Árásir á óbreytta borgara skelfilegar Hólmfríður Gísladóttir, Ellen Geirsdóttir Håkansson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 10. október 2022 06:35 Mikil eyðilegging er í Kyiv höfuðborg Úkraínu eftir árásir Rússa í dag. Getty/Aktas Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina í nokkrar vikur. Blaðamaður Financial Times segir sprengjur hafa lent í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð en þar er leikvöllur staðsettur. Að minnsta kosti 11 eru látnir og 64 særðir eftir árásina. Guardian greinir frá. Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, sagði í yfirlýsingu á Telegram um klukkan 8.30 að staðartíma að nokkrar sprengjur hefðu lent í miðborginni. Þá segir Associated Press að heyrst hafi í eldflaugunum áður en þær sprungu. Úkraínska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í morgun að Rússar hafi skotið 75 flugskeytum á Úkraínu en þeim hafi tekist að skjóta 41 þeirra niður. Vladímír Pútín, forseti Rússlands ávarpaði þjóð sína í morgun en hann er sagður hafa staðfest að árásir Rússa á innviði Úkraínu séu svar þeirra við árásinni á Kertsj-brúna. CNN greinir þó frá því að Úkraínumenn hafi ekki enn tekið ábyrgð á árásinni. Árás Rússa á Úkraínu hefur verið fordæmd af alþjóðasamfélaginu en hinir ýmsu þjóðarleiðtogar hafa ítrekað stuðning sinn við Úkraínu í kjölfar hennar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segi árásirnar jafngilda stríðsglæpum.
Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina í nokkrar vikur. Blaðamaður Financial Times segir sprengjur hafa lent í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð en þar er leikvöllur staðsettur. Að minnsta kosti 11 eru látnir og 64 særðir eftir árásina. Guardian greinir frá. Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, sagði í yfirlýsingu á Telegram um klukkan 8.30 að staðartíma að nokkrar sprengjur hefðu lent í miðborginni. Þá segir Associated Press að heyrst hafi í eldflaugunum áður en þær sprungu. Úkraínska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í morgun að Rússar hafi skotið 75 flugskeytum á Úkraínu en þeim hafi tekist að skjóta 41 þeirra niður. Vladímír Pútín, forseti Rússlands ávarpaði þjóð sína í morgun en hann er sagður hafa staðfest að árásir Rússa á innviði Úkraínu séu svar þeirra við árásinni á Kertsj-brúna. CNN greinir þó frá því að Úkraínumenn hafi ekki enn tekið ábyrgð á árásinni. Árás Rússa á Úkraínu hefur verið fordæmd af alþjóðasamfélaginu en hinir ýmsu þjóðarleiðtogar hafa ítrekað stuðning sinn við Úkraínu í kjölfar hennar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segi árásirnar jafngilda stríðsglæpum.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira