Á þriðja tug eru á biðlista eftir meðferð vegna eftirkasta Covid-19 Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. október 2022 19:01 Stefán Yngvason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi segir marga enn glíma við eftirköst Covid. Vísir/Egill Tuttugu og fimm eru nú á biðlista eftir að komast að í endurhæfingu á Reykjalundi vegna langtímaveikinda eftir að hafa fengið Covid-19. Þrátt fyrir að rúmir sjö mánuðir séu nú síðan að öllum opinberum sóttvarnaraðgerðum var hætt hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins má enn greina áhrifin af faraldrinum. Til að mynda á Reykjalundi en í hverri viku berast þangað umsóknir um aðstoð frá fólki sem glímir við langtímaveikindi eftir að hafa fengið Covid-19. „Núna eru um tuttugu og fimm manns með þessa greiningu sem er þá langvinn einkenni eftir Covid. Það þýðir það að fólk er með einkenni sem að eru alvarleg enn þá þremur mánuðum eftir veikindin,“ segir Stefán Yngvason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Stefán segir einkennin oft vera mæði, verki af ýmsu tagi, þreytu og heilaþoku. Þeim sem koma á Reykjalund er boðið upp á sex vikna meðferð en hundrað tuttugu og fimm hafa þegar lokið meðferð vegna langtímaáhrifa af Covid-19. Langflestir eru aldrinum fertugt til sextugs. Heilbrigðisstofnanir víða um heim takast nú á við eftirköst faraldursins en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt stjórnvöld til að bregðast við og grípa til aðgerða vegna þessa. „Við sjáum það hjá WHO að þeir hafa sett þetta mjög á oddinn sem stórt og alvarlegt vandamál að fólk er óvinnufært vegna langvinnra einkenna eftir Covid. Þeir telja að bara í Evrópulöndum, fimmtíu og þremur Evrópulöndum, séu um sautján milljónir með langvinn einkenni eftir Covid og stór hluti þeirra sé ekki enn þá kominn til starfa.“ Endurhæfingin á Reykjalundi fyrir þá sem glíma við eftirköst Covid-19 tekur sex vikur.Vísir/Egill Hann telur að búast megi við að umsóknir haldi áfram að berast næstu misserin. „Það er nú þannig að eftir að ómíkron hefur komið þá eru miklu fleiri sem veikjast en þeir veikjast ekki eins mikið en það virðist sem að það séu þá margir samt sem að fái langvarandi Covid einkenni og þar sýnir tölfræðin að konur fá frekar langvinn einkenni heldur en karlar.“ Margskonar þjálfun og fræðsla er á meðal þess sem boðið er upp á á Reykjalundi.Vísir/Egill Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir brýnt að grípa til aðgerða vegna eftirkasta Covid-19 Tugmilljónir manna þjást enn af eftirköstum Covid-19, sem eru að hafa alvarlegar afleiðingar á líf þeirra og afkomu. Þá hafa þau komið hart niður á heilbrigðiskerfum og efnahag ríkja heims. 13. október 2022 12:17 Um nítján þúsund þáðu bólusetningu Um það bil nítján þúsund íbúar höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri þáðu bólusetningu í tveggja vikna átaki í Laugardalshöll sem lauk í síðustu viku. 12. október 2022 13:57 Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þrátt fyrir að rúmir sjö mánuðir séu nú síðan að öllum opinberum sóttvarnaraðgerðum var hætt hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins má enn greina áhrifin af faraldrinum. Til að mynda á Reykjalundi en í hverri viku berast þangað umsóknir um aðstoð frá fólki sem glímir við langtímaveikindi eftir að hafa fengið Covid-19. „Núna eru um tuttugu og fimm manns með þessa greiningu sem er þá langvinn einkenni eftir Covid. Það þýðir það að fólk er með einkenni sem að eru alvarleg enn þá þremur mánuðum eftir veikindin,“ segir Stefán Yngvason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Stefán segir einkennin oft vera mæði, verki af ýmsu tagi, þreytu og heilaþoku. Þeim sem koma á Reykjalund er boðið upp á sex vikna meðferð en hundrað tuttugu og fimm hafa þegar lokið meðferð vegna langtímaáhrifa af Covid-19. Langflestir eru aldrinum fertugt til sextugs. Heilbrigðisstofnanir víða um heim takast nú á við eftirköst faraldursins en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt stjórnvöld til að bregðast við og grípa til aðgerða vegna þessa. „Við sjáum það hjá WHO að þeir hafa sett þetta mjög á oddinn sem stórt og alvarlegt vandamál að fólk er óvinnufært vegna langvinnra einkenna eftir Covid. Þeir telja að bara í Evrópulöndum, fimmtíu og þremur Evrópulöndum, séu um sautján milljónir með langvinn einkenni eftir Covid og stór hluti þeirra sé ekki enn þá kominn til starfa.“ Endurhæfingin á Reykjalundi fyrir þá sem glíma við eftirköst Covid-19 tekur sex vikur.Vísir/Egill Hann telur að búast megi við að umsóknir haldi áfram að berast næstu misserin. „Það er nú þannig að eftir að ómíkron hefur komið þá eru miklu fleiri sem veikjast en þeir veikjast ekki eins mikið en það virðist sem að það séu þá margir samt sem að fái langvarandi Covid einkenni og þar sýnir tölfræðin að konur fá frekar langvinn einkenni heldur en karlar.“ Margskonar þjálfun og fræðsla er á meðal þess sem boðið er upp á á Reykjalundi.Vísir/Egill
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir brýnt að grípa til aðgerða vegna eftirkasta Covid-19 Tugmilljónir manna þjást enn af eftirköstum Covid-19, sem eru að hafa alvarlegar afleiðingar á líf þeirra og afkomu. Þá hafa þau komið hart niður á heilbrigðiskerfum og efnahag ríkja heims. 13. október 2022 12:17 Um nítján þúsund þáðu bólusetningu Um það bil nítján þúsund íbúar höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri þáðu bólusetningu í tveggja vikna átaki í Laugardalshöll sem lauk í síðustu viku. 12. október 2022 13:57 Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Segir brýnt að grípa til aðgerða vegna eftirkasta Covid-19 Tugmilljónir manna þjást enn af eftirköstum Covid-19, sem eru að hafa alvarlegar afleiðingar á líf þeirra og afkomu. Þá hafa þau komið hart niður á heilbrigðiskerfum og efnahag ríkja heims. 13. október 2022 12:17
Um nítján þúsund þáðu bólusetningu Um það bil nítján þúsund íbúar höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri þáðu bólusetningu í tveggja vikna átaki í Laugardalshöll sem lauk í síðustu viku. 12. október 2022 13:57
Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00