Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. september 2022 07:30 Svíar hafa fundið fjórða lekann á Nord Stream gaslögnunum. epa/Varnarmálaráðuneyti Danmerkur Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við Sky News í morgun að um væri að ræða viljaverk og fordæmalausa árás. Hann sagði ríki Evrópu þurfa að vera meðvituð um þá ógn sem steðjaði að mikilvægum innviðum. Kofod sagði skemmdarverkin enn fremur áminningu um nauðsyn þess að verða óháð orku frá Rússlandi. Alþjóðleg nefnd um refsiaðgerðir hefur komist að þeirri niðurstöðu að lýsa ætti Rússland ríki sem styður við hryðjuverk og að landið falli nú undir skilgreininguna á „hryðjuverkaríki“ í Bandaríkjunum og Kanada. Yfirvöld í Rússlandi hafa freistað þess að kenna Bandaríkjamönnum um gaslekann og samkvæmt RIA Novosti sendi utanríkisráðuneytið frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði að lekarnir hefðu komið upp á svæði sem væri undir stjórn bandarískra öryggisyfirvalda. Rússar hafa meðal annars vísað til ummæla Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í aðdraganda innrásarinnar að ef Rússar færu inn í Úkraínu yrði ekkert af Nord Stream 2. Þess ber þó að geta að Þjóðverjar lokuðu á það samstarf strax í kjölfar innrásarinnar. Stjórnvöld vestanhafs tilkynntu í gær að þau hygðust senda Úkraínumönnum átján Himars-eldflaugakerfi til viðbótar við þau sextán sem þeir hefðu þegar fengið. Úkraínuher hefur notað kerfin í gagnsókn sinni með góðum árangri. Í vopnapakkanum nýja, sem er metinn á 1,1 milljarð Bandaríkjadala, verður einnig að finna 150 brynvarin farartæki, 150 önnur farartæki og kerfi sem munu nýtast Úkraínumönnum til að verjast írönskum drónum sem Rússar hafa verið að nota á vígvellinum. Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Svíþjóð Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við Sky News í morgun að um væri að ræða viljaverk og fordæmalausa árás. Hann sagði ríki Evrópu þurfa að vera meðvituð um þá ógn sem steðjaði að mikilvægum innviðum. Kofod sagði skemmdarverkin enn fremur áminningu um nauðsyn þess að verða óháð orku frá Rússlandi. Alþjóðleg nefnd um refsiaðgerðir hefur komist að þeirri niðurstöðu að lýsa ætti Rússland ríki sem styður við hryðjuverk og að landið falli nú undir skilgreininguna á „hryðjuverkaríki“ í Bandaríkjunum og Kanada. Yfirvöld í Rússlandi hafa freistað þess að kenna Bandaríkjamönnum um gaslekann og samkvæmt RIA Novosti sendi utanríkisráðuneytið frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði að lekarnir hefðu komið upp á svæði sem væri undir stjórn bandarískra öryggisyfirvalda. Rússar hafa meðal annars vísað til ummæla Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í aðdraganda innrásarinnar að ef Rússar færu inn í Úkraínu yrði ekkert af Nord Stream 2. Þess ber þó að geta að Þjóðverjar lokuðu á það samstarf strax í kjölfar innrásarinnar. Stjórnvöld vestanhafs tilkynntu í gær að þau hygðust senda Úkraínumönnum átján Himars-eldflaugakerfi til viðbótar við þau sextán sem þeir hefðu þegar fengið. Úkraínuher hefur notað kerfin í gagnsókn sinni með góðum árangri. Í vopnapakkanum nýja, sem er metinn á 1,1 milljarð Bandaríkjadala, verður einnig að finna 150 brynvarin farartæki, 150 önnur farartæki og kerfi sem munu nýtast Úkraínumönnum til að verjast írönskum drónum sem Rússar hafa verið að nota á vígvellinum.
Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Svíþjóð Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira