Guðmundur um spár um verðlaunasæti hjá Íslandi: Gott að þeir hafi trú á liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 09:01 Guðmundur Guðmundsson stýrir íslenska landsliðinu á Ásvöllum í kvöld. Getty/Sanjin Strukic Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur í kvöld undankeppni EM í Þýskalandi þegar Ísraelsmenn koma í heimsókn á Ásvelli. Strákarnir okkar mæta Ísrael og Eistlandi í þessum glugga. Gaupi hitti Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara og ræddi við hann um þessa fyrstu leiki undankeppninnar. Guðjón Guðmundsson spurði landsliðsþjálfarann fyrst hvort að þetta væru ekki svokallaðir skyldusigrar en flestir búast við því að Ísland og Tékkland verði liðin tvö sem tryggja sig áfram upp úr þessum riðli. Öll lið í heiminum að spila sömu kerfi „Já, já, það er hægt að orða það þannig. Það er bara orðið þannig í þessum bransa að það þarf að hafa fyrir öllu. Þannig hafa íþróttir almennt séð þróast. Það er alltaf meiri og meiri þekking á hlutunum og það eru meira eða minna öll lið í heiminum að spila svipuð kerfi. Það var kannski ekki alltaf áður því þá höfðu sum lið forskot á ákveðnum sviðum. Það er ekki reyndin núna og þess vegna þarf bara að taka þetta alvarlega og af fagmennsku,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Klippa: Guðmundur um leikina við Ísrael og Eistland Guðmundur er búinn að setja saman nokkuð fastmótað lið. „Ég held það. Við erum með ofboðslega stuttan tíma til að undirbúa okkur og það er það sem vakir fyrir manni núna, að stilla strengina fyrr þennan leik á miðvikudaginn [Í kvöld] fyrst. Til þess hef ég æfingu í dag og æfingu á morgun,“ sagði Guðmundur í viðtalinu sem var tekið á mánudaginn. Ómar Ingi Magnússon stóð í ströngu á síðasta Evrópumóti en stóð sig frábærlega.EPA-EFE/Tamas Kovacs Fjarvera Ómars Inga veikir liðið Ómar Ingi Magnússon, Íþróttamaður ársins og besti leikmaður liðsins á EM, getur ekki spilað þessa leiki sem veikir íslenska liðið. „Já auðvitað veikir það liðið. Hann er búinn að vera algjör lykilmaður í þessu liði okkar, spilaði stórkostlega allt EM og hefur verið að spila frábærlega með sínu félagsliði. Það verða aðrir bara að stíga upp og taka við keflinu frá honum,“ sagði Guðmundur Íslenska landsliðið spilaði stórkostlega á síðasta Evrópumóti og það eru viðmiðin sem menn hafa í dag varðandi framhaldið. Guðmundur Guðmunddsson á hliðarlínunni hjá íslenska landsliðinu.Getty/Sanjin Strukic Búnir að byggja þetta upp í mörg ár „Er það ekki bara fínt. Við stóðum okkur mjög vel og höfum trú á því sem við erum að gera. Við erum búnir að byggja þetta upp í mörg ár. Það er alltaf þannig að svo kemur liðið saman aftur og þá þarf að stilla saman strengina. Þetta gerist ekki sjálfkrafa og vonandi tekst okkur það í aðdragandanum að þessum leikjum. Það vakir bara þjálfaranum að koma þessu heima og saman á þessum stutta tíma,“ sagði Guðmundur. Handboltasérfræðingar í Evrópu segja að nú sé verðlaunasæti innan seilingar hjá íslenska landsliðinu á næstu stórmótum. „Þetta er gildishlaðið en menn hafa trú á þínu liði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Það er gott að þeir hafi trú á liðinu. Við höfum það líka en hvort það verður verðlaunasæti á næsta móti eða einhvern tímann síðar, það veit ég hins vegar ekki en aðalatriði núna er að einbeita sér að þessum leikjum sem eru fram undan en fara svo að hugsa um HM eftir það,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á allt viðtalið við Guðmund hér fyrir ofan. Það er uppselt á leikinn við Ísrael í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður fylgst með honum hér inn á Vísi. Guðmundur náði frábærum árangri þrátt fyrir mikið mótlæti á EM fyrr á þessu ári.Getty/Strukic/Pixsell Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Guðjón Guðmundsson spurði landsliðsþjálfarann fyrst hvort að þetta væru ekki svokallaðir skyldusigrar en flestir búast við því að Ísland og Tékkland verði liðin tvö sem tryggja sig áfram upp úr þessum riðli. Öll lið í heiminum að spila sömu kerfi „Já, já, það er hægt að orða það þannig. Það er bara orðið þannig í þessum bransa að það þarf að hafa fyrir öllu. Þannig hafa íþróttir almennt séð þróast. Það er alltaf meiri og meiri þekking á hlutunum og það eru meira eða minna öll lið í heiminum að spila svipuð kerfi. Það var kannski ekki alltaf áður því þá höfðu sum lið forskot á ákveðnum sviðum. Það er ekki reyndin núna og þess vegna þarf bara að taka þetta alvarlega og af fagmennsku,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Klippa: Guðmundur um leikina við Ísrael og Eistland Guðmundur er búinn að setja saman nokkuð fastmótað lið. „Ég held það. Við erum með ofboðslega stuttan tíma til að undirbúa okkur og það er það sem vakir fyrir manni núna, að stilla strengina fyrr þennan leik á miðvikudaginn [Í kvöld] fyrst. Til þess hef ég æfingu í dag og æfingu á morgun,“ sagði Guðmundur í viðtalinu sem var tekið á mánudaginn. Ómar Ingi Magnússon stóð í ströngu á síðasta Evrópumóti en stóð sig frábærlega.EPA-EFE/Tamas Kovacs Fjarvera Ómars Inga veikir liðið Ómar Ingi Magnússon, Íþróttamaður ársins og besti leikmaður liðsins á EM, getur ekki spilað þessa leiki sem veikir íslenska liðið. „Já auðvitað veikir það liðið. Hann er búinn að vera algjör lykilmaður í þessu liði okkar, spilaði stórkostlega allt EM og hefur verið að spila frábærlega með sínu félagsliði. Það verða aðrir bara að stíga upp og taka við keflinu frá honum,“ sagði Guðmundur Íslenska landsliðið spilaði stórkostlega á síðasta Evrópumóti og það eru viðmiðin sem menn hafa í dag varðandi framhaldið. Guðmundur Guðmunddsson á hliðarlínunni hjá íslenska landsliðinu.Getty/Sanjin Strukic Búnir að byggja þetta upp í mörg ár „Er það ekki bara fínt. Við stóðum okkur mjög vel og höfum trú á því sem við erum að gera. Við erum búnir að byggja þetta upp í mörg ár. Það er alltaf þannig að svo kemur liðið saman aftur og þá þarf að stilla saman strengina. Þetta gerist ekki sjálfkrafa og vonandi tekst okkur það í aðdragandanum að þessum leikjum. Það vakir bara þjálfaranum að koma þessu heima og saman á þessum stutta tíma,“ sagði Guðmundur. Handboltasérfræðingar í Evrópu segja að nú sé verðlaunasæti innan seilingar hjá íslenska landsliðinu á næstu stórmótum. „Þetta er gildishlaðið en menn hafa trú á þínu liði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Það er gott að þeir hafi trú á liðinu. Við höfum það líka en hvort það verður verðlaunasæti á næsta móti eða einhvern tímann síðar, það veit ég hins vegar ekki en aðalatriði núna er að einbeita sér að þessum leikjum sem eru fram undan en fara svo að hugsa um HM eftir það,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á allt viðtalið við Guðmund hér fyrir ofan. Það er uppselt á leikinn við Ísrael í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður fylgst með honum hér inn á Vísi. Guðmundur náði frábærum árangri þrátt fyrir mikið mótlæti á EM fyrr á þessu ári.Getty/Strukic/Pixsell
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira