Perez kom fyrstur í mark og Verstappen þarf að bíða eftir titlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2022 16:48 Sergio Perez fagnaði sigri í Singapúr í dag. Edmond So/Eurasia Sport Images/Getty Images Sergio Perez, liðsmaður Red Bull, kom fyrstur í mark þegar kappaksturinn í Singapúr í Formúlu 1 fór fram í dag. Liðsfélagi hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, hefði getað tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð með sigri í dag, en hann endaði sjöundi og þarf því að bíða með fagnaðarlætin. Perez var annar í rásröðinni þegar ökumennirnir fóru loksins af stað í dag eftir tafir vegna rigningar. Perez kom sér strax fyrir framan hópinn þegar hann tók fram úr Charles Leclerc í ræsingunni og hélt forystunni allt til enda. Leclerc á Ferrari kom annar í mark og liðsfélagi hans, Carlos Sainz, var þriðji. Þá náði McLaren liðið sér í dýrmæt stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða þegar þeir Lando Norris og Daniel Ricciardo komu í mark í fjórða og fimmta sæti. Eins og áður segir hafnaði heimsmeistarinn Max Verstappen í sjöunda sæti, en hann ræsti áttundi eftir eldsneytisvandræði í tímatökunum í gær. Nú þegar aðeins fimm kepnnir eru eftir af tímabilinu er Max Verstappen með afgerandi forystu á toppnum í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Hollendingurinn er með 104 stiga forskot á Charles Leclerc í öðru sætinu. Leclerc getur mest fengið 130 stig í viðbót á tímabilinu og Verstappen tryggir sér því heimsmeistaratitilinn með sigri í Japan næstu helgi. Akstursíþróttir Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Perez var annar í rásröðinni þegar ökumennirnir fóru loksins af stað í dag eftir tafir vegna rigningar. Perez kom sér strax fyrir framan hópinn þegar hann tók fram úr Charles Leclerc í ræsingunni og hélt forystunni allt til enda. Leclerc á Ferrari kom annar í mark og liðsfélagi hans, Carlos Sainz, var þriðji. Þá náði McLaren liðið sér í dýrmæt stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða þegar þeir Lando Norris og Daniel Ricciardo komu í mark í fjórða og fimmta sæti. Eins og áður segir hafnaði heimsmeistarinn Max Verstappen í sjöunda sæti, en hann ræsti áttundi eftir eldsneytisvandræði í tímatökunum í gær. Nú þegar aðeins fimm kepnnir eru eftir af tímabilinu er Max Verstappen með afgerandi forystu á toppnum í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Hollendingurinn er með 104 stiga forskot á Charles Leclerc í öðru sætinu. Leclerc getur mest fengið 130 stig í viðbót á tímabilinu og Verstappen tryggir sér því heimsmeistaratitilinn með sigri í Japan næstu helgi.
Akstursíþróttir Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira