Þjófnaður á skyrlokum orðinn stórvandamál í Bónus Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. október 2022 23:00 Hér má sjá umrætt skilti sem sett var upp í Bónus í Kringlunni. vísir/egill Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga hundruðum skyrdolla vegna þjófnaðar á loki umbúðanna. Vilji framleiðenda til að sporna gegn plastneyslu hefur skapað nýtt og ófyrirséð vandamál. „Að taka lok úr öðru skyri er þjófnaður“ segir skilti í Bónus í Kringlunni. Margir hafa velt því fyrir sér hvað þetta þýði eiginlega. Hverjum dettur í hug að stela loki af skyri? Þar hefur brotist út hálfgerður faraldur en rekja má upptök hans til aðgerða matvælaframleiðenda til að sporna gegn plastnotkun og loftslagsbreytingum. Fjallað var um mikla óánægju landsmanna með papparör og pappaskeiðar í fyrra sem komu í staðinn fyrir einnota plast. Sum fyrirtæki hafa nú gengið skrefinu lengra og selja ýmis skyr og jógúrt án loks - og þá auðvitað alveg án nokkurs áhalds til að neyta þeirra. „Við erum búin að vera að lenda í því að við fáum mikið af skólakrökkum til okkar og þeir sækja svoldið í skeiðarnar á skyrinu. Og eins og þið sjáið þá eru náttúrulega ekki allar með skeið. Og þá er tekið svolítið upp á því að nappa lokunum og skipt,“ segir Gunnar Jónsson, verslunarstjóri Bónus í Kringlunni og sýnir okkur mismunandi umbúðir í sjónvarpsklippunni sem er hér að neðan. Krakkarnir vilja greinilega eitthvað til að borða skyrið með í hádeginu. Og þessi tilraun framleiðenda til að stuðla að minni plastneyslu skapar nýtt umhverfisvandamál. Upplýsingar um síðasta neysludag eru nefnilega oftast prentaðar á lok varanna. Og þegar lokið hverfur má ekki selja vöruna lengur. Skyr með loki og pappaskeið og skyr án loks. Hvort má bjóða þér?vísir/egill „Bæði hverfur lokið og svo eru dagsetningar á þessu öllu sem þarf að fylgja þannig við getum ekki verið að selja þetta með röngum dagsetningum,“ segir Gunnar. Þurfiði þá að farga vörunni eða hvað? „Já, henni er fargað.“ Mikil matarsóun hlýst af þessu en skyrdollurnar eru ansi margar sem Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga. „Þau eru allavega í hundruðunum. Án efa,“ segir Gunnar. Gunnar Jónsson (til vinstri) er verslunarstjóri Bónus í Kringlunni.vísir/egill Og þetta er væntanlega dáldið tjón fyrir ykkur ef þið getið ekki selt vöruna? „Já, þetta er stórt tjón.“ Bónus hefur því tekið sig til og býður upp á fríar bambusskeiðar fyrir þá sem kaupa loklaus skyr. Og nú er bara að sjá hvort krakkarnir sætti sig við þann kost. Fjallað var um óánægju landsmanna með papparör- og skeiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst í fyrra: Matvælaframleiðsla Loftslagsmál Umhverfismál Neytendur Verslun Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
„Að taka lok úr öðru skyri er þjófnaður“ segir skilti í Bónus í Kringlunni. Margir hafa velt því fyrir sér hvað þetta þýði eiginlega. Hverjum dettur í hug að stela loki af skyri? Þar hefur brotist út hálfgerður faraldur en rekja má upptök hans til aðgerða matvælaframleiðenda til að sporna gegn plastnotkun og loftslagsbreytingum. Fjallað var um mikla óánægju landsmanna með papparör og pappaskeiðar í fyrra sem komu í staðinn fyrir einnota plast. Sum fyrirtæki hafa nú gengið skrefinu lengra og selja ýmis skyr og jógúrt án loks - og þá auðvitað alveg án nokkurs áhalds til að neyta þeirra. „Við erum búin að vera að lenda í því að við fáum mikið af skólakrökkum til okkar og þeir sækja svoldið í skeiðarnar á skyrinu. Og eins og þið sjáið þá eru náttúrulega ekki allar með skeið. Og þá er tekið svolítið upp á því að nappa lokunum og skipt,“ segir Gunnar Jónsson, verslunarstjóri Bónus í Kringlunni og sýnir okkur mismunandi umbúðir í sjónvarpsklippunni sem er hér að neðan. Krakkarnir vilja greinilega eitthvað til að borða skyrið með í hádeginu. Og þessi tilraun framleiðenda til að stuðla að minni plastneyslu skapar nýtt umhverfisvandamál. Upplýsingar um síðasta neysludag eru nefnilega oftast prentaðar á lok varanna. Og þegar lokið hverfur má ekki selja vöruna lengur. Skyr með loki og pappaskeið og skyr án loks. Hvort má bjóða þér?vísir/egill „Bæði hverfur lokið og svo eru dagsetningar á þessu öllu sem þarf að fylgja þannig við getum ekki verið að selja þetta með röngum dagsetningum,“ segir Gunnar. Þurfiði þá að farga vörunni eða hvað? „Já, henni er fargað.“ Mikil matarsóun hlýst af þessu en skyrdollurnar eru ansi margar sem Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga. „Þau eru allavega í hundruðunum. Án efa,“ segir Gunnar. Gunnar Jónsson (til vinstri) er verslunarstjóri Bónus í Kringlunni.vísir/egill Og þetta er væntanlega dáldið tjón fyrir ykkur ef þið getið ekki selt vöruna? „Já, þetta er stórt tjón.“ Bónus hefur því tekið sig til og býður upp á fríar bambusskeiðar fyrir þá sem kaupa loklaus skyr. Og nú er bara að sjá hvort krakkarnir sætti sig við þann kost. Fjallað var um óánægju landsmanna með papparör- og skeiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst í fyrra:
Matvælaframleiðsla Loftslagsmál Umhverfismál Neytendur Verslun Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira