Hvernig og hvaðan koma orkuskiptin? Kristín Linda Árnadóttir og Jóna Bjarnadóttir skrifa 13. október 2022 10:00 Stjórnvöld hafa metnaðarfullar áætlanir í loftslagsmálum og stefna að kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum árið 2040 Augljóst er að orkufyrirtæki þjóðarinnar, öflugasta orkufyrirtæki landsins sem vinnur um 70% af allri raforku hér á landi, getur gegnt lykilhlutverki í að hrinda þeim áætlunum í framkvæmd. Framtíðarsýn Landsvirkjunar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Orkuvinnsla okkar er þegar 100% græn en áætlanir stjórnvalda kalla á enn meiri orkuvinnslu. Við munum ekki ná tökum á loftslagsvandanum nema með því að hætta að nota olíu og bensín og nota grænu orkuna okkar í staðinn. Notkun á jarðefnaeldsneyti er meginorsök loftslagsvárinnar. Verkefnið sem við blasir er gríðarstórt. Við þurfum að vinna að orkuskiptum í öllum samgöngum. Ekki bara í fólksbílaflotanum, þar sem rafbílum hefur þegar fjölgað mjög hratt, heldur einnig í flota flutningabíla og rúta. Við þurfum líka að afla grænnar orku fyrir vinnuvélar, fyrir fiskiskip, flutningsskip og flugvélar. Í sumum tilvikum blasa lausnirnar við en í öðrum þarf að finna nýjar leiðir. Við hjá Landsvirkjun efumst ekki um að þær leiðir finnast, tækniþróunin og nýsköpunin á þessu sviði fer með svimandi hraða. Íslendingar kaupa árlega um milljón tonn af olíu og bensíni og borga fyrir það 100 milljarða króna. Með því að spara þá milljarða losnum við ekki eingöngu við allan þennan innflutning heldur líka þær milljónir tonna af koldíoxíði sem bruni alls þessa jarðefnaeldsneytis losar. Áhersla verður einnig að vera á orkusparnað. Fréttir frá öðrum Evrópulöndum um svimandi hátt orkuverð minna okkur á hversu heppin við erum að fyrri kynslóðir voru framsýnt fólk sem trúði að skynsamlegt væri að framleiða okkar eigin orku. Fyrir það eigum við að vera þakklát en við þurfum jafnframt ávallt að bera virðingu fyrir þessari auðlind og henni á aldrei að sóa að óþörfu. Orkusparnaður er því eitt af lykilskrefunum inn í græna og hringræna framtíð. Við þurfum meiri græna orku Við þurfum meiri græna orku til að geta tekið framtíðinni opnum örmum. En undirbúningur vinnslu grænu orkunnar okkar tekur langan tíma. Við hjá Landsvirkjun höfum hins vegar haft þá framsýni að undirbúa vatnsaflsvirkjunina Hvammsvirkjun í Þjórsá, stækkun jarðvarmaaflstöðvarinnar okkar á Þeistareykjum og við höfum loksins fengið grænt ljós frá Alþingi á að koma upp tveimur vindlundum, annars vegar við Búrfell á Þjórsársvæðinu og hins vegar við Blöndu á Norðurlandi. Öll þessi verkefni tekst Landsvirkjun á við af virðingu fyrir umhverfi þeirra og náttúru landsins, eins og verið hefur aðalsmerki orkufyrirtækis þjóðarinnar. Það eru mikil tímamót að geta nú ráðist í beislun vindorkunnar. Við erum lengst komin með undirbúning við Búrfell þar sem vindorkuverið rís á svæði sem telst þegar raskað, vegna fyrri virkjanaframkvæmda. Þær vindmyllur verða ekki í byggð, en hins vegar hafa ítarlegar rannsóknir farið fram á t.d. farleiðum fugla, til að tryggja að vindmyllurnar valdi ekki skaða á lífríkinu. Þær gagnrýnisraddir hafa heyrst frá sumum innan ferðaþjónustunnar að vindmyllur muni draga úr upplifun ferðamanna og skaða þar með þessa mikilvægu atvinnugrein okkar. Rétt er því að benda á, að Landsvirkjun hannaði vindlundinn við Búrfell upp á nýtt frá því að fyrstu tillögur voru lagðar fram, svo myllurnar eru nú fjær alfaraleið og minna áberandi. Ferðaþjónustan, sem ein mikilvægasta atvinnugrein okkar, notar eðli málsins samkvæmt mikla orku og því sameiginlegt hagsmunamál hennar og þjóðarinnar allrar að græn orkuvinnsla sæki enn í sig veðrið. Næstu árin þurfum við að forgangsraða verkefnum okkar skýrt, í sátt við eigendur Landsvirkjunar. Fram undan eru spennandi tímar þar sem Íslendingar eiga þess kost að losna alveg við olíu og bensín, fyrst allra þjóða. Við þurfum að beisla bjartsýni og framkvæmdagleði þjóðar sem hefur margoft lyft grettistaki með samstöðu sinni. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá fyrirtækinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Linda Árnadóttir Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa metnaðarfullar áætlanir í loftslagsmálum og stefna að kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum árið 2040 Augljóst er að orkufyrirtæki þjóðarinnar, öflugasta orkufyrirtæki landsins sem vinnur um 70% af allri raforku hér á landi, getur gegnt lykilhlutverki í að hrinda þeim áætlunum í framkvæmd. Framtíðarsýn Landsvirkjunar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Orkuvinnsla okkar er þegar 100% græn en áætlanir stjórnvalda kalla á enn meiri orkuvinnslu. Við munum ekki ná tökum á loftslagsvandanum nema með því að hætta að nota olíu og bensín og nota grænu orkuna okkar í staðinn. Notkun á jarðefnaeldsneyti er meginorsök loftslagsvárinnar. Verkefnið sem við blasir er gríðarstórt. Við þurfum að vinna að orkuskiptum í öllum samgöngum. Ekki bara í fólksbílaflotanum, þar sem rafbílum hefur þegar fjölgað mjög hratt, heldur einnig í flota flutningabíla og rúta. Við þurfum líka að afla grænnar orku fyrir vinnuvélar, fyrir fiskiskip, flutningsskip og flugvélar. Í sumum tilvikum blasa lausnirnar við en í öðrum þarf að finna nýjar leiðir. Við hjá Landsvirkjun efumst ekki um að þær leiðir finnast, tækniþróunin og nýsköpunin á þessu sviði fer með svimandi hraða. Íslendingar kaupa árlega um milljón tonn af olíu og bensíni og borga fyrir það 100 milljarða króna. Með því að spara þá milljarða losnum við ekki eingöngu við allan þennan innflutning heldur líka þær milljónir tonna af koldíoxíði sem bruni alls þessa jarðefnaeldsneytis losar. Áhersla verður einnig að vera á orkusparnað. Fréttir frá öðrum Evrópulöndum um svimandi hátt orkuverð minna okkur á hversu heppin við erum að fyrri kynslóðir voru framsýnt fólk sem trúði að skynsamlegt væri að framleiða okkar eigin orku. Fyrir það eigum við að vera þakklát en við þurfum jafnframt ávallt að bera virðingu fyrir þessari auðlind og henni á aldrei að sóa að óþörfu. Orkusparnaður er því eitt af lykilskrefunum inn í græna og hringræna framtíð. Við þurfum meiri græna orku Við þurfum meiri græna orku til að geta tekið framtíðinni opnum örmum. En undirbúningur vinnslu grænu orkunnar okkar tekur langan tíma. Við hjá Landsvirkjun höfum hins vegar haft þá framsýni að undirbúa vatnsaflsvirkjunina Hvammsvirkjun í Þjórsá, stækkun jarðvarmaaflstöðvarinnar okkar á Þeistareykjum og við höfum loksins fengið grænt ljós frá Alþingi á að koma upp tveimur vindlundum, annars vegar við Búrfell á Þjórsársvæðinu og hins vegar við Blöndu á Norðurlandi. Öll þessi verkefni tekst Landsvirkjun á við af virðingu fyrir umhverfi þeirra og náttúru landsins, eins og verið hefur aðalsmerki orkufyrirtækis þjóðarinnar. Það eru mikil tímamót að geta nú ráðist í beislun vindorkunnar. Við erum lengst komin með undirbúning við Búrfell þar sem vindorkuverið rís á svæði sem telst þegar raskað, vegna fyrri virkjanaframkvæmda. Þær vindmyllur verða ekki í byggð, en hins vegar hafa ítarlegar rannsóknir farið fram á t.d. farleiðum fugla, til að tryggja að vindmyllurnar valdi ekki skaða á lífríkinu. Þær gagnrýnisraddir hafa heyrst frá sumum innan ferðaþjónustunnar að vindmyllur muni draga úr upplifun ferðamanna og skaða þar með þessa mikilvægu atvinnugrein okkar. Rétt er því að benda á, að Landsvirkjun hannaði vindlundinn við Búrfell upp á nýtt frá því að fyrstu tillögur voru lagðar fram, svo myllurnar eru nú fjær alfaraleið og minna áberandi. Ferðaþjónustan, sem ein mikilvægasta atvinnugrein okkar, notar eðli málsins samkvæmt mikla orku og því sameiginlegt hagsmunamál hennar og þjóðarinnar allrar að græn orkuvinnsla sæki enn í sig veðrið. Næstu árin þurfum við að forgangsraða verkefnum okkar skýrt, í sátt við eigendur Landsvirkjunar. Fram undan eru spennandi tímar þar sem Íslendingar eiga þess kost að losna alveg við olíu og bensín, fyrst allra þjóða. Við þurfum að beisla bjartsýni og framkvæmdagleði þjóðar sem hefur margoft lyft grettistaki með samstöðu sinni. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá fyrirtækinu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun