Segist hafa sóað fimm árum af sínum ferli en neitar að hafa verið glaumgosi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2022 23:00 Ousmane Dembélé virðist loks vera að finna taktinn í Katalóníu. Steve Christo/Getty Images Ousmane Dembélé, vængmaður spænska knattspyrnuliðsins, Barcelona var keyptur á fúlgur fjár árið 2017 en það var í raun ekki fyrr en á síðustu leiktíð sem hann fór virkilega að sýna hvað í sér býr. Leikmaðurinn viðurkennir að hann hafi sóað fimm árum af ferli sínum en þvertekur fyrir að vera glaumgosi. Dembélé var rétt tæplega tvítugir þegar hann gekk í raðir Barcelona sumarið 2017 eftir frábært tímabil með Borussia Dortmund í Þýskalandi. Kaupverðið var vel yfir 100 milljónir evra en hann var keyptur til að fylla skarðið sem Neymar skildi eftir sig. Virðist það hafa tekið sinn toll á franska vængmanninum. Síðan hann gekk í raðir Börsunga hafa ýmis meiðsli plagað hann og sjaldan hefur leikmaðurinn verið nálægt sínu besta. Það er þangað til Xavi tók við stjórnartaumunum á síðustu leiktíð. Hann hrósaði leikmanninnum í hástert og gerði allt sem í sínu valdi stóð til að halda Dembélé en samningur vængmannsins rann út síðasta sumar. Hann samdi á endanum aftur við Barcelona og sér ekki eftir því í dag. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö til viðbótar í sex leikjum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. „Frá 2017 til 2021 hef ég sóað tíma mínum gríðarlega. Ég hef týnt fimm árum af ferli mínum,“ sagði Dembélé í viðtali við RMC Sport. „Ég hef glímt við erfið meiðsli aftan í læri. Þjálfararnir sögðu að ég yrði að leggja hart að mér annars myndi það halda áfram að gerast. Það skánaði þegar Ronald Koeman tók við og varð enn betra eftir að Xavi mætti. Þegar ég kom til Barca var ég yngri, ég fór út en ekki jafn mikið og fólk segir eða ímyndar sér,“ bætti vængmaðurinn við en lífstíll hans hefur verið mikið til umræðu síðan flutti til Katalóníu. Ousmane Dembele's ready to make up for lost time pic.twitter.com/ABEMWh1dwM— GOAL (@goal) September 21, 2022 Dembélé virðist loks hafa jafnað sig af meiðslum, fundið taktinn og stefnir nú á að berjast um titla með Barcelona sem og að tryggja sæti sitt í franska landsliðinu en alls hefur hann leikið 28 A-landsleiki til þessa. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Sjá meira
Dembélé var rétt tæplega tvítugir þegar hann gekk í raðir Barcelona sumarið 2017 eftir frábært tímabil með Borussia Dortmund í Þýskalandi. Kaupverðið var vel yfir 100 milljónir evra en hann var keyptur til að fylla skarðið sem Neymar skildi eftir sig. Virðist það hafa tekið sinn toll á franska vængmanninum. Síðan hann gekk í raðir Börsunga hafa ýmis meiðsli plagað hann og sjaldan hefur leikmaðurinn verið nálægt sínu besta. Það er þangað til Xavi tók við stjórnartaumunum á síðustu leiktíð. Hann hrósaði leikmanninnum í hástert og gerði allt sem í sínu valdi stóð til að halda Dembélé en samningur vængmannsins rann út síðasta sumar. Hann samdi á endanum aftur við Barcelona og sér ekki eftir því í dag. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö til viðbótar í sex leikjum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. „Frá 2017 til 2021 hef ég sóað tíma mínum gríðarlega. Ég hef týnt fimm árum af ferli mínum,“ sagði Dembélé í viðtali við RMC Sport. „Ég hef glímt við erfið meiðsli aftan í læri. Þjálfararnir sögðu að ég yrði að leggja hart að mér annars myndi það halda áfram að gerast. Það skánaði þegar Ronald Koeman tók við og varð enn betra eftir að Xavi mætti. Þegar ég kom til Barca var ég yngri, ég fór út en ekki jafn mikið og fólk segir eða ímyndar sér,“ bætti vængmaðurinn við en lífstíll hans hefur verið mikið til umræðu síðan flutti til Katalóníu. Ousmane Dembele's ready to make up for lost time pic.twitter.com/ABEMWh1dwM— GOAL (@goal) September 21, 2022 Dembélé virðist loks hafa jafnað sig af meiðslum, fundið taktinn og stefnir nú á að berjast um titla með Barcelona sem og að tryggja sæti sitt í franska landsliðinu en alls hefur hann leikið 28 A-landsleiki til þessa.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn