Ólafur Stephensen og Kaupfélag Skagfirðinga Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 12. október 2022 09:30 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segist vera hættur að versla við fyrirtæki í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Ástæðan að sögn er sú að einn starfsmaður Kaupfélagsins er heiðurskonsúll/ræðismaður Rússlands á Íslandi. Ég hef hingað til haft gott álit á Ólafi Stephensen, en þetta finnst mér sérkennilegur málatilbúnaður. Mér vitanlega er Ísland enn með stjórnmálasamband við Rússland. Í Moskvu situr sendiherra Íslands og í Reykjavík situr sendiherra Rússlands. Ætlar Ólafur þá ekki að hætta að kaupa Íslenskar vörur með þeim rökum að Íslensk stjórnvöld séu með stjórnmálasamband við Rússland, sem gerði innrás í Úkraínu. Starf konsúls/ræðismanns hefur nákvæmlega ekkert með stríðsrekstur í Úkraínu að gera. Starfsemi Kaupfélags Skagfirðinga hefur heldur ekkert með innrás Rússlands í Úkraínu að gera. Kaupfélagið skipar enga ræðismenn. Mér finnst svona árás á einstakling og félag sem hann starfar hjá vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu vera óviðeigandi. Og þá er vægt til orða tekið. Nær væri Ólafi að beina spjótum sínum að Íslenskum stjórnvöldum ef hann telur að slíta eigi stjórnmálasambandi Íslands við Rússland. Þá myndi væntanlega starfs konsúls leggjast niður um leið enda ekkert stjórnmálasamband lengur. Sjálfur versla ég við Kaupfélags Skagfirðinga þegar færi gefst og aðstoða líka vini mína í Úkraínu eftir bestu getu. Höfundur er prófessor á viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Neytendur Skagafjörður Veitingastaðir Tengdar fréttir Hættur að versla við KS vegna stríðsins Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist vera hættur að versla við veitingastaði og afþreyingastaði sem eru í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Ástæðan er sú að starfsmaður kaupfélagsins er heiðurskonsúll Rússlands á Íslandi. Konsúllinn segist ekki sinna þeim störfum fyrir hönd KS. 11. október 2022 13:52 Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segist vera hættur að versla við fyrirtæki í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Ástæðan að sögn er sú að einn starfsmaður Kaupfélagsins er heiðurskonsúll/ræðismaður Rússlands á Íslandi. Ég hef hingað til haft gott álit á Ólafi Stephensen, en þetta finnst mér sérkennilegur málatilbúnaður. Mér vitanlega er Ísland enn með stjórnmálasamband við Rússland. Í Moskvu situr sendiherra Íslands og í Reykjavík situr sendiherra Rússlands. Ætlar Ólafur þá ekki að hætta að kaupa Íslenskar vörur með þeim rökum að Íslensk stjórnvöld séu með stjórnmálasamband við Rússland, sem gerði innrás í Úkraínu. Starf konsúls/ræðismanns hefur nákvæmlega ekkert með stríðsrekstur í Úkraínu að gera. Starfsemi Kaupfélags Skagfirðinga hefur heldur ekkert með innrás Rússlands í Úkraínu að gera. Kaupfélagið skipar enga ræðismenn. Mér finnst svona árás á einstakling og félag sem hann starfar hjá vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu vera óviðeigandi. Og þá er vægt til orða tekið. Nær væri Ólafi að beina spjótum sínum að Íslenskum stjórnvöldum ef hann telur að slíta eigi stjórnmálasambandi Íslands við Rússland. Þá myndi væntanlega starfs konsúls leggjast niður um leið enda ekkert stjórnmálasamband lengur. Sjálfur versla ég við Kaupfélags Skagfirðinga þegar færi gefst og aðstoða líka vini mína í Úkraínu eftir bestu getu. Höfundur er prófessor á viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri.
Hættur að versla við KS vegna stríðsins Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist vera hættur að versla við veitingastaði og afþreyingastaði sem eru í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Ástæðan er sú að starfsmaður kaupfélagsins er heiðurskonsúll Rússlands á Íslandi. Konsúllinn segist ekki sinna þeim störfum fyrir hönd KS. 11. október 2022 13:52
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar