Vekur athygli á „óbærilegum kostnaði tilverunnar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2022 13:55 Samhæfingarstjóri Pepp Íslands segir mikilvægt að almenningur tileinki sér nýtt og breytt viðhorf í garð fólks í fátækt. Ásta Þórdís. Á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt vill samhæfingarstjóri Pepp-samtakanna vekja athygli á „óbærilegum kostnaði tilverunnar“ nú þegar allar nauðsynjar fara hækkandi. Hún segir stöðu einstæðra foreldra sem þurfa að reiða sig á örorkulífeyri vera alvarlega. Pepp Ísland eru grasrótarsamtök gegn fátækt. Eftir lokun kaffistofunnar í Arnarbakka, þar sem starfsemi Pepp-Ísland er til húsa, ætlar fólk á vegum samtakanna að fara út á meðal fólksins og dreifa kortum í tilefni alþjóðlegs baráttudags gegn fátækt. „Við erum með kort með slagorðum á til að minna á okkur og minna á daginn okkar. Við ætlum að fara út á meðal fólks og óska því til hamingju með daginn og afhenda kort,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Íslands. Á einu kortinu segir „óbærilegur kostnaður tilverunnar“ sem vísar til verðbólguástandsins sem kemur verst niður á fólki í fátækt. „Hinn óbærilegi kostnaður tilverunnar er staðreynd þar sem allar nauðsynjar fara hækkandi.“ Ásta hefur sérstakar áhyggjur af einstæðum foreldrum á örorkulífeyri - staðan sé enn hörmuleg þrátt fyrir þrotlausa baráttu síðustu ára. „Staðan ennþá sú að einstæðir foreldrar á örorkulífeyri ná bara ekki endum saman. Það er ekki hægt að lifa viðunandi fjölskyldulífi á slíkum tekjum.“ Ásta er hugsi yfir aðgerðaleysi stjórnvalda. „Maður hefði haldið að það ætti að vera tiltölulega auðvelt að nálgast þessa ákveðnu foreldra á einhvern hátt. Ég veit ekki hvort það sé ekki vilji fyrir því eða hvað það er sem veldur eða hvort menn hafi bara ekki áttað sig á því hversu ofboðslega illa þessi hópur stendur.“ Ásta vill að almenningur tileinki sér nýtt og breytt viðhorf í garð fólks í fátækt og átti sig á því að hin bága staða sé ekki fólkinu sjálfu að kenna. „Fátækt er fyrst og fremst aðstæðurnar sem þú býrð við og þegar þú hefur búið lengi við slíkar aðstæður þá ertu ekki fær um að standa upp og breyta þínum aðstæðum sjálfur. Ef við getum aðeins hreyft við þessu viðhorfi. Fátækt er yfirleitt afleiðing af ástandi; af aðstæðum. Við verðum að reyna að koma auga á manneskjuna og gefa eftir smá rými í samfélaginu.“ Félagsmál Tengdar fréttir Kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt ætlað að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar kórónuveirufaraldursins Daglega sækja um sjötíu manns ókeypis kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt. Tilgangur kaffihússins er að rjúfa félagslega einangrun jaðarhópa í kjölfar kórónuveirufaraldursins. 19. júlí 2020 19:30 Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. 26. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Pepp Ísland eru grasrótarsamtök gegn fátækt. Eftir lokun kaffistofunnar í Arnarbakka, þar sem starfsemi Pepp-Ísland er til húsa, ætlar fólk á vegum samtakanna að fara út á meðal fólksins og dreifa kortum í tilefni alþjóðlegs baráttudags gegn fátækt. „Við erum með kort með slagorðum á til að minna á okkur og minna á daginn okkar. Við ætlum að fara út á meðal fólks og óska því til hamingju með daginn og afhenda kort,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Íslands. Á einu kortinu segir „óbærilegur kostnaður tilverunnar“ sem vísar til verðbólguástandsins sem kemur verst niður á fólki í fátækt. „Hinn óbærilegi kostnaður tilverunnar er staðreynd þar sem allar nauðsynjar fara hækkandi.“ Ásta hefur sérstakar áhyggjur af einstæðum foreldrum á örorkulífeyri - staðan sé enn hörmuleg þrátt fyrir þrotlausa baráttu síðustu ára. „Staðan ennþá sú að einstæðir foreldrar á örorkulífeyri ná bara ekki endum saman. Það er ekki hægt að lifa viðunandi fjölskyldulífi á slíkum tekjum.“ Ásta er hugsi yfir aðgerðaleysi stjórnvalda. „Maður hefði haldið að það ætti að vera tiltölulega auðvelt að nálgast þessa ákveðnu foreldra á einhvern hátt. Ég veit ekki hvort það sé ekki vilji fyrir því eða hvað það er sem veldur eða hvort menn hafi bara ekki áttað sig á því hversu ofboðslega illa þessi hópur stendur.“ Ásta vill að almenningur tileinki sér nýtt og breytt viðhorf í garð fólks í fátækt og átti sig á því að hin bága staða sé ekki fólkinu sjálfu að kenna. „Fátækt er fyrst og fremst aðstæðurnar sem þú býrð við og þegar þú hefur búið lengi við slíkar aðstæður þá ertu ekki fær um að standa upp og breyta þínum aðstæðum sjálfur. Ef við getum aðeins hreyft við þessu viðhorfi. Fátækt er yfirleitt afleiðing af ástandi; af aðstæðum. Við verðum að reyna að koma auga á manneskjuna og gefa eftir smá rými í samfélaginu.“
Félagsmál Tengdar fréttir Kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt ætlað að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar kórónuveirufaraldursins Daglega sækja um sjötíu manns ókeypis kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt. Tilgangur kaffihússins er að rjúfa félagslega einangrun jaðarhópa í kjölfar kórónuveirufaraldursins. 19. júlí 2020 19:30 Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. 26. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt ætlað að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar kórónuveirufaraldursins Daglega sækja um sjötíu manns ókeypis kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt. Tilgangur kaffihússins er að rjúfa félagslega einangrun jaðarhópa í kjölfar kórónuveirufaraldursins. 19. júlí 2020 19:30
Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. 26. nóvember 2020 19:00