Eins og að vera vegan nema um helgar Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 21. september 2022 12:00 „Ég lifi bíllausum lífsstíl“ stendur aftan á deilibílum ónefnds fyrirtækis sem leigir út bíla í skammtímaleigu í örfáar klukkustundir í senn. Þetta þótti ákveðnum ökumanni svo mikil hugsanavilla að hann hafði fyrir því að skrá sig í Facebook-hóp Samtaka um bíllausan lífsstíl og birta mynd af bakhluta deilibílsins. Þannig vildi hann skora einhver mörk og afhjúpa þau sem aðhyllast bíllausan lífsstíl sem hræsnara. Myndlíkingar fengu að fljúga og það að nota deilibíl en styðja bíllausan lífsstíl átti einhvern veginn að vera „eins og að titla sig vegan og borða í öll mál vegan máltíðir en fá sér svo steikur um helgar.“ Þessi grein er alls ekki skrifuð sem einhvers konar langrækið viðbragð við fimm vikna gömlum pósti í Facebook-hópi, en gagnrýnin veltir vissulega upp spurningunni um skilgreiningu á bíllausum lífsstíl, sem greinilega ríkir ekki fullkomin sátt um. Sófakartafla verður samgönguhjólari Ég hef sjaldan lagt mikla áherslu á íþróttaiðkunn og hef þar að auki átt fjölmargar bíldruslur síðan ég fékk bílpróf, enda alin upp á Álftanesi, þar sem næsta kaffihús var í 7 kílómetra fjarlægð og nóg pláss í heimreiðinni fyrir hálfónýtan bílaflota fjölskyldunnar. Ég var því ekki vongóð um framúrskarandi nýtingu, þegar ég ákvað að fjárfesta í rándýru rafhjóli, korter í faraldur. Fyrst um sinn hjólaði ég kannski tvisvar í viku í vinnuna, og fann fljótlega hversu mikil lífsgæðaaukning það var að þjóta fram úr bílaröðunum á háannatíma, og jafnvel framhjá fossi og fallegum kanínum, og það þrátt fyrir að vera ennþá innan borgarmarka. Eftir svona ár af misdramatísku samstarfi míns og fallega borgarhjólsins, var ljóst að hjólið hefði tekið við af bílnum sem aðalsamgöngumáti minn. Með MacRide-stöng fyrir strákinn og körfu sem rúmar jafnmikið og töfrataska Mary Poppins voru mér allir vegir færir. Eða svona næstum. Bílamiðað samgöngukerfi Nema hvað, að þrátt fyrir að elska frelsið sem fylgir því að þjóta niður regnbogastrætið með vindinn í hárinu, myndabombandi brosandi ferðamenn og heilsandi kallaköllunum sem þamba kaffi á Skólavörðustígnum, þá þarf ég að eiga bíl. Ég vinn nefnilega við að gifta fólk, einkum við fallega fossa á Suðurlandi, og slíkt athæfi er fullkomlega ósamræmanlegt almenningssamgöngum. Kannski losa ég mig við bílinn einn daginn, þegar betri reynsla er komin á deilibílana, en sem stendur kemst ég ekki upp með það. Það þýðir þó ekki að ég aðhyllist ekki bíllausan lífsstíl. Raunar held ég að margir félagar í Samtökum um bíllausan lífsstíl hafi umráð yfir bíl, því hvort sem okkur líkar betur eða verr eru helstu samgönguinnviðir landsins hannaðir fyrir bílaflota landsins. Útrýming einkabílsins Það er nefnilega ekki samasemmerki á milli þess að aðhyllast bíllausan lífsstíl og að harðneita algjörlega að stíga nokkurn tíma upp í bíl. Það þýðir bara að vilja styðja við samfélag þar sem virkum ferðamátum er hampað og þar sem almenningssamgöngukerfið er ekki bara þolanlegt, heldur ákjósanlegt. Þar sem þú þarft ekki að nota bíl, en mátt það. Útrýming einkabílsins er ekki raunverulegt markmið margra, heldur er markmiðið um að útrýma þörfinni fyrir hann. Þannig að ég—stoltur eigandi Hyundai i30 sem gerir lítið annað en að taka pláss í borgarlandinu og vera geymsla fyrir hálftómar sódavatnsflöskur—aðhyllist bíllausan lífsstíl, þó ég eigi og noti einkabíl. Rétt eins og að það má vera jeppakall og fara í göngutúr, vera jafnaðarmaður og royalisti eða guðleysingi sem elskar stjörnuspeki. Heimurinn er ekki svarthvítur. Þú hlýtur kannski ekki kjör í stjórn grænkerafélags ef þú borðar steikur um helgar, en það að vera vegan á virkum dögum hefur samt talsvert mikla þýðingu þegar kemur að því að minnka sótsporið þitt, draga úr þjáningu dýra og fyrir þína eigin heilsu. Ég skora á þig að skilja bílinn eftir heima á morgun, Bíllausa daginn 22. september, og aðhyllast bíllausan lífsstíl, þó það sé ekki nema bara einn dag á ári. Höfundur er eigandi bíls og rafhjóls, áhugakona um rifrildi á samfélagsmiðlum og stjórnarmeðlimur í Samtökum um bíllausan lífsstíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Auðbjörg K. Straumland Samgöngur Hjólreiðar Rafhlaupahjól Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég lifi bíllausum lífsstíl“ stendur aftan á deilibílum ónefnds fyrirtækis sem leigir út bíla í skammtímaleigu í örfáar klukkustundir í senn. Þetta þótti ákveðnum ökumanni svo mikil hugsanavilla að hann hafði fyrir því að skrá sig í Facebook-hóp Samtaka um bíllausan lífsstíl og birta mynd af bakhluta deilibílsins. Þannig vildi hann skora einhver mörk og afhjúpa þau sem aðhyllast bíllausan lífsstíl sem hræsnara. Myndlíkingar fengu að fljúga og það að nota deilibíl en styðja bíllausan lífsstíl átti einhvern veginn að vera „eins og að titla sig vegan og borða í öll mál vegan máltíðir en fá sér svo steikur um helgar.“ Þessi grein er alls ekki skrifuð sem einhvers konar langrækið viðbragð við fimm vikna gömlum pósti í Facebook-hópi, en gagnrýnin veltir vissulega upp spurningunni um skilgreiningu á bíllausum lífsstíl, sem greinilega ríkir ekki fullkomin sátt um. Sófakartafla verður samgönguhjólari Ég hef sjaldan lagt mikla áherslu á íþróttaiðkunn og hef þar að auki átt fjölmargar bíldruslur síðan ég fékk bílpróf, enda alin upp á Álftanesi, þar sem næsta kaffihús var í 7 kílómetra fjarlægð og nóg pláss í heimreiðinni fyrir hálfónýtan bílaflota fjölskyldunnar. Ég var því ekki vongóð um framúrskarandi nýtingu, þegar ég ákvað að fjárfesta í rándýru rafhjóli, korter í faraldur. Fyrst um sinn hjólaði ég kannski tvisvar í viku í vinnuna, og fann fljótlega hversu mikil lífsgæðaaukning það var að þjóta fram úr bílaröðunum á háannatíma, og jafnvel framhjá fossi og fallegum kanínum, og það þrátt fyrir að vera ennþá innan borgarmarka. Eftir svona ár af misdramatísku samstarfi míns og fallega borgarhjólsins, var ljóst að hjólið hefði tekið við af bílnum sem aðalsamgöngumáti minn. Með MacRide-stöng fyrir strákinn og körfu sem rúmar jafnmikið og töfrataska Mary Poppins voru mér allir vegir færir. Eða svona næstum. Bílamiðað samgöngukerfi Nema hvað, að þrátt fyrir að elska frelsið sem fylgir því að þjóta niður regnbogastrætið með vindinn í hárinu, myndabombandi brosandi ferðamenn og heilsandi kallaköllunum sem þamba kaffi á Skólavörðustígnum, þá þarf ég að eiga bíl. Ég vinn nefnilega við að gifta fólk, einkum við fallega fossa á Suðurlandi, og slíkt athæfi er fullkomlega ósamræmanlegt almenningssamgöngum. Kannski losa ég mig við bílinn einn daginn, þegar betri reynsla er komin á deilibílana, en sem stendur kemst ég ekki upp með það. Það þýðir þó ekki að ég aðhyllist ekki bíllausan lífsstíl. Raunar held ég að margir félagar í Samtökum um bíllausan lífsstíl hafi umráð yfir bíl, því hvort sem okkur líkar betur eða verr eru helstu samgönguinnviðir landsins hannaðir fyrir bílaflota landsins. Útrýming einkabílsins Það er nefnilega ekki samasemmerki á milli þess að aðhyllast bíllausan lífsstíl og að harðneita algjörlega að stíga nokkurn tíma upp í bíl. Það þýðir bara að vilja styðja við samfélag þar sem virkum ferðamátum er hampað og þar sem almenningssamgöngukerfið er ekki bara þolanlegt, heldur ákjósanlegt. Þar sem þú þarft ekki að nota bíl, en mátt það. Útrýming einkabílsins er ekki raunverulegt markmið margra, heldur er markmiðið um að útrýma þörfinni fyrir hann. Þannig að ég—stoltur eigandi Hyundai i30 sem gerir lítið annað en að taka pláss í borgarlandinu og vera geymsla fyrir hálftómar sódavatnsflöskur—aðhyllist bíllausan lífsstíl, þó ég eigi og noti einkabíl. Rétt eins og að það má vera jeppakall og fara í göngutúr, vera jafnaðarmaður og royalisti eða guðleysingi sem elskar stjörnuspeki. Heimurinn er ekki svarthvítur. Þú hlýtur kannski ekki kjör í stjórn grænkerafélags ef þú borðar steikur um helgar, en það að vera vegan á virkum dögum hefur samt talsvert mikla þýðingu þegar kemur að því að minnka sótsporið þitt, draga úr þjáningu dýra og fyrir þína eigin heilsu. Ég skora á þig að skilja bílinn eftir heima á morgun, Bíllausa daginn 22. september, og aðhyllast bíllausan lífsstíl, þó það sé ekki nema bara einn dag á ári. Höfundur er eigandi bíls og rafhjóls, áhugakona um rifrildi á samfélagsmiðlum og stjórnarmeðlimur í Samtökum um bíllausan lífsstíl.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar