Stefnir í aðra umferð í Brasilíu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. október 2022 22:51 Forsetakosningarnar í Brasilíu í dag fóru fram samhliða kosningum til þings, bæði í fulltrúa- og öldungadeild. Getty/Andressa Anholete Miðað við talin atkvæði í brasilísku forsetakosningunum sem fram fóru í dag verða úrslitin á þá leið að efna þurfi til seinni umferðar kosninganna, þar sem Jair Bolsonaro, sitjandi forseti, og Luiz Inácio Lula da Silva, sem var forseti frá 2003 til 2011, munu mætast. Þegar þetta er skrifað hafa um 50 prósent atkvæða verið talin. Bolsonaro forseti er með rúm 46 prósent þeirra, en Lula tæp 45. Fái enginn frambjóðandi yfir 50 prósent atvkæða í fyrstu umferðinni er blásið til annarrar umferðar þar sem kjósendur geta valið á milli tveggja efstu. Ellefu eru í framboði en lengi hefur verið ljóst að í augum flestra kjósenda væri valið á milli Bolsonaro og Lula. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um kosningarnar kemur þó fram að margt geti enn breyst. Þannig er bent á að enn eigi eftir að telja stóran hluta atkvæða í Rio og São Paulo, en það eru borgir þar sem Bolsonaro átti góðu gengi að fagna árið 2018. Að sama skapi séu atkvæðatölur frá norðausturhluta landsins, þar sem Lula er alla jafna sterkur á velli. Fari svo að blása þurfi til annarrar umferðar kosninganna myndi hún fara fram sunnudaginn 30. október næstkomandi. Hver sem síðan verður hlutskarpastur í kosningunum mun sverja embættiseið 1. janúar á næsta ári. Samkvæmt skoðanakönnunum í Brasilíu var líklegra að Lula myndi hafa betur, og jafnvel sigra Bolsonaro strax í fyrstu umferð. Sjálfur hefur Bolsonaro látið í veðri vaka að hann muni ekki viðurkenna úrslit kosninganna, fari þær svo að hann tapi. Þannig hefur hann sáð efasemdarfræjum um heilindi kosninganna og sagt of auðvelt að svindla í rafrænum kosningum, en kosningar í Brasilíu hafa verið það síðan árið 1996. Brasilía Tengdar fréttir Líklegt að Bolsonaro fari sömu leið og Trump Allt bendir til þess að brasilíska þjóðin hafni Bolsonaro, forseta Brasilíu, í forsetakosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Lula, fyrrverandi forseti landsins, verði forseti á ný. Slæleg frammistaða Bolsonaro í Covid-19 faraldrinum er helsta ástæða þess að honum er spáð tapi. 2. október 2022 12:30 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa um 50 prósent atkvæða verið talin. Bolsonaro forseti er með rúm 46 prósent þeirra, en Lula tæp 45. Fái enginn frambjóðandi yfir 50 prósent atvkæða í fyrstu umferðinni er blásið til annarrar umferðar þar sem kjósendur geta valið á milli tveggja efstu. Ellefu eru í framboði en lengi hefur verið ljóst að í augum flestra kjósenda væri valið á milli Bolsonaro og Lula. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um kosningarnar kemur þó fram að margt geti enn breyst. Þannig er bent á að enn eigi eftir að telja stóran hluta atkvæða í Rio og São Paulo, en það eru borgir þar sem Bolsonaro átti góðu gengi að fagna árið 2018. Að sama skapi séu atkvæðatölur frá norðausturhluta landsins, þar sem Lula er alla jafna sterkur á velli. Fari svo að blása þurfi til annarrar umferðar kosninganna myndi hún fara fram sunnudaginn 30. október næstkomandi. Hver sem síðan verður hlutskarpastur í kosningunum mun sverja embættiseið 1. janúar á næsta ári. Samkvæmt skoðanakönnunum í Brasilíu var líklegra að Lula myndi hafa betur, og jafnvel sigra Bolsonaro strax í fyrstu umferð. Sjálfur hefur Bolsonaro látið í veðri vaka að hann muni ekki viðurkenna úrslit kosninganna, fari þær svo að hann tapi. Þannig hefur hann sáð efasemdarfræjum um heilindi kosninganna og sagt of auðvelt að svindla í rafrænum kosningum, en kosningar í Brasilíu hafa verið það síðan árið 1996.
Brasilía Tengdar fréttir Líklegt að Bolsonaro fari sömu leið og Trump Allt bendir til þess að brasilíska þjóðin hafni Bolsonaro, forseta Brasilíu, í forsetakosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Lula, fyrrverandi forseti landsins, verði forseti á ný. Slæleg frammistaða Bolsonaro í Covid-19 faraldrinum er helsta ástæða þess að honum er spáð tapi. 2. október 2022 12:30 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira
Líklegt að Bolsonaro fari sömu leið og Trump Allt bendir til þess að brasilíska þjóðin hafni Bolsonaro, forseta Brasilíu, í forsetakosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Lula, fyrrverandi forseti landsins, verði forseti á ný. Slæleg frammistaða Bolsonaro í Covid-19 faraldrinum er helsta ástæða þess að honum er spáð tapi. 2. október 2022 12:30
Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00