„Ég var skelfingu lostinn“ Bjarki Sigurðsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. september 2022 19:35 Ken Jones hefur verið fastur í Möðrudölum í tæpan sólarhring. Vísir Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs. Einhverjir ferðamannanna bíða enn í Möðrudal en bílaleigur ferðamannanna vinna nú hörðum höndum að því að útvega þeim nýja bíla. Rúður í nánast hverjum einasta bíl á svæðinu eru nefnilega sprungnar og standa þeir yfirgefnir við veitingastaðinn Beitarhúsið á Möðrudalsöræfum. Ken Jones er einn þeirra sem situr fastur í Möðrudal. „Um leið og við komum þangað fundum við fyrir grjótfokinu. Ég held að þriðja rokan hafi brotið hliðargluggana bílstjóramegin. Ég tel mig heppinn að hafa ekki meiðst,“ segir Ken í samtali við fréttastofu en hann var sjálfur að keyra þegar óveðrið skall á. Bílarnir í Möðrudölum allir mikið tjónaðir eftir veðrið.Friðrik Árnason Varstu hræddur á einhverju augnabliki? „Ég var skelfingu lostinn. Þetta var mjög slæmt. Ég hef aldrei lent í öðru eins.“ Ken íhugar nú að framlengja ferð sína á landinu til þess að hann muni ekki eftir Íslandsferðinni sem slæmri ferð. Bæði bílaleigan og ferðaþjónustan sem hann bókaði ferðina hingað til lands með leita nú að leiðum til að aðstoða hann en hann kom hingað á fimmtudaginn í síðustu viku. „Kannski ætti að fræða fólk betur um veðrið. Svo við vitum hverju má eiga von á. En ég býst við því að svona sé sjaldgæft. Ég er nánast ánægður að hafa fengið að vera hluti af þessu, en á sama tíma ekki,“ segir Ken. Óveðrið skall hvað harðast á Austurland en þar eru gular viðvaranir enn í gildi. Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast en veðrið var hvað verst á Reyðarfirði og hefur enn ekki lægt. „Við vorum með fjóra hópa úti frá okkur, svo fengum við aðstoð frá Norðfirði og Fáskrúðsfirði. Við fengum tvo hópa frá Norðfirði og einn frá Fáskrúðsfirði. Þetta gerðist allt á einum klukkutíma, þá var allt orðið brjálað í bænum,“ segir Hjalti Þórarinn Ásmundsson, varaformaður björgunarsveitarinnar á Reyðarfirði, í samtali við fréttastofu. Hjalti Þórarinn Ásmundsson er varaformaður björgunarsveitarinnar á Reyðarfirði.Vísir Eignatjón virðist hlaupa á hundruð milljónum króna, ef marka má samtöl við bæði eigendur og fulltrúa tryggingafélaga. Allar hurðir á slökkviliðsstöðinni og einn útveggurinn sprakk upp og sama gerðist hjá Eimskipum, vélaverkstæðinu Launafli og á höfninni. Þar sprakk allt í tætlur, það var eins og búið væri að varpa handsprengju þarna niður. Það er stórtjón, hundruð milljóna held ég,“ segir Hjalti. Veðrið lék einnig íbúa Seyðisfjarðar grátt.Hafþór Harðarson Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við fréttastofu að þrátt fyrir að veðrið sé að mörgu leiti óvenjulegt sé það ekki einstakt. Það líða svona einvherjir áratugir á milli þess sem þetta gerist á hverjum stað. Ekki síst ef við miðum við árstímann. Enga síður þá er þetta veður ekkert einstakt, þetta er eitthvað sem við getum búist við endrum og sinnum. Við höfum allmörg dæmi úr fortíðinni en það er skiljanlegt að fólk á miðjum aldri og yngra fólk muni ekki eftir þessu,“ segir Trausti. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir veðrið ekki vera einstakt.Vísir Veður Óveður 25. september 2022 Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Einhverjir ferðamannanna bíða enn í Möðrudal en bílaleigur ferðamannanna vinna nú hörðum höndum að því að útvega þeim nýja bíla. Rúður í nánast hverjum einasta bíl á svæðinu eru nefnilega sprungnar og standa þeir yfirgefnir við veitingastaðinn Beitarhúsið á Möðrudalsöræfum. Ken Jones er einn þeirra sem situr fastur í Möðrudal. „Um leið og við komum þangað fundum við fyrir grjótfokinu. Ég held að þriðja rokan hafi brotið hliðargluggana bílstjóramegin. Ég tel mig heppinn að hafa ekki meiðst,“ segir Ken í samtali við fréttastofu en hann var sjálfur að keyra þegar óveðrið skall á. Bílarnir í Möðrudölum allir mikið tjónaðir eftir veðrið.Friðrik Árnason Varstu hræddur á einhverju augnabliki? „Ég var skelfingu lostinn. Þetta var mjög slæmt. Ég hef aldrei lent í öðru eins.“ Ken íhugar nú að framlengja ferð sína á landinu til þess að hann muni ekki eftir Íslandsferðinni sem slæmri ferð. Bæði bílaleigan og ferðaþjónustan sem hann bókaði ferðina hingað til lands með leita nú að leiðum til að aðstoða hann en hann kom hingað á fimmtudaginn í síðustu viku. „Kannski ætti að fræða fólk betur um veðrið. Svo við vitum hverju má eiga von á. En ég býst við því að svona sé sjaldgæft. Ég er nánast ánægður að hafa fengið að vera hluti af þessu, en á sama tíma ekki,“ segir Ken. Óveðrið skall hvað harðast á Austurland en þar eru gular viðvaranir enn í gildi. Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast en veðrið var hvað verst á Reyðarfirði og hefur enn ekki lægt. „Við vorum með fjóra hópa úti frá okkur, svo fengum við aðstoð frá Norðfirði og Fáskrúðsfirði. Við fengum tvo hópa frá Norðfirði og einn frá Fáskrúðsfirði. Þetta gerðist allt á einum klukkutíma, þá var allt orðið brjálað í bænum,“ segir Hjalti Þórarinn Ásmundsson, varaformaður björgunarsveitarinnar á Reyðarfirði, í samtali við fréttastofu. Hjalti Þórarinn Ásmundsson er varaformaður björgunarsveitarinnar á Reyðarfirði.Vísir Eignatjón virðist hlaupa á hundruð milljónum króna, ef marka má samtöl við bæði eigendur og fulltrúa tryggingafélaga. Allar hurðir á slökkviliðsstöðinni og einn útveggurinn sprakk upp og sama gerðist hjá Eimskipum, vélaverkstæðinu Launafli og á höfninni. Þar sprakk allt í tætlur, það var eins og búið væri að varpa handsprengju þarna niður. Það er stórtjón, hundruð milljóna held ég,“ segir Hjalti. Veðrið lék einnig íbúa Seyðisfjarðar grátt.Hafþór Harðarson Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við fréttastofu að þrátt fyrir að veðrið sé að mörgu leiti óvenjulegt sé það ekki einstakt. Það líða svona einvherjir áratugir á milli þess sem þetta gerist á hverjum stað. Ekki síst ef við miðum við árstímann. Enga síður þá er þetta veður ekkert einstakt, þetta er eitthvað sem við getum búist við endrum og sinnum. Við höfum allmörg dæmi úr fortíðinni en það er skiljanlegt að fólk á miðjum aldri og yngra fólk muni ekki eftir þessu,“ segir Trausti. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir veðrið ekki vera einstakt.Vísir
Veður Óveður 25. september 2022 Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira