Sveitarfélagið tekur yfir rekstur laugarinnar og hyggst stórefla starfið Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2022 22:00 Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri segir að mikið standi til í hreppnum. Framundan sé meðal annars úthlutun lóða í grennd við Skeiðalaug í Brautarholti. Skeiðgnúp Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hyggst taka yfir rekstur Skeiðalaugar í Brautarholti um áramótin þegar samningur við verktaka rennur út. Stefnt er á að lengja opnunartíma laugarinnar verulega. Síðustu ár hefur laugin einungis verið opin tvo daga vikunnar í fjóra tíma í senn. Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri segir að til standi að stórefla starfið í Skeiðalaug. „Íbúar hafa lengi kallað eftir rýmri opnunartíma. Við erum lítið sveitarfélag sem sameinaðist fyrir um tuttugu árum, erum með 580 íbúa, og rekum tvær sundlaugar – Skeiðalaug og sundlaugina í Árnesi.“ Hann segir að með nýjum meirihluta sé markmiðið að taka laugina svolítið í gegn. „Við viljum lengja opnunartíma, efla þjónustu og þar með bæta búsetuskilyrðin. Við erum að fara að úthluta lóðum þarna nærri lauginni og við sjáum því fram á fjölgun íbúa.“ Opin í fjóra tíma, tvo daga í viku Skeiðalaug hefur síðustu ár einungis verið opin á mánudögum og fimmtudögum yfir vetrarmánuðina, milli 18 og 22 á kvöldin. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar í gær. Full samstaða var um að ráðast í að sveitarfélagið tæki yfir reksturinn. Haraldi sveitarstjóra hefur verið falið að ráða starfskraft til starfa í Skeiðalaug. Hann segir sveitarstjórn hafa verið í samskiptum við arkitekt laugarinnar með það að markmiði að endurbæta og efla laugina. Skeiðalaug var byggð af heimamönnum árið 1975 og er staðsett í Brautarholti.SkeiðGrúp Vill helst sjá hana opna alla daga vikunnar Haraldur gerir ráð fyrir að hægt verði að lengja opnunartíma laugarinnar strax um áramót. „Til lengri tíma litið vill maður auðvitað sjá laugina opna alla daga vikunnar. Við þurfum þó að komast þangað. Við þurfum að geta rekið hana en með lengri opnunartíma gæti skapast betri rekstrargrundvöllur. Það eru líka uppi hugmyndir um að byggja við sundlaugina og koma upp æfingaaðstöðu. Við lifum og hrærumst fyrir sundlaugar. Við vitum að það er fátt betra en að fara í laugina eftir langan vinnudag.“ Skeiðalaug var byggð af heimamönnum árið 1975 og er staðsett í Brautarholti. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að laugin sé 16,68 metrar á lengd og átta metra breið. Þar er einnig að finna heitan pott, vatnsgufubaðstofu, og hvíldarbekki. Sundlaugar Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Barátta grindvískra barna fyrir lengri opnun í sundlauginni skilar árangri Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar hefur lagt til að opnunartími sundlaugarinnar í bænum verði lengdur til klukkan 18 um helgar yfir vetrartímann í stað klukkan 16. Breytingin kemur í kjölfar undirskriftarsöfnunar grunnskólabarna í bænum. 19. október 2022 11:26 Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri segir að til standi að stórefla starfið í Skeiðalaug. „Íbúar hafa lengi kallað eftir rýmri opnunartíma. Við erum lítið sveitarfélag sem sameinaðist fyrir um tuttugu árum, erum með 580 íbúa, og rekum tvær sundlaugar – Skeiðalaug og sundlaugina í Árnesi.“ Hann segir að með nýjum meirihluta sé markmiðið að taka laugina svolítið í gegn. „Við viljum lengja opnunartíma, efla þjónustu og þar með bæta búsetuskilyrðin. Við erum að fara að úthluta lóðum þarna nærri lauginni og við sjáum því fram á fjölgun íbúa.“ Opin í fjóra tíma, tvo daga í viku Skeiðalaug hefur síðustu ár einungis verið opin á mánudögum og fimmtudögum yfir vetrarmánuðina, milli 18 og 22 á kvöldin. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar í gær. Full samstaða var um að ráðast í að sveitarfélagið tæki yfir reksturinn. Haraldi sveitarstjóra hefur verið falið að ráða starfskraft til starfa í Skeiðalaug. Hann segir sveitarstjórn hafa verið í samskiptum við arkitekt laugarinnar með það að markmiði að endurbæta og efla laugina. Skeiðalaug var byggð af heimamönnum árið 1975 og er staðsett í Brautarholti.SkeiðGrúp Vill helst sjá hana opna alla daga vikunnar Haraldur gerir ráð fyrir að hægt verði að lengja opnunartíma laugarinnar strax um áramót. „Til lengri tíma litið vill maður auðvitað sjá laugina opna alla daga vikunnar. Við þurfum þó að komast þangað. Við þurfum að geta rekið hana en með lengri opnunartíma gæti skapast betri rekstrargrundvöllur. Það eru líka uppi hugmyndir um að byggja við sundlaugina og koma upp æfingaaðstöðu. Við lifum og hrærumst fyrir sundlaugar. Við vitum að það er fátt betra en að fara í laugina eftir langan vinnudag.“ Skeiðalaug var byggð af heimamönnum árið 1975 og er staðsett í Brautarholti. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að laugin sé 16,68 metrar á lengd og átta metra breið. Þar er einnig að finna heitan pott, vatnsgufubaðstofu, og hvíldarbekki.
Sundlaugar Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Barátta grindvískra barna fyrir lengri opnun í sundlauginni skilar árangri Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar hefur lagt til að opnunartími sundlaugarinnar í bænum verði lengdur til klukkan 18 um helgar yfir vetrartímann í stað klukkan 16. Breytingin kemur í kjölfar undirskriftarsöfnunar grunnskólabarna í bænum. 19. október 2022 11:26 Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Barátta grindvískra barna fyrir lengri opnun í sundlauginni skilar árangri Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar hefur lagt til að opnunartími sundlaugarinnar í bænum verði lengdur til klukkan 18 um helgar yfir vetrartímann í stað klukkan 16. Breytingin kemur í kjölfar undirskriftarsöfnunar grunnskólabarna í bænum. 19. október 2022 11:26
Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00