Nýja stjórnarskrá fyrir minnihlutahópa Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 27. september 2022 09:30 Á hverjum tíma koma fram ýmsar kröfur og stefnumál í samfélaginu. Hver kannast ekki við græna uppbyggingu og svart hagkerfi, jöfnuð og fjármagnstekjur, ábyrga hagstjórn og bankahrun, jafnrétti og jákvæða mismunun, velferð og barnavernd, samgöngur og hunda, borgarlínu og hesta. Ég stend í þeirri trú að mannréttindi og almenn réttindamál sé gott að skoða, annars vegar í tengslum við réttindabaráttu kvenna á Íslandi og hins vegar í samhengi við stöðu minnihlutahópa. Það er líklega óþarfi að leita leiðsagnar viðskiptalífsins. Ég held að öllum sem vilja kynnast íslenskri stjórnarskrá, eðli hennar og þróun sé hollt að kynnast þróunarsögu hinnar vitibornu konu. Jafnrétti er eitt grundvallarmannréttinda stjórnarskrárinnar og stendur þar við hlið annarra mannréttinda, næst á eftir þeim rétthæstu sem eru hagsmunir barna. Á þjóðveldisöld máttu giftar konur ráða heimilinu að því leyti sem snerti innanstokksmuni. Réttindi kvenna þróuðust hratt í samanburði við þróunarsögu hins vitiborna manns. Svo gustaði um kvenréttindabaráttuna á Íslandi að sögur herma að karlar sem hjá stóðu hafi fengið áður óþekkt kvef. Þegar kom fram á 13. öld var orðið bannað að gifta konur nema spyrja þær fyrst og þær öðluðust erfðarétt með ákveðnum skilyrðum. Þetta átti við um ekkjur og ógiftar konur en ekki þær sem voru í hjúskap. Það er nú ekki lengra liðið en tveir ógæfuríkir karlmannsaldrar frá því konur öðluðust sín fyrstu fjárhagslegu réttindi. Þau glötuðust þó enn við hjúskap. Sagan segir að þessi skipan varðandi forsjárhæfni karlmannsins hafi verið góð fyrir samfélagið enda eiginmenn oft drykkfelldir og auralitlir. Upp úr þarsíðustu aldamótum máttu konur mennta sig við sérhannaðan kvennaskóla og eignuðust séreignaréttindi. Tímamótalög heimiluðu konum að eiga og ráðstafa eignum sínum með tilteknum skilyrðum. Skömmu síðar fengu ekkjur og ógiftar konur skilyrtan kosningarétt og jafnvel kjörgengi. Hver hefði trúað því!? Rauðsokkuhreyfingin var stofnuð, kvennafrídagar litu dagsins ljós og konur gátu jafnvel farið í verkföll. Fyrstu jafnréttislögin tóku gildi þegar ég var ungur drengur, eða stúlka. En konur létu ekki staðar numið. Þær stofnuðu Femínistafélag Íslands, gengu druslugöngu, drógu kynferðismálin úr myrkrinu og klæddu þau í hæfilegan búning og hrintu fyrir borgarlínuna. Á síðustu árum hafa réttindi kynjanna verið hin sömu og aðeins hallar lítt eitt en hæfilega á karla. Hins vegar er stjórnarskráin alveg skýr um það að karlar skuli njóta jafnra réttinda á við konur. Það er þó ákveðin trygging? Núgildandi stjórnarskrá er gömul en ný hefur þó verið samin og samþykkt af þjóðinni. Hún hefur beðið utangarðs í áratug af einhverjum ástæðum. Ég tel að það sé alveg þjóðráð að kveðja gömlu stjórnarskránna með nýrri þó ekki sé nema til þess að sýna nútímaleg litbrigði fjöldans. Ég lít ekkert endilega þannig á að gamla skruddan sé úr sér gengin heldur sýnist mér að leiður kækur íslenskra stjórnvalda sé sá að fara alls ekkert eftir því sem í henni stendur. Ég lít þannig á nýja stjórnarskrá sem tilraun til að hætta að reykja; nokkurs konar áramótaheit. Og ei skal óttast nú frekar en áður þegar Hinrik konungur elti dreka á árum áður. Jafnréttið er líka ritað á góðri tungu í texta nýju stjórnarskrárinnar, jafn traust og skírlífsbelti drottningar. Alþingi gæti haldið ró sinni, líkt og Hinrik, og gefið fyrirheit um að leita sér ráðgjafar, jafnvel á götum úti og lært að forðast handahófskenndan og móðurlausan lagatexta. Framkvæmdavaldið gæti þá heitið því að láta af áhuga sínum á útúrsnúnum reglugerðartexta. Fyrirheit stofnana og sveitarfélaga gæti verið að hætta notkun óþekktra heimilda við ritun reglna og borgar- eða bæjarsamþykkta. Með þessum hætti gæti gildistaka nýrrar stjórnarskrár orðið happadrjúg og til þess að íslenska ríkið hætti að tapa hverju málinu á fætur öðru fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. En stjórnarskránna þarf hins vegar að handleika undir raunagóðri leiðsögn kvenna í stað brotgengrar karlmennsku. Ég vinn að miklu leyti fyrir minnihlutahópa sem eiga það sameiginlegt að þurfa að reiða sig á að stjórnvöld verndi þá með mannréttindaloforð að vopni. Og þessir sömu minnihlutahópar eiga að geta treyst því að stjórnmálaflokkar, sem taka sig alvarlega, beri virðingu fyrir þeim ófrávíkjanlegu lágmarksskyldum sem stjórnarskráin setur stjórnvöldum. Stjórnarskráin felur í sér bindandi og ófrávíkjanlegt samkomulag á milli stjórnvalda og almennings. Hún inniheldur lágmarksskilyrði sem tilvist stjórnskipunar Íslands byggir á. Þannig má segja að hún feli í sér gagnkvæm loforð, annars vegar loforð til almennings um virðingu fyrir texta stjórnarskrárinnar og hins vegar loforð um forræði stjórnvalda eftir því. Þetta er kaldrifjaður samningur með óefnislegum og ópólitískum loforðum. Stjórnarskráin er hlutlæg trygging borgara gegn huglægum og hagsmunatengdum aðgerðum stjórnvalda. Stjórnarskráin er kvenkyns í hlutarins eðli. Hún er lífsreynd móðir allra laga, amma allra reglugerða og langamma allra annarra stjórnvaldsfyrirmæla. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Stjórnarskrá Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á hverjum tíma koma fram ýmsar kröfur og stefnumál í samfélaginu. Hver kannast ekki við græna uppbyggingu og svart hagkerfi, jöfnuð og fjármagnstekjur, ábyrga hagstjórn og bankahrun, jafnrétti og jákvæða mismunun, velferð og barnavernd, samgöngur og hunda, borgarlínu og hesta. Ég stend í þeirri trú að mannréttindi og almenn réttindamál sé gott að skoða, annars vegar í tengslum við réttindabaráttu kvenna á Íslandi og hins vegar í samhengi við stöðu minnihlutahópa. Það er líklega óþarfi að leita leiðsagnar viðskiptalífsins. Ég held að öllum sem vilja kynnast íslenskri stjórnarskrá, eðli hennar og þróun sé hollt að kynnast þróunarsögu hinnar vitibornu konu. Jafnrétti er eitt grundvallarmannréttinda stjórnarskrárinnar og stendur þar við hlið annarra mannréttinda, næst á eftir þeim rétthæstu sem eru hagsmunir barna. Á þjóðveldisöld máttu giftar konur ráða heimilinu að því leyti sem snerti innanstokksmuni. Réttindi kvenna þróuðust hratt í samanburði við þróunarsögu hins vitiborna manns. Svo gustaði um kvenréttindabaráttuna á Íslandi að sögur herma að karlar sem hjá stóðu hafi fengið áður óþekkt kvef. Þegar kom fram á 13. öld var orðið bannað að gifta konur nema spyrja þær fyrst og þær öðluðust erfðarétt með ákveðnum skilyrðum. Þetta átti við um ekkjur og ógiftar konur en ekki þær sem voru í hjúskap. Það er nú ekki lengra liðið en tveir ógæfuríkir karlmannsaldrar frá því konur öðluðust sín fyrstu fjárhagslegu réttindi. Þau glötuðust þó enn við hjúskap. Sagan segir að þessi skipan varðandi forsjárhæfni karlmannsins hafi verið góð fyrir samfélagið enda eiginmenn oft drykkfelldir og auralitlir. Upp úr þarsíðustu aldamótum máttu konur mennta sig við sérhannaðan kvennaskóla og eignuðust séreignaréttindi. Tímamótalög heimiluðu konum að eiga og ráðstafa eignum sínum með tilteknum skilyrðum. Skömmu síðar fengu ekkjur og ógiftar konur skilyrtan kosningarétt og jafnvel kjörgengi. Hver hefði trúað því!? Rauðsokkuhreyfingin var stofnuð, kvennafrídagar litu dagsins ljós og konur gátu jafnvel farið í verkföll. Fyrstu jafnréttislögin tóku gildi þegar ég var ungur drengur, eða stúlka. En konur létu ekki staðar numið. Þær stofnuðu Femínistafélag Íslands, gengu druslugöngu, drógu kynferðismálin úr myrkrinu og klæddu þau í hæfilegan búning og hrintu fyrir borgarlínuna. Á síðustu árum hafa réttindi kynjanna verið hin sömu og aðeins hallar lítt eitt en hæfilega á karla. Hins vegar er stjórnarskráin alveg skýr um það að karlar skuli njóta jafnra réttinda á við konur. Það er þó ákveðin trygging? Núgildandi stjórnarskrá er gömul en ný hefur þó verið samin og samþykkt af þjóðinni. Hún hefur beðið utangarðs í áratug af einhverjum ástæðum. Ég tel að það sé alveg þjóðráð að kveðja gömlu stjórnarskránna með nýrri þó ekki sé nema til þess að sýna nútímaleg litbrigði fjöldans. Ég lít ekkert endilega þannig á að gamla skruddan sé úr sér gengin heldur sýnist mér að leiður kækur íslenskra stjórnvalda sé sá að fara alls ekkert eftir því sem í henni stendur. Ég lít þannig á nýja stjórnarskrá sem tilraun til að hætta að reykja; nokkurs konar áramótaheit. Og ei skal óttast nú frekar en áður þegar Hinrik konungur elti dreka á árum áður. Jafnréttið er líka ritað á góðri tungu í texta nýju stjórnarskrárinnar, jafn traust og skírlífsbelti drottningar. Alþingi gæti haldið ró sinni, líkt og Hinrik, og gefið fyrirheit um að leita sér ráðgjafar, jafnvel á götum úti og lært að forðast handahófskenndan og móðurlausan lagatexta. Framkvæmdavaldið gæti þá heitið því að láta af áhuga sínum á útúrsnúnum reglugerðartexta. Fyrirheit stofnana og sveitarfélaga gæti verið að hætta notkun óþekktra heimilda við ritun reglna og borgar- eða bæjarsamþykkta. Með þessum hætti gæti gildistaka nýrrar stjórnarskrár orðið happadrjúg og til þess að íslenska ríkið hætti að tapa hverju málinu á fætur öðru fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. En stjórnarskránna þarf hins vegar að handleika undir raunagóðri leiðsögn kvenna í stað brotgengrar karlmennsku. Ég vinn að miklu leyti fyrir minnihlutahópa sem eiga það sameiginlegt að þurfa að reiða sig á að stjórnvöld verndi þá með mannréttindaloforð að vopni. Og þessir sömu minnihlutahópar eiga að geta treyst því að stjórnmálaflokkar, sem taka sig alvarlega, beri virðingu fyrir þeim ófrávíkjanlegu lágmarksskyldum sem stjórnarskráin setur stjórnvöldum. Stjórnarskráin felur í sér bindandi og ófrávíkjanlegt samkomulag á milli stjórnvalda og almennings. Hún inniheldur lágmarksskilyrði sem tilvist stjórnskipunar Íslands byggir á. Þannig má segja að hún feli í sér gagnkvæm loforð, annars vegar loforð til almennings um virðingu fyrir texta stjórnarskrárinnar og hins vegar loforð um forræði stjórnvalda eftir því. Þetta er kaldrifjaður samningur með óefnislegum og ópólitískum loforðum. Stjórnarskráin er hlutlæg trygging borgara gegn huglægum og hagsmunatengdum aðgerðum stjórnvalda. Stjórnarskráin er kvenkyns í hlutarins eðli. Hún er lífsreynd móðir allra laga, amma allra reglugerða og langamma allra annarra stjórnvaldsfyrirmæla. Höfundur er formaður Afstöðu.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun