„Er mjög spenntur fyrir þessu og vona að strákarnir séu það líka“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 20:30 Hallgrímur Jónasson er nýr aðalþjálfari KA. Vísir/Hulda Margrét Arnari Grétarssyni, þjálfara KA, var vikið úr starfi í gær, föstudag. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarmaður Arnars, tekur við stjórnartaumunum og mun stýra liðinu út þetta tímabil sem og næstu þrjú ár. Honum lýst vel á verkefnið. Arnar var nokkuð óvænt látinn fara frá KA þrátt fyrir góðan árangur í sumar jafnt og á síðustu leiktíð. Arnar sagði í gær að ástæðan væri líklega sú að hann væri með munnlegt samkomulag við annað félag um að taka við þjálfun þess að leiktíðinni lokinni. „Mér lýst mjög vel á þetta. Spennandi tímar framundan. Erum með gott lið, á góðum stað og ég er mjög spenntur fyrir þessu og vona að strákarnir séu það líka,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag. „Ég er lengi búinn að stefna að því að fara í þjálfun á hæsta stigi en ég var svo sem ekkert búinn að ákveða hvaða tímapunktur myndi passa. Var bara að reyna njóta þess í „núinu“ að vera spila en síðan gerist það fyrir tveimur árum að ég er kúplaður út úr því að fá að spila út af einni tæklingu og þá byrjaði ég að aðstoða Óla Stefán [Flóventsson] og svo Arnar.“ „Maður er búinn að fá smjörþefinn af þessu og ég finn að þetta er eitthvað sem mig langar að gera. Þetta kom virkilega snöggt upp og var ákvörðun sem ég þurfti að hugsa vel. Var svo tilkynnt í gær og ég er mjög ánægður með það.“ „Nú er þetta nýskeð, gerðist seinni partinn í gær. Ég er enn að átta mig á stöðunni en eins og ég segi, liðinu hefur gengið vel í sumar og við ætlum að halda þeirri vegferð áfram. Teljum okkur vera sterka og erum að einbeita okkur á að komast í Evrópu.“ „Arnar gerði margt mjög gott fyrir klúbbinn og nú er sú tíð búin og ég tek við með mitt teymi. Við erum að horfa fram veginn. Erfitt fyrir mig að dæma það núna hvort allir séu himinlifandi eða brjálaðir þar sem þetta er nýskeð og ég á eftir að hitta strákana,“ sagði nýráðinn þjálfari KA að lokum í viðtali sínu við Stöð 2 og Vísi. KA er sem stendur í 3. sæti Bestu deildar með 43 stig, jafn mörg og Víkingur sem situr í 2. sæti. KA mætir KR 2. október þegar úrslitakeppnin hefst. Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Tengdar fréttir Arnar hættur hjá KA og Hallgrímur tekur við Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari KA í Bestu deild karla. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari liðsins verður aðalþjálfari liðsins en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. 23. september 2022 19:30 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Arnar var nokkuð óvænt látinn fara frá KA þrátt fyrir góðan árangur í sumar jafnt og á síðustu leiktíð. Arnar sagði í gær að ástæðan væri líklega sú að hann væri með munnlegt samkomulag við annað félag um að taka við þjálfun þess að leiktíðinni lokinni. „Mér lýst mjög vel á þetta. Spennandi tímar framundan. Erum með gott lið, á góðum stað og ég er mjög spenntur fyrir þessu og vona að strákarnir séu það líka,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag. „Ég er lengi búinn að stefna að því að fara í þjálfun á hæsta stigi en ég var svo sem ekkert búinn að ákveða hvaða tímapunktur myndi passa. Var bara að reyna njóta þess í „núinu“ að vera spila en síðan gerist það fyrir tveimur árum að ég er kúplaður út úr því að fá að spila út af einni tæklingu og þá byrjaði ég að aðstoða Óla Stefán [Flóventsson] og svo Arnar.“ „Maður er búinn að fá smjörþefinn af þessu og ég finn að þetta er eitthvað sem mig langar að gera. Þetta kom virkilega snöggt upp og var ákvörðun sem ég þurfti að hugsa vel. Var svo tilkynnt í gær og ég er mjög ánægður með það.“ „Nú er þetta nýskeð, gerðist seinni partinn í gær. Ég er enn að átta mig á stöðunni en eins og ég segi, liðinu hefur gengið vel í sumar og við ætlum að halda þeirri vegferð áfram. Teljum okkur vera sterka og erum að einbeita okkur á að komast í Evrópu.“ „Arnar gerði margt mjög gott fyrir klúbbinn og nú er sú tíð búin og ég tek við með mitt teymi. Við erum að horfa fram veginn. Erfitt fyrir mig að dæma það núna hvort allir séu himinlifandi eða brjálaðir þar sem þetta er nýskeð og ég á eftir að hitta strákana,“ sagði nýráðinn þjálfari KA að lokum í viðtali sínu við Stöð 2 og Vísi. KA er sem stendur í 3. sæti Bestu deildar með 43 stig, jafn mörg og Víkingur sem situr í 2. sæti. KA mætir KR 2. október þegar úrslitakeppnin hefst.
Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Tengdar fréttir Arnar hættur hjá KA og Hallgrímur tekur við Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari KA í Bestu deild karla. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari liðsins verður aðalþjálfari liðsins en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. 23. september 2022 19:30 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Arnar hættur hjá KA og Hallgrímur tekur við Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari KA í Bestu deild karla. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari liðsins verður aðalþjálfari liðsins en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. 23. september 2022 19:30