Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2022 10:19 Úkraínsk börn sem tekin voru frá ríkisstofnun í Donetsk-héraði og flutt til Rússlands. AP Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. Rússar segja að börnin séu munaðarlaus og hafi í mörgum tilfellum engan til sjá um þau eða þá að ekki sé hægt að ná í viðkomandi forráðamenn. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa hins vegar fundið vísbendingar um að börnum hafi beinlínis verið rænt. Í umfangsmikilli grein sem AP birti í gær kemur fram að börn sem hafa misst foreldra sína í árásum Rússa hafi meðal annars verið flutt til Rússlands. Þá hafa börn sem voru vistuð á ríkisstofnunum í Úkraínu verið flutt í massavís til Rússlands þar sem rússneskir foreldrar geta ættleitt þau. Ráðamenn í Úkraínu segja að mörg þeirra barna sem Rússar hafa tekið ekki hafa verið munaðarlaus heldur hafi þau verið á forræði ríkisins vegna erfiðra aðstæðna foreldra þeirra. Logið að börnunum í Rússlandi Í grein AP, sem byggir á gögnum frá bæði Úkraínu og Rússlandi og viðtölum við fjölda fólks í báðum löndum segir einnig að logið hafi verið að börnum um að foreldrar þeirra vildu þau ekki lengur, þau hafi verið notuð við áróður í Rússlandi og gefin rússneskum fjölskyldum. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðarmorðs. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Saksóknarar sem AP ræddi við segja mögulegt að beintengja þessi mannrán við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sem hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Jafnvel þó foreldrar þeirra séu látnir þá eiga börn að vera áfram í eigin landi, samkvæmt sérfræðingum. Þá meina rússnesk lög foreldrum þar í landi að ættleiða börn frá öðrum ríkjum en Pútín skrifaði undir ný lög í maí sem gerðu ættleiðingar barna frá Úkraínu mögulegar. Lögin gerðu sömuleiðis fjölskyldumeðlimum barnanna og yfirvöldum í Úkraínu erfiðara að fá börnin aftur. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP þar sem meðal annars er fjallað um Olgu Lopatkinu og sex börn hennar sem urðu innlyksa í Maríupól, þar sem þau voru í búðum á vegum ríkisins, þegar borgin var umkringd af rússneskum hersveitum. Börnin voru flutt til Rússlands en eftir fjóra mánuði tókst Olgu að fá þau aftur, með aðstoð hjálparsamtaka. Segja um átta þúsund börnum hafa verið rænt Ráðgjafi borgarstjóra Maríupól sagði AP að hundruð barna hefðu verið tekið þaðan. Í flestum tilfellum væri erfitt að segja til um hvort börnin ættu foreldra og aðra forræðismenn eða ekki, eða hvort þeim hefði einfaldlega verið rænt. Erfitt er að segja til um raunverulegan fjölda barna sem flutt hafa verið til Rússlands. Úkraínumenn segja vitað til þess að nærri því átta þúsund börnum hafi verið rænt en Rússar hafa aldrei gefið upp raunverulegar tölur. Maria Lvova-Belova, sem heldur utan um réttindi barna í Rússlandi, sagði strax í mars að rúmlega þúsund börn frá Úkraínu hefðu verið flutt til Rússlands og að rúmlega 130 hefðu fengið rússneskan ríkisborgararétt. Hún staðhæfði að börnin þyrftu aðstoð Rússa vegna þeirra áfalla sem þau hefðu orðið fyrir. Þau svæfu illa og grétu eftir að hafa þurft að búa í kjöllurum og sprengjuskýlum, sem þau þurftu að gera vegna árása Rússa. Fyrr í haust birtust myndbönd af um þrjátíu barna hópi frá Maríupól syngja úkraínska þjóðsönginn, eftir að þau höfðu verið flutt til Rússlands. Lvova-Belova sagði í september gagnrýni þessara barna hefði breyst í ást í garð Rússlands. Í svari við fyrirspurn AP sem barst frá skrifstofu hennar segir að yfirvöld í Rússlandi væru að „hjálpa börnum“ og tryggja rétt þeirra á að lifa í friði og vera hamingjusöm. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Yrði ekki svarað með kjarnorkuvopnum en sveitir Rússa þurrkaðar út Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur verið harðlega gagrýndur fyrir að lýsa því yfir að Frakkar myndu ekki svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuvopnum. 14. október 2022 07:16 Flóttamenn frá Kherson komnir til Rússlands Flóttamenn frá Kherson héraðinu í suðurhluta Úkraínu eru farnir að koma til Rússlands eftir að leppstjórn Rússa í héraðinu hvatti íbúa til að flýja öryggis síns vegna. Sérfræðingar segja þetta benda til þess að heljartak Rússa á héraðinu sé farið að linast. 14. október 2022 06:56 Gasið flæðir frá Frakklandi til Þýskalands í fyrsta sinn Gas er nú byrjað að flæða frá Frakklandi til Þýskalands í fyrsta sinn. Þetta er hluti af aukinni samvinnu ríkjanna í orkumálum vegna orkukreppu í Evrópu. 13. október 2022 22:58 „Innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins Finnskur karlmaður tók sig til og „innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins í Turku fyrir hönd Úkraínu í gær. Hann segir innlimunina í samræmi við úrslit eins manns þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann hélt sjálfur í anda þeirra sem fóru fram á vegum leppstjórna Rússa í Úkraínu nýlega. 13. október 2022 14:05 „Innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins Finnskur karlmaður tók sig til og „innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins í Turku fyrir hönd Úkraínu í gær. Hann segir innlimunina í samræmi við úrslit eins manns þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann hélt sjálfur í anda þeirra sem fóru fram á vegum leppstjórna Rússa í Úkraínu nýlega. 13. október 2022 14:05 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Rússar segja að börnin séu munaðarlaus og hafi í mörgum tilfellum engan til sjá um þau eða þá að ekki sé hægt að ná í viðkomandi forráðamenn. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa hins vegar fundið vísbendingar um að börnum hafi beinlínis verið rænt. Í umfangsmikilli grein sem AP birti í gær kemur fram að börn sem hafa misst foreldra sína í árásum Rússa hafi meðal annars verið flutt til Rússlands. Þá hafa börn sem voru vistuð á ríkisstofnunum í Úkraínu verið flutt í massavís til Rússlands þar sem rússneskir foreldrar geta ættleitt þau. Ráðamenn í Úkraínu segja að mörg þeirra barna sem Rússar hafa tekið ekki hafa verið munaðarlaus heldur hafi þau verið á forræði ríkisins vegna erfiðra aðstæðna foreldra þeirra. Logið að börnunum í Rússlandi Í grein AP, sem byggir á gögnum frá bæði Úkraínu og Rússlandi og viðtölum við fjölda fólks í báðum löndum segir einnig að logið hafi verið að börnum um að foreldrar þeirra vildu þau ekki lengur, þau hafi verið notuð við áróður í Rússlandi og gefin rússneskum fjölskyldum. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðarmorðs. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Saksóknarar sem AP ræddi við segja mögulegt að beintengja þessi mannrán við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sem hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Jafnvel þó foreldrar þeirra séu látnir þá eiga börn að vera áfram í eigin landi, samkvæmt sérfræðingum. Þá meina rússnesk lög foreldrum þar í landi að ættleiða börn frá öðrum ríkjum en Pútín skrifaði undir ný lög í maí sem gerðu ættleiðingar barna frá Úkraínu mögulegar. Lögin gerðu sömuleiðis fjölskyldumeðlimum barnanna og yfirvöldum í Úkraínu erfiðara að fá börnin aftur. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP þar sem meðal annars er fjallað um Olgu Lopatkinu og sex börn hennar sem urðu innlyksa í Maríupól, þar sem þau voru í búðum á vegum ríkisins, þegar borgin var umkringd af rússneskum hersveitum. Börnin voru flutt til Rússlands en eftir fjóra mánuði tókst Olgu að fá þau aftur, með aðstoð hjálparsamtaka. Segja um átta þúsund börnum hafa verið rænt Ráðgjafi borgarstjóra Maríupól sagði AP að hundruð barna hefðu verið tekið þaðan. Í flestum tilfellum væri erfitt að segja til um hvort börnin ættu foreldra og aðra forræðismenn eða ekki, eða hvort þeim hefði einfaldlega verið rænt. Erfitt er að segja til um raunverulegan fjölda barna sem flutt hafa verið til Rússlands. Úkraínumenn segja vitað til þess að nærri því átta þúsund börnum hafi verið rænt en Rússar hafa aldrei gefið upp raunverulegar tölur. Maria Lvova-Belova, sem heldur utan um réttindi barna í Rússlandi, sagði strax í mars að rúmlega þúsund börn frá Úkraínu hefðu verið flutt til Rússlands og að rúmlega 130 hefðu fengið rússneskan ríkisborgararétt. Hún staðhæfði að börnin þyrftu aðstoð Rússa vegna þeirra áfalla sem þau hefðu orðið fyrir. Þau svæfu illa og grétu eftir að hafa þurft að búa í kjöllurum og sprengjuskýlum, sem þau þurftu að gera vegna árása Rússa. Fyrr í haust birtust myndbönd af um þrjátíu barna hópi frá Maríupól syngja úkraínska þjóðsönginn, eftir að þau höfðu verið flutt til Rússlands. Lvova-Belova sagði í september gagnrýni þessara barna hefði breyst í ást í garð Rússlands. Í svari við fyrirspurn AP sem barst frá skrifstofu hennar segir að yfirvöld í Rússlandi væru að „hjálpa börnum“ og tryggja rétt þeirra á að lifa í friði og vera hamingjusöm.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Yrði ekki svarað með kjarnorkuvopnum en sveitir Rússa þurrkaðar út Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur verið harðlega gagrýndur fyrir að lýsa því yfir að Frakkar myndu ekki svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuvopnum. 14. október 2022 07:16 Flóttamenn frá Kherson komnir til Rússlands Flóttamenn frá Kherson héraðinu í suðurhluta Úkraínu eru farnir að koma til Rússlands eftir að leppstjórn Rússa í héraðinu hvatti íbúa til að flýja öryggis síns vegna. Sérfræðingar segja þetta benda til þess að heljartak Rússa á héraðinu sé farið að linast. 14. október 2022 06:56 Gasið flæðir frá Frakklandi til Þýskalands í fyrsta sinn Gas er nú byrjað að flæða frá Frakklandi til Þýskalands í fyrsta sinn. Þetta er hluti af aukinni samvinnu ríkjanna í orkumálum vegna orkukreppu í Evrópu. 13. október 2022 22:58 „Innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins Finnskur karlmaður tók sig til og „innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins í Turku fyrir hönd Úkraínu í gær. Hann segir innlimunina í samræmi við úrslit eins manns þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann hélt sjálfur í anda þeirra sem fóru fram á vegum leppstjórna Rússa í Úkraínu nýlega. 13. október 2022 14:05 „Innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins Finnskur karlmaður tók sig til og „innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins í Turku fyrir hönd Úkraínu í gær. Hann segir innlimunina í samræmi við úrslit eins manns þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann hélt sjálfur í anda þeirra sem fóru fram á vegum leppstjórna Rússa í Úkraínu nýlega. 13. október 2022 14:05 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Yrði ekki svarað með kjarnorkuvopnum en sveitir Rússa þurrkaðar út Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur verið harðlega gagrýndur fyrir að lýsa því yfir að Frakkar myndu ekki svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuvopnum. 14. október 2022 07:16
Flóttamenn frá Kherson komnir til Rússlands Flóttamenn frá Kherson héraðinu í suðurhluta Úkraínu eru farnir að koma til Rússlands eftir að leppstjórn Rússa í héraðinu hvatti íbúa til að flýja öryggis síns vegna. Sérfræðingar segja þetta benda til þess að heljartak Rússa á héraðinu sé farið að linast. 14. október 2022 06:56
Gasið flæðir frá Frakklandi til Þýskalands í fyrsta sinn Gas er nú byrjað að flæða frá Frakklandi til Þýskalands í fyrsta sinn. Þetta er hluti af aukinni samvinnu ríkjanna í orkumálum vegna orkukreppu í Evrópu. 13. október 2022 22:58
„Innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins Finnskur karlmaður tók sig til og „innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins í Turku fyrir hönd Úkraínu í gær. Hann segir innlimunina í samræmi við úrslit eins manns þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann hélt sjálfur í anda þeirra sem fóru fram á vegum leppstjórna Rússa í Úkraínu nýlega. 13. október 2022 14:05
„Innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins Finnskur karlmaður tók sig til og „innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins í Turku fyrir hönd Úkraínu í gær. Hann segir innlimunina í samræmi við úrslit eins manns þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann hélt sjálfur í anda þeirra sem fóru fram á vegum leppstjórna Rússa í Úkraínu nýlega. 13. október 2022 14:05