Fær tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn Atli Ísleifsson skrifar 12. október 2022 10:36 Ulf Kristersson er formaður sænska hægriflokksins Moderaterna. Miklar líkur eru á að hann taki við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar af Magdalenu Andersson. AP Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, tveggja daga frest til að setja saman ríkisstjórn borgaralegra flokka. Tveggja vikna frestur, sem þingsforsetinn Andreas Norlén veitti Kristersson til stjórnarmyndunar í síðasta mánuði, rann út í dag. Síðustu vikurnar hafa fulltrúar hinna fjögurra flokka á hægri vængnum – Moderaterna, Svíþjóðardemókrata, Kristlegir demókrata og Frjálslyndra – átt í viðræðum um myndun nýrra ríkisstjórnar undir forystu Kristersson. Hægriflokkarnir náðu meirihluta á þingi eftir þingkosningarnar 11. september, en málefnaágreiningurinn er mikill á milli sumra flokkanna í sumum málaflokkum, sér í lagi Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Kristersson gekk á fund Norléns í morgun þar sem hann tilkynnti honum að viðræðum miðaði vel, en að samkomulag væri ekki enn í höfn. Tilkynnti Norlén, sem er samflokksmaður Kristersson, að Kristersson fengi tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn. Takist það mun Norlén formlega tilnefna Kristersson í embætti forsætisráðherra og mun þingið svo greiða atkvæði um tillöguna. „Við erum sammála í stóru málaflokkunum. Við erum sammála um hvert skuli stefna og að gera gagn fyrir Svíþjóð,“ sagði Kristersson. Svíþjóðardemókratar varð næststærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar á eftir Jafnaðarmannaflokknum. Sem stærsti flokkurinn á hægri vængnum hafa Svíþjóðardemókratar krafist þess að eiga sæti í sjálfri ríkisstjórninni eða þá hafa mikil áhrif á stefnu nýrrar stjórnar sem stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar. Svíþjóðardemókratar leggja sérstaka áherslu á að herða verulega stefnu sænskra stjórnvalda í málefnum innflytjenda. Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Norlén áfram forseti sænska þingsins Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, var í morgun endurkjörinn sem forseti sænska þingsins. Norlén hefur gegnt embættinu frá árinu 2018. 26. september 2022 10:22 Leiðtogi hægrimanna fær stjórnarmyndunarumboð Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderatarna, fékk formlegt umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Svíþjóð í dag. Hægriöfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir gætu tekið sæti í ríkisstjórn hægri blokkarinnar eða varið minnihlutastjórn falli. 19. september 2022 14:21 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Síðustu vikurnar hafa fulltrúar hinna fjögurra flokka á hægri vængnum – Moderaterna, Svíþjóðardemókrata, Kristlegir demókrata og Frjálslyndra – átt í viðræðum um myndun nýrra ríkisstjórnar undir forystu Kristersson. Hægriflokkarnir náðu meirihluta á þingi eftir þingkosningarnar 11. september, en málefnaágreiningurinn er mikill á milli sumra flokkanna í sumum málaflokkum, sér í lagi Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Kristersson gekk á fund Norléns í morgun þar sem hann tilkynnti honum að viðræðum miðaði vel, en að samkomulag væri ekki enn í höfn. Tilkynnti Norlén, sem er samflokksmaður Kristersson, að Kristersson fengi tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn. Takist það mun Norlén formlega tilnefna Kristersson í embætti forsætisráðherra og mun þingið svo greiða atkvæði um tillöguna. „Við erum sammála í stóru málaflokkunum. Við erum sammála um hvert skuli stefna og að gera gagn fyrir Svíþjóð,“ sagði Kristersson. Svíþjóðardemókratar varð næststærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar á eftir Jafnaðarmannaflokknum. Sem stærsti flokkurinn á hægri vængnum hafa Svíþjóðardemókratar krafist þess að eiga sæti í sjálfri ríkisstjórninni eða þá hafa mikil áhrif á stefnu nýrrar stjórnar sem stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar. Svíþjóðardemókratar leggja sérstaka áherslu á að herða verulega stefnu sænskra stjórnvalda í málefnum innflytjenda.
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Norlén áfram forseti sænska þingsins Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, var í morgun endurkjörinn sem forseti sænska þingsins. Norlén hefur gegnt embættinu frá árinu 2018. 26. september 2022 10:22 Leiðtogi hægrimanna fær stjórnarmyndunarumboð Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderatarna, fékk formlegt umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Svíþjóð í dag. Hægriöfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir gætu tekið sæti í ríkisstjórn hægri blokkarinnar eða varið minnihlutastjórn falli. 19. september 2022 14:21 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Norlén áfram forseti sænska þingsins Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, var í morgun endurkjörinn sem forseti sænska þingsins. Norlén hefur gegnt embættinu frá árinu 2018. 26. september 2022 10:22
Leiðtogi hægrimanna fær stjórnarmyndunarumboð Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderatarna, fékk formlegt umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Svíþjóð í dag. Hægriöfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir gætu tekið sæti í ríkisstjórn hægri blokkarinnar eða varið minnihlutastjórn falli. 19. september 2022 14:21