Berlusconi aftur á þing eftir áratugs fjarveru Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2022 11:21 Berlusconi með kærustu sinni, Mörtu Fascina, á kjörstað í Mílanó á sunnudag. Fascina náði einnig kjöri til þings. AP/Antonio Calanni Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tekur sæti á ítalska þinginu í fyrsta skipti í tæpan áratug eftir að meirihluti kjósenda í Monza greiddi honum atkvæði um helgina. Berlusconi var bannað að gegna opinberu embætti vegna dóms sem hann fékk fyrir skattsvik. Þrátt fyrir að Áfram Ítalía, flokkur Berlusconi, hafi tapað fylgi frá síðustu kosningum stóð hann sig betur en kannanir bentu til. Í Monza á Norður-Ítalíu hlaut forsætisráðherrann fyrrverandi meira en fimmtíu prósent atkvæða til öldungadeildarsætis. Hann á knattspyrnulið borgarinnar sem komst nýlega upp í efstu deild. Berlusconi, sem er 86 ára gamall, var vísað úr öldungadeildinni eftir að hann hlaut dóm fyrir skattsvik sem tengdist fjölmiðlaveldi hans árið 2013. Var honum bannað að gegna opinberu embætti í sex ár. Eftir að honum var leyft að bjóða sig fram aftur náði hann sæti á Evrópuþinginu árið 2019. Tveir flokkar sem eru enn lengra til hægri en Áfram Ítalía voru sigurvegarar kosninganna á Ítalíu um helgina. Fastlega er gert ráð fyrir að Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðralags Ítalíu, verði forsætisráðherra í fyrstu stjórn róttækrar hægrimann frá því að fasistaforinginn Benito Mussolini stýrði landinu í síðari heimsstyrjöldinni. Berlusconi segist ætla að beita áhrifum sínum til að draga úr öfgum hinna bandalagsflokkanna tveggja, Bræðralags Meloni og Bandalags Matteo Salivnis. Marta Fascina, 32 ára gömul kærasta Berlusconi, náði einnig kjöri til þings um helgina. Hún vann sæti í neðri deild þingsins fyrir Marsala á Sikiley þrátt fyrir að hún hefði aldrei látið sjá sig þar í kosningabaráttunni. Hún hefur sagst hafa komið til Sikileyjar með föður sínum í frí þegar hún var barn. Berlusconi gegndi embætti forsætisráðherra í þrígang. Síðast hrökklaðist hann úr embættinu í skugga alvarlegrar fjármálakreppu og ásakana um að hann hefði greitt unglingsstúlku fyrir kynlíf árið 2011. Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. 26. september 2022 21:18 „Ítalía valdi okkur“ Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. 26. september 2022 07:22 Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. 25. september 2022 23:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Þrátt fyrir að Áfram Ítalía, flokkur Berlusconi, hafi tapað fylgi frá síðustu kosningum stóð hann sig betur en kannanir bentu til. Í Monza á Norður-Ítalíu hlaut forsætisráðherrann fyrrverandi meira en fimmtíu prósent atkvæða til öldungadeildarsætis. Hann á knattspyrnulið borgarinnar sem komst nýlega upp í efstu deild. Berlusconi, sem er 86 ára gamall, var vísað úr öldungadeildinni eftir að hann hlaut dóm fyrir skattsvik sem tengdist fjölmiðlaveldi hans árið 2013. Var honum bannað að gegna opinberu embætti í sex ár. Eftir að honum var leyft að bjóða sig fram aftur náði hann sæti á Evrópuþinginu árið 2019. Tveir flokkar sem eru enn lengra til hægri en Áfram Ítalía voru sigurvegarar kosninganna á Ítalíu um helgina. Fastlega er gert ráð fyrir að Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðralags Ítalíu, verði forsætisráðherra í fyrstu stjórn róttækrar hægrimann frá því að fasistaforinginn Benito Mussolini stýrði landinu í síðari heimsstyrjöldinni. Berlusconi segist ætla að beita áhrifum sínum til að draga úr öfgum hinna bandalagsflokkanna tveggja, Bræðralags Meloni og Bandalags Matteo Salivnis. Marta Fascina, 32 ára gömul kærasta Berlusconi, náði einnig kjöri til þings um helgina. Hún vann sæti í neðri deild þingsins fyrir Marsala á Sikiley þrátt fyrir að hún hefði aldrei látið sjá sig þar í kosningabaráttunni. Hún hefur sagst hafa komið til Sikileyjar með föður sínum í frí þegar hún var barn. Berlusconi gegndi embætti forsætisráðherra í þrígang. Síðast hrökklaðist hann úr embættinu í skugga alvarlegrar fjármálakreppu og ásakana um að hann hefði greitt unglingsstúlku fyrir kynlíf árið 2011.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. 26. september 2022 21:18 „Ítalía valdi okkur“ Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. 26. september 2022 07:22 Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. 25. september 2022 23:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. 26. september 2022 21:18
„Ítalía valdi okkur“ Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. 26. september 2022 07:22
Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. 25. september 2022 23:30