„Við erum að tala um ekki bara hundruð milljarða heldur þúsundir milljarða“ Snorri Másson skrifar 29. september 2022 08:00 Bergi Ebba Benediktssyni rithöfundi og fyrirlesara er margt til lista lagt; hið nýjasta er að vera sérlegur áhugamaður um lífeyrissjóði. Bergur segir í viðtali við Ísland í dag að hann hafi áhyggjur af „ídentítet“-leysi lífeyrissjóða, enda séu þeir á meðal mikilvægari stofnana í okkar samfélagi. „Við lítum á þetta bara 100% eins og einhverja banka, það eigi bara að vera fólk sem sinnir þessum málum, helst bara einhver grá jakkaföt og við vitum varla hvað lífeyrissjóðirnir heita sem við greiðum í. Mér finnst það ekki vera rétt af því að lífeyrissjóðir hafa möguleika á að vera mjög lýðræðislegar stofnanir eða fyrirtæki eftir atvikum,“ segir Bergur. Fólk á að hafa skoðun á því í hvaða lífeyrissjóð það greiðir, segir Bergur Ebbi Benediktsson.Vísir Í innslaginu hér að ofan er fjallað um lífeyrismál í víðum skilningi og rætt við fólk á förnum vegi um málið. Viðtal við Berg hefst á níundu mínútu. Bergur Ebbi hefur um nokkurra ára verið varamaður í stjórnum lífeyrissjóða; nú í stjórn Lífsverks eftir að hafa tekið sæti þar fyrst árið 2019. Bergur segir að lífeyriskerfið í núverandi mynd sé tiltölulega nýtilkomið og að eðlilegt sé að fólk sé ekki farið að treysta sér alveg til að sjá fyrir sér ávinning þess til lengri tíma. Það eigi þó bjarta framtíð. Það sé ekki fjarri lagi að halda því fram lífeyrismál séu málaflokkur fyrir nörda, en hins vegar „má líka líta á þetta þannig að þetta sé málaflokkur þar sem hagsmunirnir eru hvað allra mestir og við erum að tala ekki bara um hundruð milljarða heldur þúsundir milljarða í stóra samhenginu. Og sumir hafa áhuga á því.“ Bergur segir lífeyrissjóðina hafa mikil áhrif á það hvert við stefnum sem þjóð, enda séu þar teknar ákvarðanir um meiri háttar fjárfestingar í verkefnum og fyrirtækjum. Það sé öllum í hag að það lukkist. „Ef allt fer samkvæmt áætlun munu þessir lífeyrissjóðir standa undir því að halda uppi lífsgæðum okkar eftir að við hættum að vinna,“ segir Bergur. Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Ísland í dag Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
„Við lítum á þetta bara 100% eins og einhverja banka, það eigi bara að vera fólk sem sinnir þessum málum, helst bara einhver grá jakkaföt og við vitum varla hvað lífeyrissjóðirnir heita sem við greiðum í. Mér finnst það ekki vera rétt af því að lífeyrissjóðir hafa möguleika á að vera mjög lýðræðislegar stofnanir eða fyrirtæki eftir atvikum,“ segir Bergur. Fólk á að hafa skoðun á því í hvaða lífeyrissjóð það greiðir, segir Bergur Ebbi Benediktsson.Vísir Í innslaginu hér að ofan er fjallað um lífeyrismál í víðum skilningi og rætt við fólk á förnum vegi um málið. Viðtal við Berg hefst á níundu mínútu. Bergur Ebbi hefur um nokkurra ára verið varamaður í stjórnum lífeyrissjóða; nú í stjórn Lífsverks eftir að hafa tekið sæti þar fyrst árið 2019. Bergur segir að lífeyriskerfið í núverandi mynd sé tiltölulega nýtilkomið og að eðlilegt sé að fólk sé ekki farið að treysta sér alveg til að sjá fyrir sér ávinning þess til lengri tíma. Það eigi þó bjarta framtíð. Það sé ekki fjarri lagi að halda því fram lífeyrismál séu málaflokkur fyrir nörda, en hins vegar „má líka líta á þetta þannig að þetta sé málaflokkur þar sem hagsmunirnir eru hvað allra mestir og við erum að tala ekki bara um hundruð milljarða heldur þúsundir milljarða í stóra samhenginu. Og sumir hafa áhuga á því.“ Bergur segir lífeyrissjóðina hafa mikil áhrif á það hvert við stefnum sem þjóð, enda séu þar teknar ákvarðanir um meiri háttar fjárfestingar í verkefnum og fyrirtækjum. Það sé öllum í hag að það lukkist. „Ef allt fer samkvæmt áætlun munu þessir lífeyrissjóðir standa undir því að halda uppi lífsgæðum okkar eftir að við hættum að vinna,“ segir Bergur.
Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Ísland í dag Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira