Námsstefna um breytingar og forystufærni fer fram þann 29. nóvember Profectus 24. október 2022 14:31 Stjórnendur mæta stærri, tíðari og hraðari breytingum en nokkru sinni fyrr. Alþjóðleg námsstefna verður haldin þann 29. nóvember í Bæjarbíó um breytingar og forystufærni. Stjórnendur þurfa að takast á við nýjan veruleika og tíðari og umfangsmeiri breytingar en nokkru sinni fyrr – og marga þeirra skortir nauðsynleg tól og tæki til að bregðast rétt við. Verkferlar, verklag, samrunar, samskipti og sjálfvirkni hafa og munu breytast verulega samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins McKinsey og á slíkum tímum er nauðsynlegt að fylgjast með. Margir af færustu sérfræðingum heims á sviðum stjórnunar, breytingarstjórnunar og leiðtogahæfni koma fram á alþjóðlegri námsstefnu í Bæjarbíói í Hafnarfirði í tilefni af 10 ára afmæli Profectus, en þar munu þeir deila hugmyndum sínum og reynslu sem geta umbreytt hugsun, viðhorfi og færni íslenskra stjórnenda til að finna skilvirkar lausnir á því eina sem hægt er að ganga út frá sem vísu; að breytingar verða stærri, tíðari og hraðari en nokkru sinni fyrr. Meðal fyrirlesara á námsstefnunni má nefna: Metsöluhöfundinn Tim Hurson, sem hefur hjálpað stjórnendum og frumkvöðlum í yfir 40 löndum að finna snillingin innra með sér. Bók hans, Think Better, er biblía í sjálfu sér. Metsöluhöfundinn Dorte Nielsen, sem varpar ljósi á leyndarmál hins ofurskapandi hugsuðar, en skapandi hugsun er besta mótefni við stöðnun og stuðlar að sjálfbærri þróun í leiðtogahlutverki Dr. Marc og Samantha, sem hafa komið fram með nýja sýn á fylgjenda- og forystufærni og hverju það skilar. Dr. Puleng Makhoalibe, sem var valin ein af 20 áhrifamestu kvenleiðtogum heims og veit að það að kveikja loga sköpunarkraftsins leiðir til breytinga. Ingvar Jónsson, alþjóðlegan stjórnendamarkþjálfa, sem var valinn einn af 101 áhrifamestu markþjálfum í heimi á „Coaching World Congress 2020“ sem bendir á að það er listform að leiða breytingar sem skila árangri, enda er tilfinningagreind leiðtogans forsenda árangurs! Jim Ridge, sem er listamaður og sérfræðingur í breytingastjórnun með meira en 30 ára reynslu með alþjóðlegum fyrirtækjakeðjum. Hann er sérfræðingur í að skapa sameiginlega sýn með starfsfólkinu, af starfsfólkinu, fyrir starfsfólkið - svo að eignarhaldið sé þeirra. Valdimar Þór Svavarsson, sem er leiðandi sérfræðingur á sviði meðvirkni og áhrifum (skaða) sem hún getur haft á stefnumótun og menningu fyrirtækja. Námsstefnan fer fram í Bæjarbíói 29. nóvember nk og er hægt að tryggja sér miða á TIX.IS Stjórnun Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira
Stjórnendur þurfa að takast á við nýjan veruleika og tíðari og umfangsmeiri breytingar en nokkru sinni fyrr – og marga þeirra skortir nauðsynleg tól og tæki til að bregðast rétt við. Verkferlar, verklag, samrunar, samskipti og sjálfvirkni hafa og munu breytast verulega samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins McKinsey og á slíkum tímum er nauðsynlegt að fylgjast með. Margir af færustu sérfræðingum heims á sviðum stjórnunar, breytingarstjórnunar og leiðtogahæfni koma fram á alþjóðlegri námsstefnu í Bæjarbíói í Hafnarfirði í tilefni af 10 ára afmæli Profectus, en þar munu þeir deila hugmyndum sínum og reynslu sem geta umbreytt hugsun, viðhorfi og færni íslenskra stjórnenda til að finna skilvirkar lausnir á því eina sem hægt er að ganga út frá sem vísu; að breytingar verða stærri, tíðari og hraðari en nokkru sinni fyrr. Meðal fyrirlesara á námsstefnunni má nefna: Metsöluhöfundinn Tim Hurson, sem hefur hjálpað stjórnendum og frumkvöðlum í yfir 40 löndum að finna snillingin innra með sér. Bók hans, Think Better, er biblía í sjálfu sér. Metsöluhöfundinn Dorte Nielsen, sem varpar ljósi á leyndarmál hins ofurskapandi hugsuðar, en skapandi hugsun er besta mótefni við stöðnun og stuðlar að sjálfbærri þróun í leiðtogahlutverki Dr. Marc og Samantha, sem hafa komið fram með nýja sýn á fylgjenda- og forystufærni og hverju það skilar. Dr. Puleng Makhoalibe, sem var valin ein af 20 áhrifamestu kvenleiðtogum heims og veit að það að kveikja loga sköpunarkraftsins leiðir til breytinga. Ingvar Jónsson, alþjóðlegan stjórnendamarkþjálfa, sem var valinn einn af 101 áhrifamestu markþjálfum í heimi á „Coaching World Congress 2020“ sem bendir á að það er listform að leiða breytingar sem skila árangri, enda er tilfinningagreind leiðtogans forsenda árangurs! Jim Ridge, sem er listamaður og sérfræðingur í breytingastjórnun með meira en 30 ára reynslu með alþjóðlegum fyrirtækjakeðjum. Hann er sérfræðingur í að skapa sameiginlega sýn með starfsfólkinu, af starfsfólkinu, fyrir starfsfólkið - svo að eignarhaldið sé þeirra. Valdimar Þór Svavarsson, sem er leiðandi sérfræðingur á sviði meðvirkni og áhrifum (skaða) sem hún getur haft á stefnumótun og menningu fyrirtækja. Námsstefnan fer fram í Bæjarbíói 29. nóvember nk og er hægt að tryggja sér miða á TIX.IS
Stjórnun Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira