Breytt stundatafla að hafa jákvæð áhrif Snorri Másson skrifar 22. október 2022 12:10 Tilraunaverkefnið Kveikjum neistann hófst í Vestmannaeyjum síðasta haust. Grunnskóli Vestmannaeyja Námsárangur barna í fyrsta bekk í Vestmannaeyjum er betri eftir að verkefninu Kveikjum neistann var hleypt af stokkunum fyrir ári síðan, að sögn skólastjóra í Eyjum. Kennsluaðferðum var breytt með margvíslegum hætti. Niðurstöður verkefnisins voru kynntar á fundi í morgun. Haustið 2021 hófst tilraunaverkefnið Kveikjum neistann í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum. Í meginatriðum fólst það í því að börn í fyrsta bekk fengu öðruvísi stundartöflu en áður. Dagurinn hófst yfirleitt á íþróttum eða hreyfingu. Dagskráin þar á eftir, í stað þess að vera skipt til dæmis niður í íslensku, stærðfræði og listgreinar, var skipt upp í ástríðutíma og þjálfunartíma. Það eru opnari tímar þar sem nemendur fá að ráða meira sjálfir hvað þeir gera. Ástríðutímarnir eru frjálsir listgreina- og sköpunartímar, þar sem nemendur vinna með sitt áhugasvið og þar er leitast við að finna hvað það er sem nemendurnir hafa ástríðu fyrir - sem sagt kveikja neistann eins og þar segir. Þjálfunartímarnir svokölluðu eru tímar sem áður hefðu getað heitið stærðfræði eða íslenska. Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri í Eyjum, segir að þjálfunartímarnir séu lykilbreyting. Þar er nemendunum skipt í hópa og þá fara þeir á sínum hraða. „Og fá þar námsefni við hæfi. Þannig að þar fá akkúrat þeir sem þurfa meiri hjálp meiri hjálp, en þeir sem eru á góðri leið og standa sig vel, þeir fá tækifæri til að halda áfram,“ segir Anna Rós í samtali við fréttastofu. Þar að auki einkenndist lestrarkennsla barnanna af aukinni þolinmæði en árangrinum var fylgt þeim mun nánar eftir. „Með þessum leiðum þá voru nemendur orðnir öruggari og þeir höfðu bara meira sjálfstraust í því sem þeir voru að gera,“ segir Anna Rós. Skólastjórinn segir að lærdómurinn af fyrsta árinu sé að slaka eilítið á í kennslunni, að fara rólegar yfir, þannig að kennarar geti verið vissir um að nemendur séu búnir að tileinka sér það sem er verið að kenna. „Kennararnir líka bara lögðu stafina hægar inn en hefur verið gert áður og það er að skila þeim árangri að þau eru bara einhvern veginn að ná þessu betur. Þessi fyrsti árangur, allavega. Við erum bara búin með eitt ár og þetta er tíu ára þróunarverkefni,“ segir Anna Rós. Hermundur Sigmundsson sálfræðingur er á meðal hvatamanna að verkefninu og nemendahópurinn sem var fyrstur til að taka þátt í verkefninu verður rannsakaður vísindalega út skólagönguna. Vestmannaeyjar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Sjá meira
Haustið 2021 hófst tilraunaverkefnið Kveikjum neistann í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum. Í meginatriðum fólst það í því að börn í fyrsta bekk fengu öðruvísi stundartöflu en áður. Dagurinn hófst yfirleitt á íþróttum eða hreyfingu. Dagskráin þar á eftir, í stað þess að vera skipt til dæmis niður í íslensku, stærðfræði og listgreinar, var skipt upp í ástríðutíma og þjálfunartíma. Það eru opnari tímar þar sem nemendur fá að ráða meira sjálfir hvað þeir gera. Ástríðutímarnir eru frjálsir listgreina- og sköpunartímar, þar sem nemendur vinna með sitt áhugasvið og þar er leitast við að finna hvað það er sem nemendurnir hafa ástríðu fyrir - sem sagt kveikja neistann eins og þar segir. Þjálfunartímarnir svokölluðu eru tímar sem áður hefðu getað heitið stærðfræði eða íslenska. Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri í Eyjum, segir að þjálfunartímarnir séu lykilbreyting. Þar er nemendunum skipt í hópa og þá fara þeir á sínum hraða. „Og fá þar námsefni við hæfi. Þannig að þar fá akkúrat þeir sem þurfa meiri hjálp meiri hjálp, en þeir sem eru á góðri leið og standa sig vel, þeir fá tækifæri til að halda áfram,“ segir Anna Rós í samtali við fréttastofu. Þar að auki einkenndist lestrarkennsla barnanna af aukinni þolinmæði en árangrinum var fylgt þeim mun nánar eftir. „Með þessum leiðum þá voru nemendur orðnir öruggari og þeir höfðu bara meira sjálfstraust í því sem þeir voru að gera,“ segir Anna Rós. Skólastjórinn segir að lærdómurinn af fyrsta árinu sé að slaka eilítið á í kennslunni, að fara rólegar yfir, þannig að kennarar geti verið vissir um að nemendur séu búnir að tileinka sér það sem er verið að kenna. „Kennararnir líka bara lögðu stafina hægar inn en hefur verið gert áður og það er að skila þeim árangri að þau eru bara einhvern veginn að ná þessu betur. Þessi fyrsti árangur, allavega. Við erum bara búin með eitt ár og þetta er tíu ára þróunarverkefni,“ segir Anna Rós. Hermundur Sigmundsson sálfræðingur er á meðal hvatamanna að verkefninu og nemendahópurinn sem var fyrstur til að taka þátt í verkefninu verður rannsakaður vísindalega út skólagönguna.
Vestmannaeyjar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Sjá meira