Dæmi um að fólk svipti sig lífi í staðinn Bjarki Sigurðsson skrifar 15. október 2022 12:21 Bjarni Jónsson, gjaldkeri Lífsvirðingar, skorar á alþingismenn að ræða dánaraðstoð. Vísir/Getty Stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til að taka á málinu. Ræðumenn frá fjórum löndum fjölluðu um dánaraðstoð á málþingi sem fram fór í gær. Í gær fór fram málþing um dánaraðstoð í húsi Endurmenntunar Háskóla Íslands. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, stóð fyrir málþinginu en hægt var að sækja þrjár málstofur. Dánaraðstoð og siðfræðin, dánaraðstoð og heilbrigðiskerfið og dánaraðstoð og líknarmeðferð. Ræðumenn voru sex talsins og komu frá fjórum löndum. Hér á Íslandi er dánaraðstoð ekki heimil. Bjarni Jónsson, gjaldkeri Lífsvirðingar, segir að á málþinginu hafi öllum hliðum aðstoðarinnar velt fyrir sér, til dæmis hvaða siðfræðilegi grunnur liggur á baki þess að heimila dánaraðstoð. „Varðandi siðfræðina þá eru nokkrir að velta fyrir sér hvaða siðfræðilegur grunnur liggur á baki þess að heimila dánaraðstoð. Líka rökin gegn því. Við veltum öllu þessu upp. Síðan varðandi heilbrigðiskerfið hvernig læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar koma að þessum málum. Hvernig framkvæmd á dánaraðstoð er þar sem hún er leyfð,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Sex prósent andvíg dánaraðstoð Samkvæmt könnun sem samtökin gerðu styðja 77 prósent landsmanna dánaraðstoð en sex prósent eru andvíg henni. Svipuð könnun var framkvæmd árið 2019 þar sem niðurstöðurnar voru svipaðar. Þá var einnig gerð sér könnun meðal hjúkrunarfræðinga og lækna á Landspítala. Þar kom fram að 54 prósent lækna og 72 prósent hjúkrunarfræðinga styðja dánaraðstoð. Lítið er í boði fyrir þá sem vilja þiggja dánaraðstoð hér á landi. Bjarni segir marga hafa þurft að leita í aðrar leiðir. „Einstaklingar hafa haft samband við okkur og spurt okkur um hvernig þeir geta komist í dánaraðstoð. Eina sem við getum bent þeim á er að fara til Sviss. Til félagasamtaka sem heita Dignitas,“ segir Bjarni. „Hins vegar höfum við heyrt af því að fólk hafi verið að svelta sig til dauða. Því miður er líka hluti af fólki sem hreinlega ákveður að svipta sig lífi með alls konar aðferðum þótt það komi ekki fram í tölfræðinni.“ Bjarni hvetur alþingismenn til að taka málið upp og spyr hvað Alþingi ætlar að gera í málunum. Þá hvetur hann Íslendinga til að ýta á sína þingmenn vegna málsins. Heilbrigðismál Dánaraðstoð Tengdar fréttir Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. 14. apríl 2021 13:11 Spánn fjórða Evrópuríkið til að lögleiða dánaraðstoð Spænska þingið samþykkti í dag að heimila dánaraðstoð og líknardráp hjá sjúklingum sem glímt hafa við ólæknandi sjúkdóma til að gefa þeim möguleika á að binda enda á þjáningar sínar. Spánn verður þar með sjöunda ríki heims til að lögleiða dánaraðstoð og það fjórða í Evrópu. 18. mars 2021 14:04 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Í gær fór fram málþing um dánaraðstoð í húsi Endurmenntunar Háskóla Íslands. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, stóð fyrir málþinginu en hægt var að sækja þrjár málstofur. Dánaraðstoð og siðfræðin, dánaraðstoð og heilbrigðiskerfið og dánaraðstoð og líknarmeðferð. Ræðumenn voru sex talsins og komu frá fjórum löndum. Hér á Íslandi er dánaraðstoð ekki heimil. Bjarni Jónsson, gjaldkeri Lífsvirðingar, segir að á málþinginu hafi öllum hliðum aðstoðarinnar velt fyrir sér, til dæmis hvaða siðfræðilegi grunnur liggur á baki þess að heimila dánaraðstoð. „Varðandi siðfræðina þá eru nokkrir að velta fyrir sér hvaða siðfræðilegur grunnur liggur á baki þess að heimila dánaraðstoð. Líka rökin gegn því. Við veltum öllu þessu upp. Síðan varðandi heilbrigðiskerfið hvernig læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar koma að þessum málum. Hvernig framkvæmd á dánaraðstoð er þar sem hún er leyfð,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Sex prósent andvíg dánaraðstoð Samkvæmt könnun sem samtökin gerðu styðja 77 prósent landsmanna dánaraðstoð en sex prósent eru andvíg henni. Svipuð könnun var framkvæmd árið 2019 þar sem niðurstöðurnar voru svipaðar. Þá var einnig gerð sér könnun meðal hjúkrunarfræðinga og lækna á Landspítala. Þar kom fram að 54 prósent lækna og 72 prósent hjúkrunarfræðinga styðja dánaraðstoð. Lítið er í boði fyrir þá sem vilja þiggja dánaraðstoð hér á landi. Bjarni segir marga hafa þurft að leita í aðrar leiðir. „Einstaklingar hafa haft samband við okkur og spurt okkur um hvernig þeir geta komist í dánaraðstoð. Eina sem við getum bent þeim á er að fara til Sviss. Til félagasamtaka sem heita Dignitas,“ segir Bjarni. „Hins vegar höfum við heyrt af því að fólk hafi verið að svelta sig til dauða. Því miður er líka hluti af fólki sem hreinlega ákveður að svipta sig lífi með alls konar aðferðum þótt það komi ekki fram í tölfræðinni.“ Bjarni hvetur alþingismenn til að taka málið upp og spyr hvað Alþingi ætlar að gera í málunum. Þá hvetur hann Íslendinga til að ýta á sína þingmenn vegna málsins.
Heilbrigðismál Dánaraðstoð Tengdar fréttir Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. 14. apríl 2021 13:11 Spánn fjórða Evrópuríkið til að lögleiða dánaraðstoð Spænska þingið samþykkti í dag að heimila dánaraðstoð og líknardráp hjá sjúklingum sem glímt hafa við ólæknandi sjúkdóma til að gefa þeim möguleika á að binda enda á þjáningar sínar. Spánn verður þar með sjöunda ríki heims til að lögleiða dánaraðstoð og það fjórða í Evrópu. 18. mars 2021 14:04 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. 14. apríl 2021 13:11
Spánn fjórða Evrópuríkið til að lögleiða dánaraðstoð Spænska þingið samþykkti í dag að heimila dánaraðstoð og líknardráp hjá sjúklingum sem glímt hafa við ólæknandi sjúkdóma til að gefa þeim möguleika á að binda enda á þjáningar sínar. Spánn verður þar með sjöunda ríki heims til að lögleiða dánaraðstoð og það fjórða í Evrópu. 18. mars 2021 14:04