„Við viljum fá samfélagið á bakvið okkur eins og við gerðum í fyrra og klára þetta dæmi“ Sverrir Mar Smárason skrifar 8. október 2022 16:38 Viktor Jónsson var ekki svona svekktur í dag, hann var bara mjög glaður. Vísir/Diego Skagamenn unnu mikilvægan 3-2 sigur á Fram í neðri hluta Bestu deildarinnar á Akranesi í dag. Viktor Jónsson, framherji ÍA, var gríðarlega sáttur í leikslok. „Þetta var kærkominn sigur, mjög kærkominn. Við þurfum bara að halda áfram ef við ætlum að eiga einhvern möguleika á því að halda okkur uppi. Við erum búnir að vera svolítið sjálfum okkur verstir í sambandi við þessi mörk sem við erum búnir að vera að fá á okkur og það sama má segja með mörkin í dag. Við komum inn í hálfleikinn ekki sáttir við að hafa fengið þessi tvö mörk á okkur og Jón Þór heldur betur ekki sáttur. Hann tók þrumuræðu, það má segja það, og menn urðu litlir í sér, skömmuðust sín og mættu til baka í seinni hálfleik, tóku þetta og kláruðu þetta,“ sagði Viktor. Viktor var frá vegna meiðsla alveg fram í lok september og hefur nú byrjað báða leiki ÍA í úrslitakeppninni. Hann segir gott að vera kominn til baka, að hann vonist til þess að geta lagt eitthvað að mörkum og hrósar svo Eyþóri Wöhler sem gerði tvö mörk í dag fyrir ÍA. „Bara geggjað. Þetta leit ekki vel út framan af sumri. Það var svosem aldrei komist að því nákvæmlega hvað var að og maður tók bara hvern dag fyrir sig og vonaði það besta. Svo small þetta allt saman fyrir nokkrum vikum saman og ég kem bara inn í liðið. Það gengur vel og vonandi get ég haft eitthvað fram að færa fyrir liðið. Eyþór er búinn að vera geggjaður í allt sumar, er frábær leikmaður og er búinn að sanna sig í efstu deild núna. Ég vona að honum haldi áfram að ganga vel,“ sagði Viktor. ÍA bjargaði sér á ótrúlegan hátt frá falli í fyrra með því að vinna síðustu þrjá leikina. Viktor segir engin spurning að það sé hægt aftur, ÍA ætli ekki að falla og að liðið vilji samfélagið með sér í baráttuna. „Við höfum gert þetta áður og höfum fengið að smakka á því hvernig það er að bjarga sér svona eins og við gerðum í fyrra. Við viljum klárlega gera það aftur. Við viljum fá samfélagið á bakvið okkur eins og við gerðum í fyrra og klára þetta dæmi. Við erum ekki að fara að falla, það hefur aldrei komið inn í hausinn á okkur og við viljum bara klára þetta almennilega,“ sagði Viktor að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA 3-2 Fram | Skagamenn enn þá á lífi ÍA vann 3-2 sigur á Fram í úrslitakeppni neðri hluta Bestu-deildar í dag en skagamenn er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 8. október 2022 16:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira
„Þetta var kærkominn sigur, mjög kærkominn. Við þurfum bara að halda áfram ef við ætlum að eiga einhvern möguleika á því að halda okkur uppi. Við erum búnir að vera svolítið sjálfum okkur verstir í sambandi við þessi mörk sem við erum búnir að vera að fá á okkur og það sama má segja með mörkin í dag. Við komum inn í hálfleikinn ekki sáttir við að hafa fengið þessi tvö mörk á okkur og Jón Þór heldur betur ekki sáttur. Hann tók þrumuræðu, það má segja það, og menn urðu litlir í sér, skömmuðust sín og mættu til baka í seinni hálfleik, tóku þetta og kláruðu þetta,“ sagði Viktor. Viktor var frá vegna meiðsla alveg fram í lok september og hefur nú byrjað báða leiki ÍA í úrslitakeppninni. Hann segir gott að vera kominn til baka, að hann vonist til þess að geta lagt eitthvað að mörkum og hrósar svo Eyþóri Wöhler sem gerði tvö mörk í dag fyrir ÍA. „Bara geggjað. Þetta leit ekki vel út framan af sumri. Það var svosem aldrei komist að því nákvæmlega hvað var að og maður tók bara hvern dag fyrir sig og vonaði það besta. Svo small þetta allt saman fyrir nokkrum vikum saman og ég kem bara inn í liðið. Það gengur vel og vonandi get ég haft eitthvað fram að færa fyrir liðið. Eyþór er búinn að vera geggjaður í allt sumar, er frábær leikmaður og er búinn að sanna sig í efstu deild núna. Ég vona að honum haldi áfram að ganga vel,“ sagði Viktor. ÍA bjargaði sér á ótrúlegan hátt frá falli í fyrra með því að vinna síðustu þrjá leikina. Viktor segir engin spurning að það sé hægt aftur, ÍA ætli ekki að falla og að liðið vilji samfélagið með sér í baráttuna. „Við höfum gert þetta áður og höfum fengið að smakka á því hvernig það er að bjarga sér svona eins og við gerðum í fyrra. Við viljum klárlega gera það aftur. Við viljum fá samfélagið á bakvið okkur eins og við gerðum í fyrra og klára þetta dæmi. Við erum ekki að fara að falla, það hefur aldrei komið inn í hausinn á okkur og við viljum bara klára þetta almennilega,“ sagði Viktor að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA 3-2 Fram | Skagamenn enn þá á lífi ÍA vann 3-2 sigur á Fram í úrslitakeppni neðri hluta Bestu-deildar í dag en skagamenn er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 8. október 2022 16:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira
Leik lokið: ÍA 3-2 Fram | Skagamenn enn þá á lífi ÍA vann 3-2 sigur á Fram í úrslitakeppni neðri hluta Bestu-deildar í dag en skagamenn er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 8. október 2022 16:00