Stöndum vörð um hagsmuni sjúklinga Halldóra Mogensen skrifar 14. október 2022 12:01 Öll getum við átt í hættu á að veikjast einhverntímann á lífsleiðinni. Alvarleg veikindi koma fólki oftast algjörlega í opna skjöldu. Á einu augnabliki umturnast líf fólks og ekki er óalgengt að samhliða sæti áherslur, lífsskoðanir og framtíðarsýn fólks endurskoðun. Að ná bata er vegferð sem krefst fullrar athygli fólks. Það skiptir miklu máli að þegar við veikjumst höfum við fullt svigrúm til að setja alla okkar orku og tíma í að hlúa að okkur sjálfum og að ástvinum okkar. En þegar við veikjumst erum við sett í ákveðna stöðu innan samfélagsins – stöðu sjúklings. Þessi staða getur verið miserfið fyrir fólk. Eðlilega er fólk með misgott bakland og misgóða þekkingu á réttindum sínum og því hvernig þjónustukerfin okkar virka. Allskonar ágreiningar geta sprottið upp innan heilbrigðiskerfisins sem er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt en það sem er hins vegar óeðlilegt er að sjúklingar eigi sér engan málsvara þegar ágreiningur kemur upp. Sjúklingurinn er settur í þá stöðu að gæta sjálfur eigin hagsmuna. Afleiðing þess er að fjöldi fólks fær ekki nauðsynlegt rými til að einbeita sér að bata þar sem það þarf að berjast fyrir réttindum sínum innan kerfis sem þau eru á sama tíma háð til að ná bata. Ég hef lagt fram þingsályktunartillögu um að stofna sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga til að mæta þessari þörf sjúklinga á bandamanni innan heilbrigðiskerfisins, sem stendur vörð um hagsmuni sjúklinga, starfar sem opinber talsmaður þeirra og sinnir upplýsingamiðlun og eftirliti með heilbrigðisþjónustu. Von mín er sú að Alþingi taki afstöðu með sjúklingum og sameinist um að styðja tillöguna – svo þau okkar sem veikjast geti einbeitt sér að því að ná bata áhyggjulaus. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Píratar Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Öll getum við átt í hættu á að veikjast einhverntímann á lífsleiðinni. Alvarleg veikindi koma fólki oftast algjörlega í opna skjöldu. Á einu augnabliki umturnast líf fólks og ekki er óalgengt að samhliða sæti áherslur, lífsskoðanir og framtíðarsýn fólks endurskoðun. Að ná bata er vegferð sem krefst fullrar athygli fólks. Það skiptir miklu máli að þegar við veikjumst höfum við fullt svigrúm til að setja alla okkar orku og tíma í að hlúa að okkur sjálfum og að ástvinum okkar. En þegar við veikjumst erum við sett í ákveðna stöðu innan samfélagsins – stöðu sjúklings. Þessi staða getur verið miserfið fyrir fólk. Eðlilega er fólk með misgott bakland og misgóða þekkingu á réttindum sínum og því hvernig þjónustukerfin okkar virka. Allskonar ágreiningar geta sprottið upp innan heilbrigðiskerfisins sem er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt en það sem er hins vegar óeðlilegt er að sjúklingar eigi sér engan málsvara þegar ágreiningur kemur upp. Sjúklingurinn er settur í þá stöðu að gæta sjálfur eigin hagsmuna. Afleiðing þess er að fjöldi fólks fær ekki nauðsynlegt rými til að einbeita sér að bata þar sem það þarf að berjast fyrir réttindum sínum innan kerfis sem þau eru á sama tíma háð til að ná bata. Ég hef lagt fram þingsályktunartillögu um að stofna sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga til að mæta þessari þörf sjúklinga á bandamanni innan heilbrigðiskerfisins, sem stendur vörð um hagsmuni sjúklinga, starfar sem opinber talsmaður þeirra og sinnir upplýsingamiðlun og eftirliti með heilbrigðisþjónustu. Von mín er sú að Alþingi taki afstöðu með sjúklingum og sameinist um að styðja tillöguna – svo þau okkar sem veikjast geti einbeitt sér að því að ná bata áhyggjulaus. Höfundur er þingmaður Pírata.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun