Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2022 23:13 Hólmfríður Sveinsdóttir tók við sem rektur Háskólans á Hólum í sumar. Sigurjón Ólason Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Hann hét Bændaskólinn á Hólum þegar fiskeldisnámið hófst fyrir hartnær fjörutíu árum en það var upphaflega hugsað fyrir bændur sem vildu ala bleikju sem aukabúgrein. Hólar í Hjaltadal. Nám í fiskeldi hófst þar árið 1984 í Bændaskólanum.Sigurjón Ólason „Síðan á síðustu tuttugu árum þá hefur fiskeldið sprungið út og orðið að stóriðnaði. Þetta eru stórfyrirtæki með mikið af starfsfólki sem þurfa menntun,“ segir Bjarni Kristófer Kristjánsson, prófessor við fiskeldis- og fiskalíffræðideildina. Hann segir að áður hafi nemendur í fiskeldi kannski verið að jafnaði á bilinu sex til tíu talsins. „En á síðustu svona þremur til fjórum árum þá hefur orðið alger sprenging. Og núna eru í náminu hjá okkur um fjörutíu nemendur og þar af eru um þrjátíu nemendur nýir. Þetta er sem sagt eins árs nám,“ segir Bjarni. Hluti af því er tólf vikna verknám í fiskeldisstöð. Bjarni Kristófer Kristjánsson er prófessor við fiskeldis- og fiskalíffræðideildina á Hólum.Sigurjón Ólason Skólinn býður einnig upp á meistaranám. „Við erum með tvær línur í meistaranámi, annarsvegar rannsóknartengt meistaranám í sjávar- og vatnalíffræði, og hins vegar nám sem heitir Mar-Bio, sem er samskandinavískt nám - við erum með Norðmönnum og Svíum – og er mjög praktískt. Síðan höfum við verið að leiðbeina doktorsnemum,“ segir Bjarni. Rannsóknar- og þróunarstarf er hluti starfseminnar og háskólinn rekur kynbótastöð fyrir bleikju. Einar Svavarsson er stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvar Háskólans á Hólum.Sigurjón Ólason „Við erum sem sagt að þróa stofn, bleikjustofn, sem er hagkvæmur í eldi og gefur sem mest gæði í fiski fyrir neytendur,“ segir Einar Svavarsson, stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvarinnar. Nýr rektor, Hólmfríður Sveinsdóttir, segir skólann vilja styðja við atvinnulífið. „Háskólinn hérna er mjög tengdur atvinnulífinu. Við höfum byggt upp þessi fræðasvið í kringum atvinnugreinarnar; hestamennsku, ferðamennsku og fiskeldi, með það bara að markmiði að efla þessar greinar,“ segir Hólmfríður. Horft yfir byggðina á Hólum.Sigurjón Ólason Fiskeldisdeildin tekur einnig á móti fjölda erlendra nema í verknám. „Síðustu tvö árin hafa það verið yfir þrjátíu manns. Þannig að allt í allt þá eru í deildinni hjá okkur um áttatíu nemendur,“ segir Bjarni Kristófer. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Háskólar Fiskeldi Skagafjörður Skóla - og menntamál Um land allt Vísindi Tengdar fréttir Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00 Fiskneysla hefur aldrei verið meiri í heiminum Ný skýrsla frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sýnir að fiskneysla hefur aldrei verið meiri meðal íbúa heimsins en nú. 2. febrúar 2011 07:26 Aukið samstarf hjá háskólum Opinberu háskólarnir fjórir, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli-Háskólinn á Hólum hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega stoðþjónustu á ákveðnum sviðum. Rektorar skólanna skrifuðu undir samkomulag þessa efnis að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra í dag. 9. maí 2011 16:33 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Hann hét Bændaskólinn á Hólum þegar fiskeldisnámið hófst fyrir hartnær fjörutíu árum en það var upphaflega hugsað fyrir bændur sem vildu ala bleikju sem aukabúgrein. Hólar í Hjaltadal. Nám í fiskeldi hófst þar árið 1984 í Bændaskólanum.Sigurjón Ólason „Síðan á síðustu tuttugu árum þá hefur fiskeldið sprungið út og orðið að stóriðnaði. Þetta eru stórfyrirtæki með mikið af starfsfólki sem þurfa menntun,“ segir Bjarni Kristófer Kristjánsson, prófessor við fiskeldis- og fiskalíffræðideildina. Hann segir að áður hafi nemendur í fiskeldi kannski verið að jafnaði á bilinu sex til tíu talsins. „En á síðustu svona þremur til fjórum árum þá hefur orðið alger sprenging. Og núna eru í náminu hjá okkur um fjörutíu nemendur og þar af eru um þrjátíu nemendur nýir. Þetta er sem sagt eins árs nám,“ segir Bjarni. Hluti af því er tólf vikna verknám í fiskeldisstöð. Bjarni Kristófer Kristjánsson er prófessor við fiskeldis- og fiskalíffræðideildina á Hólum.Sigurjón Ólason Skólinn býður einnig upp á meistaranám. „Við erum með tvær línur í meistaranámi, annarsvegar rannsóknartengt meistaranám í sjávar- og vatnalíffræði, og hins vegar nám sem heitir Mar-Bio, sem er samskandinavískt nám - við erum með Norðmönnum og Svíum – og er mjög praktískt. Síðan höfum við verið að leiðbeina doktorsnemum,“ segir Bjarni. Rannsóknar- og þróunarstarf er hluti starfseminnar og háskólinn rekur kynbótastöð fyrir bleikju. Einar Svavarsson er stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvar Háskólans á Hólum.Sigurjón Ólason „Við erum sem sagt að þróa stofn, bleikjustofn, sem er hagkvæmur í eldi og gefur sem mest gæði í fiski fyrir neytendur,“ segir Einar Svavarsson, stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvarinnar. Nýr rektor, Hólmfríður Sveinsdóttir, segir skólann vilja styðja við atvinnulífið. „Háskólinn hérna er mjög tengdur atvinnulífinu. Við höfum byggt upp þessi fræðasvið í kringum atvinnugreinarnar; hestamennsku, ferðamennsku og fiskeldi, með það bara að markmiði að efla þessar greinar,“ segir Hólmfríður. Horft yfir byggðina á Hólum.Sigurjón Ólason Fiskeldisdeildin tekur einnig á móti fjölda erlendra nema í verknám. „Síðustu tvö árin hafa það verið yfir þrjátíu manns. Þannig að allt í allt þá eru í deildinni hjá okkur um áttatíu nemendur,“ segir Bjarni Kristófer. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Háskólar Fiskeldi Skagafjörður Skóla - og menntamál Um land allt Vísindi Tengdar fréttir Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00 Fiskneysla hefur aldrei verið meiri í heiminum Ný skýrsla frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sýnir að fiskneysla hefur aldrei verið meiri meðal íbúa heimsins en nú. 2. febrúar 2011 07:26 Aukið samstarf hjá háskólum Opinberu háskólarnir fjórir, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli-Háskólinn á Hólum hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega stoðþjónustu á ákveðnum sviðum. Rektorar skólanna skrifuðu undir samkomulag þessa efnis að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra í dag. 9. maí 2011 16:33 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Sjá meira
Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00
Fiskneysla hefur aldrei verið meiri í heiminum Ný skýrsla frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sýnir að fiskneysla hefur aldrei verið meiri meðal íbúa heimsins en nú. 2. febrúar 2011 07:26
Aukið samstarf hjá háskólum Opinberu háskólarnir fjórir, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli-Háskólinn á Hólum hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega stoðþjónustu á ákveðnum sviðum. Rektorar skólanna skrifuðu undir samkomulag þessa efnis að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra í dag. 9. maí 2011 16:33
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent