Rafmagnslaust eftir áframhaldandi loftárásir Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 08:44 Götutónlistarmenn iðka list sína á torgi í Kænugarði þar sem slökkt hefur verið á raflýsingu. Rafmagnsleysi hrjáir stóran hluta Úkraínu vegna loftárása Rússa á orkuinnviði. AP/Emilio Morenatti Fjöldi bæja og þorpa og hluti tveggja borga eru án rafmagns eftir áframhaldandi flugskeytaárásir Rússa á orkuinnviði síðasta sólarhringinn. Volodýmýr Selenskíj forseti hvatti landsmenn til þess að spara orku eins og þeir gætu í gærkvöldi. Rússar hafa haldið uppi stöðugum loftárásum á grunninnviði í Úkraínu eftir að Kertsj-brúin sem tengir Krímskaga við Rússland var sprengd í loft upp um þar síðustu helgi. Á meðal skotmarkanna eru spennistöðvar og raflínur. Rafmagns- og vatnslaust er í hluta borgarinnar Enerhodar nærri Saporisjía-kjarnorkuverinu eftir sprengjuárásir, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá hæfðu flugskeyti orkuinnviði nærri borginni Kryvíj Rih í Miðsuður-Úkraínu. Tjónið olli rafmagnsleysi í þorpum, bæjum og einu hverfi borgarinnar, að sögn héraðsstjórans þar. Selenskíj forseti fullyrti í tísti í gær að nærri því þriðjungur orkuvera landsins væru eyðilagðar eftir spengjuárásir Rússa frá 10. október. Það hafi valdið meiriháttar rafmagnsleysi. Í daglegu sjónvarpsávarpi sínu í gærkvöldi hvatti Selenskíj landa sína til þess að slökkva á raftækjum og að fara almennt sparlega með rafmagn á háannatíma til að hjálpa öllu landinu. Vestræn ríki hafa lofað Úkraínumönnum loftvarnarkerfum til þess að verjast árásum Rússa. Selenskíj sagði í ávarpinu að þýskt kerfi sem væri nýkomið í notkun gæfi nú þegar góða raun. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segir stöðu Rússa erfiða og ýjar að undanhaldi Nýr yfirmaður innrásar Rússa í Úkraínu sagði í dag að taka þyrfti „erfiðar ákvarðanir“ á næstunni í Kherson-héraði í Úkraínu. Leppstjórar Rússlands þar hafa sagt að til standi að flytja fólk frá Kherson-borg en ummælin þykja til marks um að Rússar muni mögulega hörfa yfir Dnipro-á. 18. október 2022 22:19 Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Rússar hafa haldið uppi stöðugum loftárásum á grunninnviði í Úkraínu eftir að Kertsj-brúin sem tengir Krímskaga við Rússland var sprengd í loft upp um þar síðustu helgi. Á meðal skotmarkanna eru spennistöðvar og raflínur. Rafmagns- og vatnslaust er í hluta borgarinnar Enerhodar nærri Saporisjía-kjarnorkuverinu eftir sprengjuárásir, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá hæfðu flugskeyti orkuinnviði nærri borginni Kryvíj Rih í Miðsuður-Úkraínu. Tjónið olli rafmagnsleysi í þorpum, bæjum og einu hverfi borgarinnar, að sögn héraðsstjórans þar. Selenskíj forseti fullyrti í tísti í gær að nærri því þriðjungur orkuvera landsins væru eyðilagðar eftir spengjuárásir Rússa frá 10. október. Það hafi valdið meiriháttar rafmagnsleysi. Í daglegu sjónvarpsávarpi sínu í gærkvöldi hvatti Selenskíj landa sína til þess að slökkva á raftækjum og að fara almennt sparlega með rafmagn á háannatíma til að hjálpa öllu landinu. Vestræn ríki hafa lofað Úkraínumönnum loftvarnarkerfum til þess að verjast árásum Rússa. Selenskíj sagði í ávarpinu að þýskt kerfi sem væri nýkomið í notkun gæfi nú þegar góða raun.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segir stöðu Rússa erfiða og ýjar að undanhaldi Nýr yfirmaður innrásar Rússa í Úkraínu sagði í dag að taka þyrfti „erfiðar ákvarðanir“ á næstunni í Kherson-héraði í Úkraínu. Leppstjórar Rússlands þar hafa sagt að til standi að flytja fólk frá Kherson-borg en ummælin þykja til marks um að Rússar muni mögulega hörfa yfir Dnipro-á. 18. október 2022 22:19 Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Segir stöðu Rússa erfiða og ýjar að undanhaldi Nýr yfirmaður innrásar Rússa í Úkraínu sagði í dag að taka þyrfti „erfiðar ákvarðanir“ á næstunni í Kherson-héraði í Úkraínu. Leppstjórar Rússlands þar hafa sagt að til standi að flytja fólk frá Kherson-borg en ummælin þykja til marks um að Rússar muni mögulega hörfa yfir Dnipro-á. 18. október 2022 22:19
Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17