Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 09:39 Mari Järsk var sjöunda konan á heimsvísu þegar hún þurfti að hætta keppni eftir að hafa hlaupið í rúmlega einn og hálfan sólarhring. Vísir/Sigurjón Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. Garpur I. Elísabetarson ræddi við Olgu Kristrún Ingólfsdóttur, einn af liðstjórum Mari, eftir að Mari lauk keppni upp úr miðnætti í nótt. Mari náði ekki í mark á 37. hring keppninnar. Þá hafði hún hlaupið rúmlega 241 kílómetra og aðeins þau Þorleifur Þorleifsson eftir í keppninni af Íslendingum. „Hún er ólík sjálfri sér og það er bara spurning hvort við þurfum ekki að fara og láta kíkja á hana. Hún er mjög vönkuð og hún er illa áttuð. Við erum að hlúa að henni, reynum að láta hana skipta um föt og koma hita í hana. Ég held að það sé næsta skref að láta lækni kíkja á hana,“ sagði Olga í nótt. En kom eitthvað upp á hjá henni í brautinni? „Hún datt í brautinni á síðasta hring og það má ekki hjálpa henni. Hún man ekkert eftir því hvort hún hafi dottið eða ekki og hún var farin að sjá ofsjónir. Hún lagði allt sitt í þetta, blóð svita og tár eins og hún ætlaði,“ sagði Olga. „Þetta er búnar að vera erfiðar aðstæður og allt öðruvísi keppnir heldur en hinar tvær keppnirnar sem hún hefur unnið. Það má samt ekki gleyma því að þetta er frábær árangur og þegar ég skoðaði tölurnar áðan þá var hún sjöunda konan á heimsvísu,“ sagði Olga. „Hún lagði eins og ég sagði blóð svita og tár í þetta. Hún er bara ofurhetja. Það sem skiptir máli núna er að hlúa vel að henni og gefa henni þann styrk sem hún þarf á að halda. Þetta er bara rétt að byrja og hún á nóg eftir. Það þurfa allir að læra að tapa,“ sagði Olga. Mari hafði þarna klárað einn og hálfan sólarhring og það var frábær stemmning í kringum hana allan tímann. Næst á dagskrá er að keppa út í Þýskalandi í maí. Það má sjá allt viðtalið við Olgu hér að ofan. Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Garpur I. Elísabetarson ræddi við Olgu Kristrún Ingólfsdóttur, einn af liðstjórum Mari, eftir að Mari lauk keppni upp úr miðnætti í nótt. Mari náði ekki í mark á 37. hring keppninnar. Þá hafði hún hlaupið rúmlega 241 kílómetra og aðeins þau Þorleifur Þorleifsson eftir í keppninni af Íslendingum. „Hún er ólík sjálfri sér og það er bara spurning hvort við þurfum ekki að fara og láta kíkja á hana. Hún er mjög vönkuð og hún er illa áttuð. Við erum að hlúa að henni, reynum að láta hana skipta um föt og koma hita í hana. Ég held að það sé næsta skref að láta lækni kíkja á hana,“ sagði Olga í nótt. En kom eitthvað upp á hjá henni í brautinni? „Hún datt í brautinni á síðasta hring og það má ekki hjálpa henni. Hún man ekkert eftir því hvort hún hafi dottið eða ekki og hún var farin að sjá ofsjónir. Hún lagði allt sitt í þetta, blóð svita og tár eins og hún ætlaði,“ sagði Olga. „Þetta er búnar að vera erfiðar aðstæður og allt öðruvísi keppnir heldur en hinar tvær keppnirnar sem hún hefur unnið. Það má samt ekki gleyma því að þetta er frábær árangur og þegar ég skoðaði tölurnar áðan þá var hún sjöunda konan á heimsvísu,“ sagði Olga. „Hún lagði eins og ég sagði blóð svita og tár í þetta. Hún er bara ofurhetja. Það sem skiptir máli núna er að hlúa vel að henni og gefa henni þann styrk sem hún þarf á að halda. Þetta er bara rétt að byrja og hún á nóg eftir. Það þurfa allir að læra að tapa,“ sagði Olga. Mari hafði þarna klárað einn og hálfan sólarhring og það var frábær stemmning í kringum hana allan tímann. Næst á dagskrá er að keppa út í Þýskalandi í maí. Það má sjá allt viðtalið við Olgu hér að ofan.
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
„Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09