundinn ef fólk á slíka.“ Hundavinir sem vilja komast í hópinn þurfa til að byrja með að fara með hundinn sinn í grunnhundamat sem fer fram tvisvar á ári og verður næst 28., 29. og 30. september. Þar eru hundar metnir út frá ýmsum þáttum til að sjá hvort þeir henti. „Hér eru hundar metnir í ýmiskonar aðstæðum sem koma gjarnan upp í heimsóknum og matsaðilar setja þessar aðstæður sem sagt á svið og fylgjast með því hvernig hundarnir bregðast við,“ segir Auður Sif Sigurgeirsdóttir, sjálfboðaliði úr hundavinateymi Rauða krossins. „Vinaverkefnið Hundavinir er tilvalið fyrir alla þá sem hafa áhuga á samveru með öðru fólki og hefur gaman af mannlegum samskiptum,“ segir hún enn fremur en meginmarkmiðið er sporna gegn félagslegri einangrun. Sjálfboðaliðarnir eru einnig alls konar. Fara einnig með verkefnið út á land Skilyrði fyrir þátttöku eru að sjálfboðaliðinn sé eldri en átján ára og að hundurinn sé eldri en tveggja ára og ekki eldri en tíu ára en engin takmörk eru á stærð hundsins eða gerð. Standist hundurinn grunnmatið er sjálfboðaliðanum og hundi þeirra boðið að mæta á Hundavinanámskeiðið sem fer fram í október. Þá er stefnt á að koma sjálfboðaliðum upp víðar á landinu. „Í gangi er endurvakning á hundavinaverkefninu fyrir norðan, en þar hefur verkefnið nú þegar verið starfrækt í mörg ár en farið í dvala síðan fyrir Covid. Nú er sem sagt verið að efla það á ný,“ segir Karen. Þjónustan er eftirsótt og að sögn Karenar hafa þeir sem tekið hafa þátt í verkefninu yfirleitt ekki slæma hluti um það að segja. Þá sé komið til móts við þá sem þarfnast meiri sveigjanleika. „Þannig kannski komast ekki allir vikulega og þá koma þeir bara hálfs mánaðarlega. Við viljum bara að fólk átti sig á því að það þarf ekkert endilega að gefa allan handlegginn ef svo má segja, það telur allt,“ segir Karen. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hundar Félagasamtök Gæludýr Dýr Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira