Hálsaskógur óþekkjanlegur eftir storminn Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 28. september 2022 14:14 Eins og sjá má varð mikið tjón á svæðinu. Kristján Ingimarsson Skógræktarfélag Djúpavogs varð fyrir miklu tjóni vegna óveðursins sem geisaði nú fyrir skömmu. Lágmark þrjú hundruð tré eyðilögðust í Hálsaskógi vegna veðursins. Stuðningsmaður skógræktarfélagsins telur ekki mögulegt fyrir félagið að taka til og laga svæðið nema með utanaðkomandi aðstoð. Skógrækt Djúpavogs varð sjötíu ára í ár og var haldið upp á afmælið þann 17. september síðastliðinn en það þýðir að elstu trén í Hálsaskógi eru um sjötíu ára gömul. Kristján Ingimarsson, íbúi á Djúpavogi og áhugamaður um skógræktina, segir í samtali við fréttastofu að tjónið á svæðinu sé gríðarlegt. Ekki sé einungis um að ræða tjón á skóginum og aðstöðunni sem hafi vakið mikla gleði hjá þorpsbúum heldur einnig tilfinningalegt tjón. Búið var að leggja stíga á svæðinu og setja upp borð og bekki en skógurinn varð vinsælt afdrep í kjölfar þess. Hér má sjá borð á svæðinu og brotin tré í kring. Aðsent/Kristján Ingimarsson „Það þótti öllum hérna mjög vænt um þessa skógrækt“ Stærstu trén í skógræktinni voru um tuttugu metra há en Kristján segir skógræktina í lamasessi eftir óveðrið. „Trén sem hafa rifnað upp með rótum þau hafa skemmt stígana, svo liggja trén sem hafa fallið þvers og kruss yfir stígana,“ segir Kristján. Hann segir skógræktarfélagið hafa varað fólk við því að vera á ferli á svæðinu vegna trjáa sem gætu dottið. Svæðið sé ekki öruggt en mikilvægt sé að hreinsun á svæðinu geti átt sér stað sem fyrst til þess að hægt sé að tryggja öryggi og hefja uppbyggingu á svæðinu að nýju. Mikil vinna mun þurfa að fara í tiltekt á svæðinu. Aðsent/Kristján Ingimarsson Trén hafi bæði rifnað upp með rótum og brotnað niður, „eitt tré hefur bara fokið úr skóginum og yfir þjóðveginn og liggur bara úti í kantinum hinu megin við veginn,“ segir Kristján. Hann segir ómögulegt að svo stöddu að meta heildartjónið en einhverjir hafi farið á svæðið og reynt að meta aðstæður, þá hafi einungis verið hægt að sjá hluta af svæðinu sem laskaðist. Þó hafi verið talin þrjú hundruð tré sem skemmdust í óveðrinu. Reynt verði að meta tjónið í heild sinni eins fljótt og hægt er. Ekkert þessu líkt hafi komið fyrir áður. Hér má sjá tré sem fauk yfir þjóðveginn. Kristján Ingimarsson „Það þótti öllum hérna mjög vænt um þessa skógrækt, það var mjög gaman að fara þarna. Margir eru að átta sig núna á máltækinu, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, það á svolítið vel við núna,“ segir Kristján. Hann segir að þó þetta sé áfall þurfi bara að setjast niður, meta stöðuna og byrja að byggja svæðið upp aftur. Skógræktin sé þó rekin í sjálfboðavinnu og muni félagið líklega ekki getað lagfært svæðið án aðstoðar opinberra aðila. Skógrækt og landgræðsla Múlaþing Óveður 25. september 2022 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Skógrækt Djúpavogs varð sjötíu ára í ár og var haldið upp á afmælið þann 17. september síðastliðinn en það þýðir að elstu trén í Hálsaskógi eru um sjötíu ára gömul. Kristján Ingimarsson, íbúi á Djúpavogi og áhugamaður um skógræktina, segir í samtali við fréttastofu að tjónið á svæðinu sé gríðarlegt. Ekki sé einungis um að ræða tjón á skóginum og aðstöðunni sem hafi vakið mikla gleði hjá þorpsbúum heldur einnig tilfinningalegt tjón. Búið var að leggja stíga á svæðinu og setja upp borð og bekki en skógurinn varð vinsælt afdrep í kjölfar þess. Hér má sjá borð á svæðinu og brotin tré í kring. Aðsent/Kristján Ingimarsson „Það þótti öllum hérna mjög vænt um þessa skógrækt“ Stærstu trén í skógræktinni voru um tuttugu metra há en Kristján segir skógræktina í lamasessi eftir óveðrið. „Trén sem hafa rifnað upp með rótum þau hafa skemmt stígana, svo liggja trén sem hafa fallið þvers og kruss yfir stígana,“ segir Kristján. Hann segir skógræktarfélagið hafa varað fólk við því að vera á ferli á svæðinu vegna trjáa sem gætu dottið. Svæðið sé ekki öruggt en mikilvægt sé að hreinsun á svæðinu geti átt sér stað sem fyrst til þess að hægt sé að tryggja öryggi og hefja uppbyggingu á svæðinu að nýju. Mikil vinna mun þurfa að fara í tiltekt á svæðinu. Aðsent/Kristján Ingimarsson Trén hafi bæði rifnað upp með rótum og brotnað niður, „eitt tré hefur bara fokið úr skóginum og yfir þjóðveginn og liggur bara úti í kantinum hinu megin við veginn,“ segir Kristján. Hann segir ómögulegt að svo stöddu að meta heildartjónið en einhverjir hafi farið á svæðið og reynt að meta aðstæður, þá hafi einungis verið hægt að sjá hluta af svæðinu sem laskaðist. Þó hafi verið talin þrjú hundruð tré sem skemmdust í óveðrinu. Reynt verði að meta tjónið í heild sinni eins fljótt og hægt er. Ekkert þessu líkt hafi komið fyrir áður. Hér má sjá tré sem fauk yfir þjóðveginn. Kristján Ingimarsson „Það þótti öllum hérna mjög vænt um þessa skógrækt, það var mjög gaman að fara þarna. Margir eru að átta sig núna á máltækinu, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, það á svolítið vel við núna,“ segir Kristján. Hann segir að þó þetta sé áfall þurfi bara að setjast niður, meta stöðuna og byrja að byggja svæðið upp aftur. Skógræktin sé þó rekin í sjálfboðavinnu og muni félagið líklega ekki getað lagfært svæðið án aðstoðar opinberra aðila.
Skógrækt og landgræðsla Múlaþing Óveður 25. september 2022 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira