Líklegt að Bolsonaro fari sömu leið og Trump Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. október 2022 12:30 Handklæði með myndum af forsetaframbjóðendunum Lula og Bolsonaro. Alexandre Schneider/Getty Images Allt bendir til þess að brasilíska þjóðin hafni Bolsonaro, forseta Brasilíu, í forsetakosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Lula, fyrrverandi forseti landsins, verði forseti á ný. Slæleg frammistaða Bolsonaro í Covid-19 faraldrinum er helsta ástæða þess að honum er spáð tapi. 156 milljónir manna eru á kjörskrá í Brasilíu í dag í þessu 5. fjölmennasta og 5. stærsta landi heims. Landið er tvisvar sinnum stærra en Evrópusambandið og þar búa 210 milljónir manna. Kosið á öllum vígstöðvum Kosningarnar í dag eru risavaxnar að burðum. Ekki aðeins fer fram fyrri umferð forsetakosninganna heldur verður líka kosið til fulltrúa- og öldungadeildar þingsins og um leið fara fram fylkisþingkosningar og fylkisstjórakosningar í öllum 27 fylkjum Brasilíu. Óvinsæll og einangraður forseti En augu manna beinast eðlilega fyrst og fremst að forsetakosningunum. Jair Bolsonaro freistar þess að ná endurkjöri, en skoðanakannanir benda til þess að það muni ekki takast. Hann þykir ekki hafa verið farsæll, landið sem áður var vinur allra, er í dag nokkuð einangrað á alþjóðavísu, sérstaklega eftir að Donald Trump hvarf af valdastóli í Bandaríkjunum. Nú má segja að helstu og einu bandamenn Bolsonaro séu Pólland og Ungverjaland. Helsta ástæða óvinsælda hans á alþjóðavísu er að hann hefur efnt það kosningaloforð sitt að styrkja efnahag íbúa á Amazon-svæðinu, það hefur verið gert á kostnað umhverfisins og frumbyggjanna. Helsta ástæða óvinsælda hans heima fyrir er hins vegar afar slæleg frammistaða í Covid19-faraldrinum, en þar dró hann lappirnar, má segja út yfir gröf og dauða, því alls hafa um 700.000 Brasilíumenn týnt lífi í faraldrinum, aðallega, segja fréttaskýrendur, vegna þess hve seint Bolsonaro keypti bóluefni fyrir landsmenn. Líklegur forseti nýlaus úr fangelsi Sá sem mun að öllum líkindum skjóta Bolsonaro ref fyrir rass er frambjóðandi Verkamannaflokksins og fyrrverandi forseti landsins, Luiz Inácio Lula da Silva, eða einfaldlega Lula. Hann var forseti Brasilíu frá 2003 til 2011 og er einn vinsælasti stjórnmálamaður í sögu landsins. 8 ára stjórnartíð hans einkenndist af alls kyns velferðarverkefnum í þessu ógurlega misskipta ríki. Hann var fundinn sekur um peningaþvætti og mútuþægni fyrir 5 árum og dæmdur til tæplega 10 ára fangelsisvistar. Hann afplánaði rétt tæplega 2 ár og var þá leystur úr haldi og sýknaður. Fyrir fjórum árum var meginþema kosninganna spilling og þá hefði Lula ekki átt sér viðreisnar von. Nú blása vindarnir úr annarri átt og helstu kosningamálin eru efnahagsmál, verðbólga og aukin fátækt. Þar virðast kjósendur ætla að skella skuldinni á Bolsonaro og leiða Lula til öndvegis á ný. Alls eru 7 í framboði til forseta, Lula hefur verið að fá á milli 45 og 49 prósent í síðustu skoðanakönnunum, en Bolsonaro 35 til 40 prósent. Nái enginn meirihluta í dag, verður kosið á milli 2ja efstu, sunnudaginn 30. október. Brasilía Tengdar fréttir Ekki útilokað að Lula sigri strax í fyrstu umferð Skoðanakönnun sem var birt fyrir síðustu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forsetakosningunum í Brasilíu benda til þess að Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, gæti unnið endanlegan sigur strax í fyrstu umferð. Taugar eru þandar fyrir kosningarnar en Jair Bolsonaro forseti hefur ítrekað gefið í skyn að hann muni ekki viðurkenna úrslitin ef hann tapar. 30. september 2022 14:07 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16. ágúst 2022 07:56 Bolsonaro sækist eftir endurkjöri en fylgið dvínar Jair Bolsonaro forseti Brasilíu hóf kosningabaráttu sína fyrir endurkjöri í gær á kosningafundi Frjálslynda flokksins í Rio de Janeiro. Í ræðu sinni lagði Bolsonaro áherslu á guð, byssur og fjölskylduna. Hann freistar nú þess að höggva á forskot helsta keppinautar síns, sósíalistann og forsetann fyrrverandi Lula da Silva sem nýtur mun meira fylgis. 25. júlí 2022 06:48 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
156 milljónir manna eru á kjörskrá í Brasilíu í dag í þessu 5. fjölmennasta og 5. stærsta landi heims. Landið er tvisvar sinnum stærra en Evrópusambandið og þar búa 210 milljónir manna. Kosið á öllum vígstöðvum Kosningarnar í dag eru risavaxnar að burðum. Ekki aðeins fer fram fyrri umferð forsetakosninganna heldur verður líka kosið til fulltrúa- og öldungadeildar þingsins og um leið fara fram fylkisþingkosningar og fylkisstjórakosningar í öllum 27 fylkjum Brasilíu. Óvinsæll og einangraður forseti En augu manna beinast eðlilega fyrst og fremst að forsetakosningunum. Jair Bolsonaro freistar þess að ná endurkjöri, en skoðanakannanir benda til þess að það muni ekki takast. Hann þykir ekki hafa verið farsæll, landið sem áður var vinur allra, er í dag nokkuð einangrað á alþjóðavísu, sérstaklega eftir að Donald Trump hvarf af valdastóli í Bandaríkjunum. Nú má segja að helstu og einu bandamenn Bolsonaro séu Pólland og Ungverjaland. Helsta ástæða óvinsælda hans á alþjóðavísu er að hann hefur efnt það kosningaloforð sitt að styrkja efnahag íbúa á Amazon-svæðinu, það hefur verið gert á kostnað umhverfisins og frumbyggjanna. Helsta ástæða óvinsælda hans heima fyrir er hins vegar afar slæleg frammistaða í Covid19-faraldrinum, en þar dró hann lappirnar, má segja út yfir gröf og dauða, því alls hafa um 700.000 Brasilíumenn týnt lífi í faraldrinum, aðallega, segja fréttaskýrendur, vegna þess hve seint Bolsonaro keypti bóluefni fyrir landsmenn. Líklegur forseti nýlaus úr fangelsi Sá sem mun að öllum líkindum skjóta Bolsonaro ref fyrir rass er frambjóðandi Verkamannaflokksins og fyrrverandi forseti landsins, Luiz Inácio Lula da Silva, eða einfaldlega Lula. Hann var forseti Brasilíu frá 2003 til 2011 og er einn vinsælasti stjórnmálamaður í sögu landsins. 8 ára stjórnartíð hans einkenndist af alls kyns velferðarverkefnum í þessu ógurlega misskipta ríki. Hann var fundinn sekur um peningaþvætti og mútuþægni fyrir 5 árum og dæmdur til tæplega 10 ára fangelsisvistar. Hann afplánaði rétt tæplega 2 ár og var þá leystur úr haldi og sýknaður. Fyrir fjórum árum var meginþema kosninganna spilling og þá hefði Lula ekki átt sér viðreisnar von. Nú blása vindarnir úr annarri átt og helstu kosningamálin eru efnahagsmál, verðbólga og aukin fátækt. Þar virðast kjósendur ætla að skella skuldinni á Bolsonaro og leiða Lula til öndvegis á ný. Alls eru 7 í framboði til forseta, Lula hefur verið að fá á milli 45 og 49 prósent í síðustu skoðanakönnunum, en Bolsonaro 35 til 40 prósent. Nái enginn meirihluta í dag, verður kosið á milli 2ja efstu, sunnudaginn 30. október.
Brasilía Tengdar fréttir Ekki útilokað að Lula sigri strax í fyrstu umferð Skoðanakönnun sem var birt fyrir síðustu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forsetakosningunum í Brasilíu benda til þess að Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, gæti unnið endanlegan sigur strax í fyrstu umferð. Taugar eru þandar fyrir kosningarnar en Jair Bolsonaro forseti hefur ítrekað gefið í skyn að hann muni ekki viðurkenna úrslitin ef hann tapar. 30. september 2022 14:07 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16. ágúst 2022 07:56 Bolsonaro sækist eftir endurkjöri en fylgið dvínar Jair Bolsonaro forseti Brasilíu hóf kosningabaráttu sína fyrir endurkjöri í gær á kosningafundi Frjálslynda flokksins í Rio de Janeiro. Í ræðu sinni lagði Bolsonaro áherslu á guð, byssur og fjölskylduna. Hann freistar nú þess að höggva á forskot helsta keppinautar síns, sósíalistann og forsetann fyrrverandi Lula da Silva sem nýtur mun meira fylgis. 25. júlí 2022 06:48 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Ekki útilokað að Lula sigri strax í fyrstu umferð Skoðanakönnun sem var birt fyrir síðustu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forsetakosningunum í Brasilíu benda til þess að Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, gæti unnið endanlegan sigur strax í fyrstu umferð. Taugar eru þandar fyrir kosningarnar en Jair Bolsonaro forseti hefur ítrekað gefið í skyn að hann muni ekki viðurkenna úrslitin ef hann tapar. 30. september 2022 14:07
Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00
Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16. ágúst 2022 07:56
Bolsonaro sækist eftir endurkjöri en fylgið dvínar Jair Bolsonaro forseti Brasilíu hóf kosningabaráttu sína fyrir endurkjöri í gær á kosningafundi Frjálslynda flokksins í Rio de Janeiro. Í ræðu sinni lagði Bolsonaro áherslu á guð, byssur og fjölskylduna. Hann freistar nú þess að höggva á forskot helsta keppinautar síns, sósíalistann og forsetann fyrrverandi Lula da Silva sem nýtur mun meira fylgis. 25. júlí 2022 06:48